Ársreikningur BBA//Fjeldco fyrir árið 2024
BBA//Fjeldco hefur birt ársreikning fyrir árið 2024 sem sýnir áframhaldandi vöxt á öllum sviðum. Starfsfólki BBA//Fjeldco fjölgaði á árinu í samræmi við aukna eftirspurn eftir þjónustu félagsins og í lok árs störfuðu þar 45 starfsmenn með sérhæfingu á ólíkum sviðum innan fyrirtækja- og viðskiptalögfræði.
Árið 2024 námu tekjur félagsins 1.641 milljón (voru 1.522 milljónir árið 2023), EBITDA hækkaði í 540 milljónir (var 504 milljónir 2023) og hagnaður eftir skatta var 428 milljónir (var 400 milljónir 2023). Frá samruna BBA og Fjeldco árið 2019 hefur velta sameinaðs félags aukist um 91% og afkoma þess aukist jafnt og þétt á tímabilinu.
„Árangur félagsins endurspeglar það traust sem íslenskt atvinnulíf hefur sýnt BBA//Fjeldco undanfarin ár og hefur skilað okkur leiðandi stöðu á íslenskum markaði. Við leggjum mikla áherslu á að veita lausnamiðaða og fagmannlega þjónustu á grunni sérþekkingar sem við höfum aflað okkur.“ segir Halldór Karl Halldórsson, eigandi og faglegur framkvæmdastjóri BBA//Fjeldco.
Reiknað með áframhaldandi vexti á árinu 2025. Verkefni ársins hafa verið af stærri gerðinni en í janúar kláraðist samruni Marels við John Bean Technologies (JBT), ein stærstu viðskipti í sögu íslensks atvinnulífs. Þá má nefna að BBA//Fjeldco veitti lagalega ráðgjöf við almennt útboð á 45,2% hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem var lokastig sölu ríkisins á bankanum og mikilvægur áfangi á íslenskum fjármálamarkaði. Útboðið markaði einnig spor í sögu landsins, verandi það næststærsta sem hefur verið haldið á Íslandi, en söluverðið nam 90,5 milljörðum króna (um það bil 694 milljónir Bandaríkjadala) og heildareftirspurn nam 190 milljörðum króna (um það bil 1,46 milljarðar Bandaríkjadala).
Þá hefur stofan aukið umsvif sín í verkefnum á öðrum sviðum, þ.m.t. tengdum jarðvarma og endurnýtanlegri orku og vex sá málaflokkur hratt, auk þess sem dótturfélög BBA//Fjeldco í London og Frakklandi halda áfram að styðja vel við fjölbreytileg verkefni samstæðunnar.
BBA//Fjeldco þakkar viðskiptavinum og samstarfsaðilum fyrir traust og gott áframhaldandi samstarf.

BBA//Fjeldco hefur birt ársreikning fyrir árið 2024 sem sýnir áframhaldandi vöxt á öllum sviðum. Starfsfólki BBA//Fjeldco fjölgaði á árinu í samræmi við aukna eftirspurn eftir þjónustu félagsins og í lok árs störfuðu þar 45 starfsmenn með sérhæfingu á ólíkum sviðum innan fyrirtækja- og viðskiptalögfræði.
Árið 2024 námu tekjur félagsins 1.641 milljón (voru 1.522 milljónir árið 2023), EBITDA hækkaði í 540 milljónir (var 504 milljónir 2023) og hagnaður eftir skatta var 428 milljónir (var 400 milljónir 2023). Frá samruna BBA og Fjeldco árið 2019 hefur velta sameinaðs félags aukist um 91% og afkoma þess aukist jafnt og þétt á tímabilinu.
„Árangur félagsins endurspeglar það traust sem íslenskt atvinnulíf hefur sýnt BBA//Fjeldco undanfarin ár og hefur skilað okkur leiðandi stöðu á íslenskum markaði. Við leggjum mikla áherslu á að veita lausnamiðaða og fagmannlega þjónustu á grunni sérþekkingar sem við höfum aflað okkur.“ segir Halldór Karl Halldórsson, eigandi og faglegur framkvæmdastjóri BBA//Fjeldco.
