Fréttir

Þorbjörg Ásta Leifsdóttir á Lagadeginum 2024

Þorbjörg Ásta Leifsdóttir, verkefnastjóri í samkeppnisréttarteymi stofunnar, tók þátt í Lagadeginum á Hilton Reykjavík Nordica þann 27. september síðastliðinn en það er árlegur viðburður sem Lögmannafélag Íslands stendur fyrir ásamt Lögfræðingafélagi Íslands og Dómafélagi Íslands.

Þorbjörg Ásta Leifsdóttir, verkefnastjóri í samkeppnisréttarteymi stofunnar, tók þátt í Lagadeginum á Hilton Reykjavík Nordica þann 27. september síðastliðinn en það er árlegur viðburður sem Lögmannafélag Íslands stendur fyrir ásamt Lögfræðingafélagi Íslands og Dómafélagi Íslands. Sá hluti dagskrárinnar sem hún tók þátt í voru rökstólar sem titlaðir voru „Enginn er eyland í ólögmætu samráði…eða hvað?“ þar sem Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, ásamt Þorbjörgu og kollegum hennar svöruðu spurningum frá stjórnanda varðandi hin ýmsu atriði, s.s. ólögmætt samráð, nálgun og beitingu samkeppnisyfirvalda á reglum og hvort núverandi viðurlög og úrræði séu fullnægjandi í núverandi löggjöf o.s.frv.

Lesa meira
BBA//Fjeldco er fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2024

BBA//Fjeldco hefur hlotið nafnbótina “Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri” fyrir árið 2024 samkvæmt lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar gefa út árlega en viðurkenningin er veitt fyrirtækjum sem þykja sýna framúrskarandi árangur í rekstri.

BBA//Fjeldco hefur hlotið nafnbótina “Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri” fyrir árið 2024 samkvæmt lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar gefa út árlega en viðurkenningin er veitt fyrirtækjum sem þykja sýna framúrskarandi árangur í rekstri. Til að hljóta viðurkenninguna þurfa fyrirtæki að uppfylla ákveðin skilyrði. Meðal annars þarf afkoma fyrirtækisins að hafa verið jákvæð, tekjur þess yfir 45 milljónir króna, eignir yfir 80 milljónir króna og eiginfjárhlutfall yfir 20%. Auk þessa eru aðrir þættir eins og skil á ársreikningum og rekstrarform metnir.

BBA//Fjeldco er stolt af því að vera á meðan þeirra 1,643 fyrirtækja sem eru á listanum í ár, það er viðurkenning á góðu starfi stofunnar og hvetur okkur áfram í okkar störfum. Sérútgáfa af Viðskiptablaðinu sem inniheldur listann er opin öllum á vef blaðsins og þar má finna fjölbreytt viðtöl, greiningar og gagnlegt talnaefni. Hægt að skoða blaðið á vefnum hér.

Lesa meira
BBA//Fjeldco ráðgjafi Kaldalóns við kaup á öllu hlutafé IDEA ehf. og K190 hf.

Kaldalón hf. hefur skrifað undir kaupsamninga um kaup á öllu hlutafé í annars vegar IDEA ehf. og hins vegar K190 hf. Viðskiptin eru háð hefðbundnum fyrirvörum, svo sem niðurstöðum áreiðanleikakannanna og samþykki Samkeppniseftirlitsins, en heildarvirði ofangreindra félaga í viðskiptum er kr. 8.335m.

Kaldalón hf. hefur skrifað undir kaupsamninga um kaup á öllu hlutafé í annars vegar IDEA ehf. og hins vegar K190 hf. en umrædd félög eiga samanlagt sjö fasteignir sem nema um 17.600 fermetra að stærð. Viðskiptin eru háð hefðbundnum fyrirvörum, svo sem niðurstöðum áreiðanleikakannanna og samþykki Samkeppniseftirlitsins, en heildarvirði ofangreindra félaga í viðskiptum er kr. 8.335m.

BBA//Fjeldco veitti Kaldalóni lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við umrædd kaup og óskar kaupanda og seljendum til hamingju með viðskiptin.

Lesa meira
Grein um UFS og CSRD tilskipun EB í Viðskiptablaðinu eftir Öglu Eir Vilhjálmsdóttur

Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifaði nýlega grein í Viðskiptablaðið um ESG, sem útleggst á íslensku sem umhverfislegir og félagslegir þættir og stjórnarhætti (UFS), og auknar kröfur á fyrirtæki og áhrif á fjármögnun.

Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifaði nýlega grein í Viðskiptablaðið um ESG, sem útleggst á íslensku sem umhverfislegir og félagslegir þættir og stjórnarhætti (UFS), og auknar kröfur á fyrirtæki og áhrif á fjármögnun.

Meðal þess sem Agla ræðir í greininni er tilskipun Evrópusambandsins um upplýsingagjöf um sjálfbærni (e. Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD)) sem felur í sér nýjar reglur um birtingu sjálfbærniupplýsinga og innleiðingu hennar á Íslandi. Samkvæmt þessari nýju tilskipun munu skráð og stærri fyrirtæki þurfa að gefa upp ítarlegri upplýsingar um sjálfbærni og umhverfisáhrif starfseminnar. Þetta er stór breyting sem mun snerta fleiri fyrirtæki en áður hvað varðar upplýsingagjöf fyrirtækja til hagsmunaaðila og aukið gegnsæi í rekstri.

