Okkar Þjónusta

Samrunar og yfirtökur
Stór hluti af þeirri þjónustu sem BBA//Fjeldco veitir tengist samrunum og yfirtökum. Stofan hefur verið fengin til ráðgjafar í öllum helstu og stærstu samruna- og yfirtökuviðskiptum á Íslandi undanfarin ár og er stolt af því að geta boðið viðskiptavinum sínum upp á fyrsta flokk lögfræðiráðgjöf og þjónustu á öllum stigum samruna og yfirtöku fyrirtækja. Hjá BBA//Fjeldco starfa einir helstu sérfræðingar landsins á þessu sviði og er metin leiðandi innan þess af öllum helstu matsfyrirtækjum heims.
Félagaréttur
BBA//Fjeldco hefur ítrekað verið metin leiðandi stofa á sviði félagaréttar af öllum helstu matsfyrirtækjum. Við höfum verið fengin til ráðgjafar af meirihluta stórfyrirtækja á íslenskum markaði í tengslum við fjölbreytt félagaréttarleg álitamál. Félagaréttur er þungamiðja og undirstaða þeirrar þjónustu sem BBA//Fjeldco veitir íslenskum fyrirtækjum.
Samkeppnisréttur
BBA//Fjeldco veitir viðskiptavinum sínum alhliða ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar. Samkeppnisréttur er oft mikilvægur þáttur í mörgum samruna- og yfirtökuviðskiptum sem við komum að og leysum við þau mál samhliða öðrum á farsælan og skjótan hátt. BBA//Fjeldco hefur veitt innlendum og erlendum aðilum aðstoð í samskiptum og deilum við Samkeppniseftirlitið og hefur mikla reynslu af slíkum málum
Fjármögnunarsamningar (Bankaréttur og fjármögnun)
BBA//Fjeldco hefur mikla reynslu af ráðgjöf við fjármálafyrirtæki og fjármögnunaraðila, svo sem lánveitendur, sem og lántakendur, við allar hliðar fjármögnunar fyrirtækja. Í því felst meðal annars ráðgjöf varðandi uppbyggingu fjármögnunar, skjalagerð og veðtöku. Stofan kemur reglulega að flóknum fjármögnunarsamningum hjá innlendu bönkunum þar sem reynir á lögsögu mismunandi ríkja, sem og verkefnum sem hafa alþjóðlega tengingu og hefur BBA//Fjeldco þar að skipa þéttu neti erlendra samstarfsaðila í fremsta flokki.
Skattaráðgjöf
BBA//Fjeldco veitir fjölbreytta og sérhæfða þjónustu á sviði skattaréttar. Við búum yfir yfirgripsmikilli þekkingu á íslenskum skattarétti, svo sem almennum skattamálum fyrirtækja og virðisaukaskatti, ásamt alþjóðlegum skattarétti. Skattaleg álitamál koma reglulega upp í fyrirtækjarekstri og ráðgjöf á sviði skattaréttar er þannig ómissandi hluti af alhliða lögfræðiráðgjöf til fyrirtækja. Við leggjum áherslu á að fylgjast með tíðum breytingum á flóknu regluumhverfi skattalögfræðinnar og þróun í framkvæmd á sviðinu. Skattateymi okkar tekur að sér áhættustýringu, gerð áreiðanleikakannana, áætlanagerð með áherslu á skatta og opinber gjöld ásamt meðferð ágreiningsmála fyrir skattyfirvöldum og síðar dómstólum.
Verðbréfamarkaðsréttur
BBA//Fjeldco veitir fyrirtækjum og umsjónaraðilum ráðgjöf við skráningu íslenskra félaga á markað og hefur komið að skráningu allra þeirra félaga sem á undanförnu ári hafa verið skráð í kauphöllinni, bæði á aðalmarkaði Nasdaq Ísland og Nasdaq First North. Þá hefur stofan veitt ráðgjöf í tengslum við afskráningu og yfirtökur skráðra félaga. BBA//Fjeldco veitir skráðum félögum einnig almenna ráðgjöf á sviði verðbréfamarkaðsréttar, svo sem í tengslum við innherjaviðskipti og tilkynningar til kauphallar.
Regluverk fjármálafyrirtækja