Reiknað með áframhaldandi vexti á árinu 2025. Verkefni ársins hafa verið af stærri gerðinni en í janúar kláraðist samruni Marels við John Bean Technologies (JBT), ein stærstu viðskipti í sögu íslensks atvinnulífs. Þá má nefna að BBA//Fjeldco veitti lagalega ráðgjöf við almennt útboð á 45,2% hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem var lokastig sölu ríkisins á bankanum og mikilvægur áfangi á íslenskum fjármálamarkaði. Útboðið markaði einnig spor í sögu landsins, verandi það næststærsta sem hefur verið haldið á Íslandi, en söluverðið nam 90,5 milljörðum króna (um það bil 694 milljónir Bandaríkjadala) og heildareftirspurn nam 190 milljörðum króna (um það bil 1,46 milljarðar Bandaríkjadala).
Þá hefur stofan aukið umsvif sín í verkefnum á öðrum sviðum, þ.m.t. tengdum jarðvarma og endurnýtanlegri orku og vex sá málaflokkur hratt, auk þess sem dótturfélög BBA//Fjeldco í London og Frakklandi halda áfram að styðja vel við fjölbreytileg verkefni samstæðunnar.
BBA//Fjeldco þakkar viðskiptavinum og samstarfsaðilum fyrir traust og gott áframhaldandi samstarf.
BBA//Fjeldco hefur birt ársreikning fyrir árið 2024 sem sýnir áframhaldandi vöxt á öllum sviðum. Starfsfólki BBA//Fjeldco fjölgaði á árinu í samræmi við aukna eftirspurn eftir þjónustu félagsins og í lok árs störfuðu þar 45 starfsmenn með sérhæfingu á ólíkum sviðum innan fyrirtækja- og viðskiptalögfræði.
Árið 2024 námu tekjur félagsins 1.641 milljón (voru 1.522 milljónir árið 2023), EBITDA hækkaði í 540 milljónir (var 504 milljónir 2023) og hagnaður eftir skatta var 428 milljónir (var 400 milljónir 2023). Frá samruna BBA og Fjeldco árið 2019 hefur velta sameinaðs félags aukist um 91% og afkoma þess aukist jafnt og þétt á tímabilinu.
„Árangur félagsins endurspeglar það traust sem íslenskt atvinnulíf hefur sýnt BBA//Fjeldco undanfarin ár og hefur skilað okkur leiðandi stöðu á íslenskum markaði. Við leggjum mikla áherslu á að veita lausnamiðaða og fagmannlega þjónustu á grunni sérþekkingar sem við höfum aflað okkur.“ segir Halldór Karl Halldórsson, eigandi og faglegur framkvæmdastjóri BBA//Fjeldco.
Reiknað með áframhaldandi vexti á árinu 2025. Verkefni ársins hafa verið af stærri gerðinni en í janúar kláraðist samruni Marels við John Bean Technologies (JBT), ein stærstu viðskipti í sögu íslensks atvinnulífs. Þá má nefna að BBA//Fjeldco veitti lagalega ráðgjöf við almennt útboð á 45,2% hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem var lokastig sölu ríkisins á bankanum og mikilvægur áfangi á íslenskum fjármálamarkaði. Útboðið markaði einnig spor í sögu landsins, verandi það næststærsta sem hefur verið haldið á Íslandi, en söluverðið nam 90,5 milljörðum króna (um það bil 694 milljónir Bandaríkjadala) og heildareftirspurn nam 190 milljörðum króna (um það bil 1,46 milljarðar Bandaríkjadala).
Þá hefur stofan aukið umsvif sín í verkefnum á öðrum sviðum, þ.m.t. tengdum jarðvarma og endurnýtanlegri orku og vex sá málaflokkur hratt, auk þess sem dótturfélög BBA//Fjeldco í London og Frakklandi halda áfram að styðja vel við fjölbreytileg verkefni samstæðunnar.
BBA//Fjeldco þakkar viðskiptavinum og samstarfsaðilum fyrir traust og gott áframhaldandi samstarf.