Hægt er að lesa greinina á heimasíðu Viðskiptablaðsins hér.

Lesa meira
Thelma Christel Kristjánsdóttir með erindi á ráðstefnu Stjórnvísi í september 2024

Thelma Christel Kristjánsdóttir, lögfræðingur í tækni-, hugverka- og persónuverndarteymi stofunnar verður með erindi um gervigreind á haustráðstefnu Stjórnvísi þann 25. september sem ber titilinn „Lögfræði og mállíkön".

Thelma Christel Kristjánsdóttir, lögfræðingur í tækni-, hugverka- og persónuverndarteymi stofunnar verður með erindi um gervigreind á haustráðstefnu Stjórnvísi þann 25. september sem ber titilinn „Lögfræði og mállíkön".

Thelma er menntaður lögfræðingur frá lagadeild Háskóla Íslands og lauk nýverið LL.M gráðu í tækni-og hugverkarétti frá UC Berkeley. Í námi sínu í UC Berkeley einbeitti Thelma sér að rannsóknum á sviði gervigreindar, tölvuleikja, netöryggis, hugverkaréttinda og persónuverndar.

Thelma er einn af helstu sérfræðingum landsins þegar kemur að lagaumhverfi gervigreindar og þeim áskorunum sem henni fylgja, og við hvetjum allt áhugafólk um málefnið til þess að horfa á kynninguna hjá Thelmu kl 10:50 en hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá ráðstefnunni á YouTube rás Stjórnvísi.

Lesa meira
BBA//Fjeldco enn á ný metin í hæsta gæðaflokki af IFLR1000

BBA//Fjeldco hefur enn á ný verið metin í hæsta gæðaflokki af hinu virta alþjóðlega matsfyrirtæki IFLR1000 og hlaut hæstu einkunn á þeim sviðum sem metin eru hér á landi, eða á sviði fyrirtækja- og fjármálaréttar, og á sviði orkumála. Þessi viðurkenning undirstrikar hæfileika teymisins og áherslu okkar á að veita viðskiptavinum stofunnar ávallt framúrskarandi þjónustu með markmið þeirra að leiðarljósi.

BBA//Fjeldco hefur enn á ný verið metin í hæsta gæðaflokki af hinu virta alþjóðlega matsfyrirtæki IFLR1000 og hlaut hæstu einkunn á þeim sviðum sem metin eru hér á landi, eða á sviði fyrirtækja- og fjármálaréttar, og á sviði orkumála. Þessi viðurkenning undirstrikar hæfileika teymisins og áherslu okkar á að veita viðskiptavinum stofunnar ávallt framúrskarandi þjónustu með markmið þeirra að leiðarljósi.

Margir af okkar hæfileikaríku lögmönnum eru einnig nefndir á nafn í niðurstöðum matsfyrirtækisins og þykja skara fram úr á sínum sviðum. Þeir Halldór Karl Halldórsson og Baldvin Björn Haraldsson eru tilteknir sem „Market Leaders“, og Bjarki H. Diego, Ásgeir Á. Ragnarsson og Einar Baldvin Árnason sem „Highly Regarded Lawyers“, enda með reynslumeiri lögmönnum stofunnar. Þá eru Claire Broomhead og Antoine Lochet tiltekin sem „Notable Practioners“, Stefán Reykjalín „Rising Star Partner“, og þær Anna Björg Guðjónsdóttir og Emma Hickman „Rising Star Lawyers“.

Þessar niðurstöður eru til merkis um reynslu og elju BBA//Fjeldco teymisins en þær endurspegla einning jákvæðar umsagnir viðskiptavina okkar en traust þeirra er það sem stofan metur ofar öllu. Við þökkum viðskiptavinum okkar og IFL1000 fyrir umsagnirnar og mun viðurkenningin hvetja okkur áfram í okkar störfum.

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu IFLR1000.

Lesa meira
Agla Eir Vilhjálmsdóttir hefur gengið til liðs við BBA//Fjeldco

Agla Eir Vilhjálmsdóttir hefur gengið til liðs við BBA//Fjeldco. Agla starfaði áður sem lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands og hefur víðtæka þekkingu á fyrirtækjalögfræði, einkum á sviðum stjórnarhátta og sjálfbærniregluverks og með ráðningu Öglu styrkir BBA//Fjeldco teymið þekkingu sína á þessu sviði og getu til þess að veita viðskiptavinum stofunnar enn heildstæðari ráðgjöf.

Agla Eir Vilhjálmsdóttir hefur gengið til liðs við BBA//Fjeldco. Agla starfaði áður sem lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands og hefur víðtæka þekkingu á fyrirtækjalögfræði, einkum á sviðum stjórnarhátta og sjálfbærniregluverks, auk þess sem hún stýrði meðal annars útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti og sat í samráðshópi útgefenda leiðbeininga stjórnarhátta í Evrópu og á Norðurlöndunum. Þá hélt Agla utan um starfsemi Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands sem framkvæmdastjóri, en hún situr nú í stjórn dómsins.

Agla er lögfræðingur frá lagadeild Háskólans í Reykjavík og hún útskrifaðist nýverið með LL.M. gráðu frá Columbia Law School í Bandaríkjunum. Í námi sínu við Columbia lagði Agla sérstaka áherslu á félagarétt, stjórnarhætti og sjálfbærniregluverk. Þá sat hún einnig í stjórn gerðardómssamtaka háskólans, Columbia Arbitration Association.