BBA//Fjeldco hefur um árabil veitt íslenskum fjármálafyrirtækjum ráðgjöf og aðstoð í tengslum við regluverk þeirra og innra skipulag. Stofan hefur aðstoðað við öflun starfsleyfa, samskipti við Fjármálaeftirlitið og uppsetningu innri reglna og staðlaðra samningsskilmála í viðskiptum fyrirtækja.
Endurskipulagning fyrirtækja
BBA//Fjeldco hefur komið að fjárhagslegri endurskipulagningu fjölda innlendra fyrirtækja á undanförnum árum. Miðum við því að finna lausnir á flóknum verkefnum sem henta viðskiptavinum okkar á sem hagkvæmastan hátt og höfum við meðal annars aðstoðað innlendar og erlendar fjármálastofnanir við endurskipulagningu á mörgum af stærstu fjármálafyrirtækjum á íslenskum markaði.
Orkumál
Á undanförnum árum hefur BBA lagt aukna áherslu á að byggja upp sérþekkingu á sviði orkumála, hvort sem er á sviði endurnýjanlegra orkugjafa eða annarra orkugjafa. BBA hefur aðstoðað íslensk orkufyrirtæki í samskiptum við stjórnvöld, veitt ráðgjöf varðandi umsóknir um leyfi og komið að gerð orkukaupasamninga og verkefnissamninga. BBA hefur aðstoðað íslensk félög við jarðhitaverkefni um allan heim, þar á meðal í Filippseyjum, Indónesíu, Abu Dhabi, Nepal, Djibouti og Eþíópíu. Vegna þessa höfum við öðlast umtalsverða reynslu í að semja við erlendar ríkisstjórnir og orkumálayfirvöld í tengslum við leyfi fyrir hagkvæmnisrannsóknum, rannsóknarborunum og svo framvegis. BBA//Fjeldco veitti íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf við myndun laga og reglna um kolefnisrannsóknir og vinnslu á Drekasvæðinu.
Einkaframkvæmdir
BBA//Fjeldco hefur veitt opinberum aðilum ráðgjöf í tengslum við helstu einkaframkvæmdir (PFI/PPP) sem ráðist hefur verið í hér á landi. Við höfum meðal annars aðstoðað stjórnvöld og Reykjavíkurborg frá árinu 2005 í tengslum við öll álitaefni er varða samninga, hönnun, byggingu og rekstur Hörpunnar, tónlistar- og ráðstefnuhúss við Reykjavíkurhöfn. Við höfum enn fremur veitt ráðgjöf á sviði opinberra innkaupa og aðstoðað meðal annars Ríkiskaup, sem og stjórnvöld og Reykjavíkurborg í tengslum við opinber innkaup á landsvæði og fleira.
Lausn deilumála og gerðardóma
BBA//Fjeldco hefur víðtæka reynslu á sviði flugréttar og fjármögnun loftfara. Við höfum veitt flugfélögum, leigusölum og leigutökum ráðgjöf varðandi flókin verkefni í snúnu regluverki sviðsins.
Flugréttur og fjármögnun loftfara
BBA//Fjeldco hefur mikla reynslu af lausn deilumála utan almennra dómstóla, hvort sem er með sáttum eða fyrir gerðardómum. Við höfum yfir að búa teymi sérfræðinga á sviði málsmeðferðar fyrir gerðardómum, bæði innlendum og erlendum, svo sem ICC, LCIA og WIPO. Margir af eigendum BBA//Fjeldco hafa tekið sæti sem gerðarmenn í alþjóðlegum gerðardómum.
Hugverka- og upplýsingatækniréttur
BBA//Fjeldco hefur víðtæka reynslu af verkefnum á sviði hugverka- og auðkennaréttar, bæði hérlendis og á alþjóðlegum grunni. Þá höfum við einnig reynslu af upplýsingatæknirétti og höfum veitt fyrirtækjum ráðgjöf í tengslum við verkefni á sviði líftækni, fjármálatækni, sýndarveruleika, endurnýtingu orku og gagnaskýjavinnslu.
Persónuvernd
BBA/Fjeldco veitir fyrirtækjum ráðgjöf á sviði gagnavinnslu og persónuverndar, hvort sem varðar gögn og upplýsingar um starfsfólk fyrirtækja eða viðskiptavini þess. Við aðstoðum við samskipti við Persónuvernd og ráðleggjum viðskiptavinum um framkvæmd persónuverndarreglugerðarinnar, GDPR.

IS

EN