Með sívaxandi kröfum á fyrirtæki á sviði sjálfbærni, hefur eftirspurn eftir slíkri ráðgjöf að sama skapi aukist. Með ráðningu Öglu styrkir BBA//Fjeldco teymið þekkingu sína á þessu sviði og getu til þess að veita viðskiptavinum stofunnar enn heildstæðari ráðgjöf.

Lesa meira
Thelma Christel Kristjánsdóttir með erindi á haustráðstefnu Advania

Thelma Christel Kristjánsdóttir, lögfræðingur í tækni- og hugverka- og persónuverndarteymi stofunnar verður með erindi á haustráðstefnu Advania þann 4. september næstkomandi. Erindið bertitilinn “Netárásir: persónuleg ábyrgð stjórnenda”.

Thelma Christel Kristjánsdóttir, lögfræðingur í tækni- og hugverka- og persónuverndarteymi stofunnar verður með erindi á haustráðstefnu Advania þann 4. september næstkomandi. Erindið bertitilinn “Netárásir: persónuleg ábyrgð stjórnenda”.

Thelma er menntaður lögfræðingur frá lagadeild Háskóla Íslands og lauk nýverið LL.M gráðu í tækni-og hugverkarétti frá UC Berkeley. Í námi sínu í UC Berkeley einbeitti Thelma sér að rannsóknum á sviði gervigreindar, tölvuleikja, netöryggis, hugverkaréttinda og persónuverndar.

Lagaumhverfi netöryggismála og þær áskoranir sem því fylgja eru meðal hugðarefna Thelmu en hún er einn af helstu sérfræðingum landsins í þessum málaflokki og við hvetjum allt áhugafólk um málefnið til þess að horfa á kynninguna hjá Thelmu á miðvikudag.

Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna á heimasíðu Advania.

Lesa meira
Óskuldbindandi viljayfirlýsing frá John Bean Technologies Corporation um sameiningu við Marel hf.

BBA//Fjeldco eru lögfræðilegir ráðgjafar Marel hf., eins stærsta og verðmætasta fyrirtækis landsins sem skráð er á Nasdaq Iceland, í tengslum við móttöku félagsins á óskuldbindandi viljayfirlýsingu frá John Bean Technologies Corporation (JBT) um sameiningu félaganna tveggja síðla árs 2023. Ef yfirtakan gengur eftir yrði um að ræða stærstu yfirtöku á Íslandi frá árinu 2007.

BBA//Fjeldco eru lögfræðilegir ráðgjafar Marel hf., eins stærsta og verðmætasta fyrirtækis landsins sem skráð er á Nasdaq Iceland, í tengslum við móttöku félagsins á óskuldbindandi viljayfirlýsingu frá John Bean Technologies Corporation (JBT) um sameiningu félaganna tveggja síðla árs 2023.

Í janúar 2024 var tilkynnt opinberlega að JBT hygðist gera valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé í Marel í samræmi við ákvæði laga um yfirtökur. Okkar hlutverk tók til skjalagerðar, auk ráðgjafar um upplýsingaskyldu og áhrif yfirvofandi tilboðs á skyldur félagsins og stjórnar þess.

Um er að ræða sérstaklega flókin viðskipti þar sem alþjóðlegt eðli viðskiptanna skapaði ýmis nýstárleg álitamál, JBT og Marel eru keppinautar, Marel er skráð á Íslandi og er með stóran hluthafahóp á íslenskan mælikvarða, JBT er skráð í Bandaríkjunum og háð þeim kröfum sem gerðar eru þar, endurgjaldið sem JBT býður er blanda af JBT hlutabréfum og reiðufé. Þessi viðskipti eru eins umfangsmikil og flókin og þau gerast hér á landi og ef yfirtakan gengur eftir yrði um að ræða stærstu yfirtöku á Íslandi frá árinu 2007.

Lesa meira
Gerður Guðmundsdóttir gengur til liðs við skattateymi BBA//Fjeldco.

Gerður Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við BBA//Fjeldco. Hún starfaði áður hjá Skattinum á eftirlits- og rannsóknarsviði en þar áður hjá Skattrannsóknarstjóra og á skatta- og lögfræðisviði Deloitte. Hún hefur víðtæka reynslu af skattamálum og hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum tengdum því sviði. Það er mikill fengur fyrir BBA//Fjeldco að fá Gerði til liðs við okkar öfluga teymi. Hennar yfirgripsmikla þekking og sérfræðireynsla mun nýtast sérstaklega vel fyrir áframhaldandi vöxt teymisins sem hefur sinnt skattaráðgjöf samhliða lögfræðilegri ráðgjöf í mörgum af stærstu viðskiptum hér á landi síðastliðin ár.

Gerður Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við BBA//Fjeldco. Hún starfaði áður hjá Skattinum á eftirlits- og rannsóknarsviði en þar áður hjá Skattrannsóknarstjóra og á skatta- og lögfræðisviði Deloitte. Hún hefur víðtæka reynslu af skattamálum og hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum tengdum því sviði.

Gerður útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 þar sem hún sérhæfði sig í skatta- og félagarétti og  hlaut lögmannsréttindi árið 2017. Um þessar mundir er Gerður að ljúka tveggja ára meistaragráðu í skattarétti við Oxford háskóla.

Hún hefur einnig sinnt stundakennslu við lagadeild Háskóla Íslands í íslenskum og alþjóðlegum skattarétti og birt ritrýndar fræðigreinar. Jafnframt hefur hún sinnt stundakennslu í aðferðarfræði við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Það er mikill fengur fyrir BBA//Fjeldco að fá Gerði til liðs við okkar öfluga teymi. Hennar yfirgripsmikla þekking og sérfræðireynsla mun nýtast sérstaklega vel fyrir áframhaldandi vöxt teymisins sem hefur sinnt skattaráðgjöf samhliða lögfræðilegri ráðgjöf í mörgum af stærstu viðskiptum hér á landi síðastliðin ár.

Lesa meira
Við óskum Oculis til hamingju með tvískráninguna og árangursríka fjármögnun

Hlutabréf Oculis hafa verið tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi en félagið er nú þegar skráð á markað Nasdaq í New York og er annað íslenska félagið til að vera tvískráð á Íslandi og í Bandaríkjunum. Fyrir skráningu hlutabréfa Oculis lauk félagið einnig fjármögnun að jafnvirði u.þ.b. 8 milljarða króna eða sem svarar um 137 milljónum Bandaríkjadala í lokuðu útboði. Hlutabréfin voru seld til breiðs hóps innlendra og erlendra fjárfesta og voru lífeyrissjóðir þar á meðal.

Oculis er alþjóðlegt líftæknifyrirtæki með íslenskar rætur sem hefur það að markmiði að þróa augnlyf sem bæta sjón og draga úr einkennum alvarlegra augnsjúkdóma. Skráning Oculis á aðalmarkað mun auka sýnileika þess og gefa íslenskum fjárfestum aukið tækifæri til að styðja við vegferð félagsins um að bæta augnheilsu með byltingarkenndri tækni.

BBA//Fjeldco veitti Oculis lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við fjármögnunina og skráningu hlutabréfa Oculis á Aðalmarkað Nasdaq Íslandi. Um leið og við þökkum fyrir farsælt samstarf óskum við stjórnendum og starfsmönnum félagsins innilega til hamingju með áfangann.

Hlutabréf Oculis hafa verið tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi en félagið er nú þegar skráð á markað Nasdaq í New York og er annað íslenska félagið til að vera tvískráð á Íslandi og í Bandaríkjunum. Fyrir skráningu hlutabréfa Oculis lauk félagið einnig fjármögnun að jafnvirði u.þ.b. 8 milljarða króna eða sem svarar um 137 milljónum Bandaríkjadala í lokuðu útboði. Hlutabréfin voru seld til breiðs hóps innlendra og erlendra fjárfesta og voru lífeyrissjóðir þar á meðal.

Oculis er alþjóðlegt líftæknifyrirtæki með íslenskar rætur sem hefur það að markmiði að þróa augnlyf sem bæta sjón og draga úr einkennum alvarlegra augnsjúkdóma. Skráning Oculis á aðalmarkað mun auka sýnileika þess og gefa íslenskum fjárfestum aukið tækifæri til að styðja við vegferð félagsins um að bæta augnheilsu með byltingarkenndri tækni.

BBA//Fjeldco veitti Oculis lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við fjármögnunina og skráningu hlutabréfa Oculis á Aðalmarkað Nasdaq Íslandi. Um leið og við þökkum fyrir farsælt samstarf óskum við stjórnendum og starfsmönnum félagsins innilega til hamingju með áfangann.

Lesa meira
BBA//Fjeldco metin í hæsta gæðaflokki hjá hinu virta alþjóðlega matsfyrirtæki Legal500

Hið virta alþjóðlega matsfyrirtæki Legal500 hefur nú birt niðurstöður sínar fyrir árið 2024 og það er gleðiefni að greina frá því að BBA//Fjeldco hefur enn á ný  verið metin í hæsta gæðaflokki. Þá er sérlega ánægjulegt hversu margir lögmenn stofunnar eru jafnframt metnir leiðandi á sínum sviðum. Ár eftir ár leggur Legal500 í mikla rannsóknarvinnu við að vega og meta lögmannstofur í fremstu röð í 120 umdæmum víða um heim og byggir matið meðal annars á þeim málum sem stofur hafa sinnt hverju sinni ásamt ítarlegum viðtölum við lögmenn og viðskiptavini stofunnar.  

„The BBA//Fjeldco team has unparalleled experience in legal advice in Iceland when it comes to M&A, any Capital Markets transactions, cross-boarder deals and really any larger transactions.“

Hið virta alþjóðlega matsfyrirtæki Legal500 hefur nú birt niðurstöður sínar fyrir árið 2024 og það er gleðiefni að greina frá því að BBA//Fjeldco hefur enn á ný  verið metin í hæsta gæðaflokki. Þá er sérlega ánægjulegt hversu margir lögmenn stofunnar eru jafnframt metnir leiðandi á sínum sviðum. Ár eftir ár leggur Legal500 í mikla rannsóknarvinnu við að vega og meta lögmannstofur í fremstu röð í 120 umdæmum víða um heim og byggir matið meðal annars á þeim málum sem stofur hafa sinnt hverju sinni ásamt ítarlegum viðtölum við lögmenn og viðskiptavini stofunnar.  

„The BBA//Fjeldco team has unparalleled experience in legal advice in Iceland when it comes to M&A, any Capital Markets transactions, cross-boarder deals and really any larger transactions.“

Stofan hefur verið metin í fremstu röð í 8 af sínum sérsviðum og fær BBA//Fjeldco toppeinkunn í banka-, fjármála- og verðbréfamarkaðsrétti, félaga- og fyrirtækjarétti, samrunum og yfirtökum, skattarétti, og endurskipulagningu fyrirtækja og gjaldþrotarétti. Þá þykir BBA//Fjeldco einnig skara fram úr á sviði deilumála, vinnuréttar, fasteigna- og verktakaréttar, sem og hugverka- og upplýsingatæknirétti.

Margir af okkar sérfræðingum hafa verið metnir af Legal500 sem fremstir á sínu sviði. Halldór Karl Halldórsson þykir leiðandi á sviði banka-, fjármála- og verðbréfamarkaðsréttar og þeir Ásgeir Ragnarsson og Bjarki Diego eru tilnefndir í svokallaða frægðarhöll, eða “Hall of Fame”, á sama sviði. Stefán Reykjalín, er valinn í flokk næstu kynslóðar, eða “Next Generation Partner”, í ár og þá mælir Legal500 einnig með Gunnari Þór Þórarinssyni á þessu sviði.

“ BBA//Fjeldco have a very solid team and vast experience when it comes to banking and finance in particular. They are generally involved in almost all major transactions in Iceland for a good reason: Their signature quick, no frills advice, which is always well grounded and professional.”

Ásgeir Ragnarsson og Baldvin Björn Haraldsson eru metnir leiðandi á sviði félaga- og fyrirtækjaréttar, samruna og yfirtaka, og Einar Baldvin Árnason er tilnefndur í frægðarhöllina, eða “Hall of Fame”. Þá þykir Halldór Karl Halldórsson jafnframt skara fram úr á þessu sviði.

Páll Jóhannesson, skattasérfræðingur stofunnar, er metinn leiðandi í skattarétti og þá mælir Legal500 einnig með Austra Þorsteinssyni, fulltrúa í skattateymi BBA//Fjeldco, á þessu sviði.

Þeir Einar Baldvin Árnason, Gunnar Þór Þórarinsson og Baldvin Björn Haraldsson þykja allir skara fram úr á sviði endurskipulagningu fyrirtækja og gjaldþrotaréttar.

Þórir Júlíusson, yfirmaður málflutningssviðs BBA//Fjeldco, er nefndur sem leiðandi á sínu sviði og þá mælir Legal500 einnig með þeim Kára Ólafssyni og Baldvini Birni Haraldssyni þegar kemur að deilumálum.

Legal500 mælir með bæði Kára Ólafssyni og Þóri Júlíussyni þegar kemur að vinnurétti og Ásta Margrét Eiríksdóttir, fulltrúi sem hóf störf hjá BBA//Fjeldco árið 2016, þykir einnig afar efnileg á þessu sviði.

Tómas Magnús Þórhallsson hefur verið nefndur eigandi næstu kynslóðar, eða “Next Generation Partner”, á sviði fasteigna- og verktakaréttar og þá er einnig mælt með Kára Ólafssyni og Jóhanni Magnúsi Jóhannssyni, sem og fulltrúunum Friðberti Þór Ólafssyni og Ástu Margréti Eiríksdóttur.

Hafliði Kristján Lárusson og Thelma Christel Kristjánsdóttir úr tækni- og hugverkateymi BBA//Fjeldco þykja bæði skara fram úr á sviði hugverka- og upplýsingatækniréttar.

"The quality and capability of BBA//Fjeldco law firm is exceptional. I’ve worked with many partners and associates within the company and all have delivered what was expected, and often more. They are personal and professional, which is a blend that I like."

Við erum virkilega þakklát viðskiptavinum stofunnar fyrir að taka þátt í viðtölum Legal500 og þeirra umsagnir sýna sig í góðum árangri stofunnar ár eftir ár hjá alþjóðlegum matsfyrirtækjum. Þessar frábæru umsagnir staðfesta afburðaþekkingu okkar teymis og þá gæðaþjónustu sem við veitum okkar viðskiptavinum ár eftir ár.  

Hér má lesa heildarumsögn Legal500 um BBA//Fjeldco fyrir árið 2024.

Lesa meira
Chambers Europe metur BBA//Fjeldco sem leiðandi fyrirtæki

Hið virta alþjóðlega matsfyrirtæki Chambers Europe, sem þekkt er fyrir ítarlegar markaðsrannsóknir, hefur nú gefið út umsagnir sínar fyrir árið 2024 og það gleður okkur að greina frá því að BBA//Fjeldco hefur enn á ný verið metin sem leiðandi stofa á sviði fyrirtækja– og fjármálalögfræði (e. “Leading Firm”). BBA//Fjeldco fær fyrsta flokks einkunn í 2024 útgáfu Chambers Europe, Band 1, en þetta undirstrikar þann metnað og þá yfirgripsmiklu þekkingu sem okkar frábæra teymi býr yfir. Þá eru jafnframt fjórir af eigendum stofunnar tilgreindir sem leiðandi lögmenn (e. Notable Practioners).

Hið virta alþjóðlega matsfyrirtæki Chambers Europe, sem þekkt er fyrir ítarlegar markaðsrannsóknir, hefur nú gefið út umsagnir sínar fyrir árið 2024 og það gleður okkur að greina frá því að BBA//Fjeldco hefur enn á ný verið metin sem leiðandi stofa á sviði fyrirtækja– og fjármálalögfræði (e. “Leading Firm”).

“BBA//Fjeldco bregðast skjótt við og veita skýra ráðgjöf þar sem hismið er skilið frá kjarnanum. Stofan býr yfir sterku, skilvirku og fjölbreyttu teymi sem vinnur sem eitt.”

BBA//Fjeldco fær fyrsta flokks einkunn í 2024 útgáfu Chambers Europe, Band 1, en þetta undirstrikar þann metnað og þá yfirgripsmiklu þekkingu sem okkar frábæra teymi býr yfir. Þá eru jafnframt fjórir af eigendum stofunnar tilgreindir sem leiðandi lögmenn (e. Notable Practioners) – Einar Baldvin Árnason, Baldvin Björn Haraldsson, Halldór Karl Halldórsson og Ásgeir Ragnarson. Þá þykir Þórir Júlíusson, eigandi og yfirmaður málflutningssviðs BBA//Fjeldco, einstaklega efnilegur á sínu sviði.

Við erum virkilega ánægð með þessar góðu umsagnir sem eru svo sannarlega hvetjandi fyrir okkar frammúrskarandi teymi, sem hefur það stöðugt að leiðarljósi að veita ávallt fyrsta flokks þjónustu.

Allar frekari upplýsingar um matið má finna á heimasíðu Chambers and Partners.

Lesa meira
John Van de North til BBA//Fjeldco

BBA//Fjeldco í Bretlandi heldur áfram að stækka en bandaríski lögmaðurinn John Van de North hefur gengið til liðs við BBA//Fjeldco sem eigandi og mun starfa á skrifstofu félagsins í Mayfair í London. Hann kemur frá Goodwin, bandarískri alþjóðlegri lögmannstofu í London þar sem hann var eigandi í einkafjármögnunarteymi stofunnar. Alþjóðlegt teymi BBA//Fjeldco styrkist ár frá ári og festir ráðningin stofuna enn frekar í sessi sem skýran fyrsta valkost við val á ráðgjafa í alþjóðlegum verkefnum. Við bjóðum John kærlega velkominn til starfa.

BBA//Fjeldco í Bretlandi heldur áfram að stækka en bandaríski lögmaðurinn John Van de North hefur gengið til liðs við BBA//Fjeldco sem eigandi og mun starfa á skrifstofu félagsins í Mayfair í London.

John hefur búið og starfað í London síðan 1998 og býr að 25 ára reynslu af ráðgjöf á sviði einkafjármögnunar (e. private equity) og áhættufjármögnunar (e. venture capital) í tengslum við stór alþjóðleg fjárfestingar- og fjármögnunarverkefni, endurskipulagningu fyrirtækja o.fl. beggja vegna Atlantsála.

Hann kemur frá Goodwin, bandarískri alþjóðlegri lögmannstofu í London þar sem hann var eigandi í einkafjármögnunarteymi stofunnar. Þar áður var hann eigandi hjá alþjóðlegu stofunum Kirkland & Ellis og O‘Melveny & Myers, og ráðgefandi hjá Sidley & Austin. Þá var hann einnig forstöðumaður lögfræðisviðs og viðskiptaþróunar fyrirtækis á sviði endurnýjanlegrar orku í Kaliforníu í Bandaríkjunum árin 2012-2017. John er einn stofnenda góðgerðarstofnunarinnar Girls are Investors (GAIN) í Bretlandi en tilgangur þess er að auka þátttöku kvenna í stjórnun fjárfestinga.

„Það gleður mig að slást í hópinn með vinum mínum hjá BBA//Fjeldco og stuðla að frekari vexti starfseminnar í London. Ég hef lengi fylgst með íslensku viðskiptalífi og hef heillast af þeim krafti og hugviti sem þar býr. Lega landsins í norðri miðja vegu milli Ameríku og Evrópu gerir Ísland að ákjósanlegum upphafspunkti fyrir fjárfestingar á Norðurslóðum,“ segir John Van de North.

„Það er gríðarlegur fengur fyrir BBA//Fjeldco að fá John til liðs við stofuna. Hann kemur inn með sérþekkingu og reynslu sem er ekki að finna á öðrum íslenskum lögmannsstofum og mun þannig styrkja þjónustu BBA//Fjeldco við bæði íslenska og erlenda viðskiptavini,“ segir Gunnar Þór Þórarinsson, forstöðumaður BBA//Fjeldco í London.

Alþjóðlegt teymi BBA//Fjeldco styrkist ár frá ári og festir ráðningin stofuna enn frekar í sessi sem skýran fyrsta valkost við val á ráðgjafa í alþjóðlegum verkefnum.

Við bjóðum John kærlega velkominn til starfa.

Lesa meira
Alvotech gengur að 22,8 milljarða tilboði í hlutabréf í félaginu eftir að hafa fengið leyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu við Humira frá FDA í Bandaríkjunum

Þann 26. febrúar síðastliðinn, í kjölfar þess að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) veitti félaginu leyfi til sölu- og markaðssetningar á Simlandi, líftæknilyfjahliðstæðu við gigtarlyfið Humira, tilkynnti Alvotech að félagið hefði gengið að tilboði frá hópi fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila um sölu á hlutabréfum að verðmæti um 22,8 milljarða króna. BBA//Fjeldco veitti Alvotech lögfræðilega ráðgjöf vegna sölu á hlutabréfunum.

Þann 26. febrúar síðastliðinn, í kjölfar þess að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) veitti félaginu leyfi til sölu- og markaðssetningar á Simlandi, líftæknilyfjahliðstæðu við gigtarlyfið Humira, tilkynnti Alvotech að félagið hefði gengið að tilboði frá hópi fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila um sölu á hlutabréfum að verðmæti um 22,8 milljarða króna.

Alvotech er líftæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á líftæknihliðstæðulyfjum fyrir sjúklinga um allan heim og var fyrsta íslenska fyrirtækið sem var skráð á hlutabréfamarkað bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum.

BBA//Fjeldco veitti Alvotech lögfræðilega ráðgjöf vegna sölu á hlutabréfunum og óskar stjórnendum og starfsfólki til hamingju með þennan áfanga í vegferð félagsins í átt að auknu aðgengi sjúklinga um allan heim að hágæða líftæknilyfjum og við að koma líftæknilyfjahliðstæðum Alvotech á markaði á heimsvísu.

Lesa meira
BBA//Fjeldco voru ráðgjafar Landsbankans og Fossa fjárfestingarbanka vegna lokaðs útboðs nýs hlutafjár í Amaroq Minerals Ltd.

BBA//Fjeldco voru ráðgjafar Landsbankans og Fossa fjárfestingarbanka vegna lokaðs útboðs nýs hlutafjár í Amaroq Minerals Ltd. Útboðið var vel heppnað en upprunalega var horft til þess að safna um 5,2 milljörðum króna, sem síðan var stækkað í um 7,6 milljarða króna vegna verulegrar umframeftirspurnar.

BBA//Fjeldco voru ráðgjafar Landsbankans og Fossa fjárfestingarbanka vegna lokaðs útboðs nýs hlutafjár í Amaroq Minerals Ltd. Útboðið var vel heppnað en upprunalega var horft til þess að safna um 5,2 milljörðum króna, sem síðan var stækkað í um 7,6 milljarða króna vegna verulegrar umframeftirspurnar. Hlutverk BBA//Fjeldco í útboðinu fólst í því að annast alla skjalagerð milli félagsins og bankanna og á milli félagsins og fjárfesta. Þá aðstoðaði BBA//Fjeldco bankanna við markaðsþreifingarferlið, sem og að safna áskriftum fyrir hönd félagsins og tilkynna um úthlutun.

Lesa meira
Viðtal í Morgunblaðinu við Pál Jóhannesson um skort á gagnsæi í skattamálum

Páll Jóhannesson, meðeigandi og yfirmaður skattasviðs stofunnar, var til viðtals í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í lok janúar og ræddi þar um vandkvæði vegna skorts á gagnsæi í skattamálum.

Páll Jóhannesson, meðeigandi og yfirmaður skattasviðs stofunnar, var til viðtals í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í lok janúar og ræddi þar um vandkvæði vegna skorts á gagnsæi í skattamálum og þörfina fyrir bætt samskipti milli eftirlitsaðila og atvinnulífsins. Helsti styrkleiki Íslands ætti að felast í jákvæðu viðhorfi til atvinnuuppbyggingar og erlendra fjárfestinga, stuttum boðleiðum og góðum samskiptum. Þá nefnir Páll sérstaklega að brýn nauðsyn sé að taka á óljósum mörkum og skorti á jafnræði í meðferð skattamála.

Lesa meira
BBA//Fjeldco og Arion Banki halda ráðstefnu um framtíðartækifæri á norðurslóðum

Þann 8. nóvember síðastliðinn héldu BBA//Fjeldco og Arion Banki ráðstefnu um framtíðartækifæri á norðurslóðum   , „Investment Opportunities in the Arctic.” Þar voru mættir fulltrúar frá mörgum helstu fyrirtækjum á svæðinu og kynntu þeir starfsemi sína ásamt framtíðarsýn þeirra fyrir norðurslóðir, með nýsköpun og sjálfbærni að leiðarljósi.

Þann 8. nóvember síðastliðinn héldu BBA//Fjeldco og Arion Banki ráðstefnu um framtíðartækifæri á norðurslóðum   , „Investment Opportunities in the Arctic.” Þar voru mættir fulltrúar frá mörgum helstu fyrirtækjum á svæðinu og kynntu þeir starfsemi sína ásamt framtíðarsýn þeirra fyrir norðurslóðir, með nýsköpun og sjálfbærni að leiðarljósi. BBA//Fjeldco er leiðandi lögmannsstofa á norðurslóðum og auk þess að veita hefðbundna lögfræðiráðgjöf, sérhæfum við okkur í að tengja fólk og tækifæri. Þessi árlega ráðstefna skapar umræðuvettvang fyrir málefni norðurskautssvæðisins milli þeirra sem móta stefnur og fulltrúa viðskiptalífsins.

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti Íslands og stjórnarformaður Hringborðs Norðurslóða (e. Arctic Circle), var aðalfyrirlesari ráðstefnunnar og í ræðu sinni bar hann saman norðurskautið og ameríska vestrið í byrjun 20. aldarinnar, og ræddi hlutverk Íslands í framtíðarþróun þess. Aðrir ræðumenn voru Iða Brá Benediktsdóttir frá Arion Banka, Guðmundur Fertram Sigurjónson frá Kerecis, Jón Sigurðsson frá Stoðum, Haukur Harðarsson frá Arctic Green, Jens Meinhard Rasmussen frá Smyril Line, Hjörtur Erlendsson frá Hampiðjunni og Magnús Harðarsson frá Nasdaq Iceland. Fundarstjóri var Friðrika Geirsdóttir. Gunnar Þór Þórarinsson, forstöðumaður skrifstofu BBA//Fjeldco í London, og Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion Banka, slitu svo ráðstefnunni.

Ráðstefnan var vel heppnuð og mæting var góð, það var gaman að sjá hversu margir sýndu norðurslóðum og framtíð þeirra áhuga.

Lesa meira
Grein um notkun gervigreindar eftir Thelmu Christel Kristjánsdóttur í Viðskiptablaðinu

Thelma Christel Kristjánsdóttir, fulltrúi í tækni-, hugverka- og persónuverndarteymi stofunnar, skrifar um notkun gervigreindar í Viðskiptablaðinu og möguleg áhrif á vernd hugverkaréttinda fyrirtækja, einkum höfundarétt og viðskiptaleyndarmál.  Það skiptir stöðugt meira máli að hafa í huga þegar helstu verðmæti margra fyrirtækja felast í hugverkum þeirra.

Takmarkalaus notkun gervigreindar getur einnig leitt til öryggisbrests í skilningi persónuverndarlaga og ef það er gert með vitund og vilja fyrirtækis gæti það jafnvel falið í sér ólögmæta miðlun persónuupplýsinga. Thelma Christel mælir með því að fyrirtæki útbúi umgjörð fyrir starfsfólk og stjórnendur, til dæmis með því að setja sér svokallaða gervigreindarstefnu og einnig að auka fræðslu starfsfólks.

Thelma Christel Kristjánsdóttir, fulltrúi í tækni-, hugverka- og persónuverndarteymi stofunnar, skrifar um notkun gervigreindar í Viðskiptablaðinu.  

Í greininni fjallar Thelma Christel um notkun gervigreindar, sem getur haft veruleg áhrif á vernd hugverkaréttinda fyrirtækja, einkum höfundarétt og viðskiptaleyndarmál.  Það skipti stöðugt meira máli að hafa í huga þegar helstu verðmæti margra fyrirtækja felast í hugverkum þeirra.

Takmarkalaus notkun gervigreindar getur einnig leitt til öryggisbrests í skilningi persónuverndarlaga, t.a.m. ef starfsfólk setur minnisblöð eða tölvupósta með persónuupplýsingum inn í gervigreindarforrit. Ef það er gert með vitund og vilja fyrirtækis gæti það jafnvel falið í sér ólögmæta miðlun persónuupplýsinga.

Thelma Christel mælir með því að fyrirtæki útbúi umgjörð fyrir starfsfólk og stjórnendur, til dæmis með því að setja sér svokallaða gervigreindarstefnu og einnig að auka fræðslu starfsfólks. Þannig sé hægt að hámarka ágóðann sem felst í gervigreind á meðan hugað er að vernd hugverkaréttinda og persónuupplýsinga starfsfólks og viðskiptavina.

Það má lesa greinina í heild sinni á heimasíðu Viðskiptablaðsins hér.

Lesa meira
Evrópska orkuhandbókin 2023-2024

Herbert Smith Freehills hafa gefið út uppfærða útgáfu af Evrópsku orkuhandbókinni og veitir þessi yfirgripsmikla handbók innsýn inn í nýlega þróun innan orkugeirans í lögsögum 41 Evrópuríkis og fer yfir mikilvæg málefni s.s. orkustefnu Evrópusambandsins, upptöku græns sáttmála Evrópusambandsins (European Green Deal) og endurskoðun orkumarkaðar Evrópusambandsins. Orkuteymi BBA//Fjeldco skrifaði kafla fyrir handbókina um orkurétt á Íslandi og framgang á íslenskum orkumarkaði sem veitir góða innsýn í orkumálefni í landinu. Meðal efnistaka eru sjálfbærni, orkuskipti og áhugaverð nýsköpun, s.s. binding og geymsla á koldíoxíð (CO2) úr andrúmsloftinu.

Herbert Smith Freehills hafa gefið út uppfærða útgáfu af Evrópsku orkuhandbókinni, og er þetta tólfta útgáfa bókarinnar.  Þessi yfirgripsmikla handbók veitir innsýn inn í nýlega þróun innan orkugeirans í lögsögum 41 Evrópuríkis og fer yfir mikilvæg málefni s.s. orkustefnu Evrópusambandsins, upptöku græns sáttmála Evrópusambandsins (European Green Deal) og endurskoðun orkumarkaðar Evrópusambandsins. Handbókin er mikilvæg öllum sem vilja fylgjast náið með orkumálum, sem eru í stöðugri þróun, enda má þar finna umfjöllun um atriði eins loftslagsbreytingar, orkuskipti og aðrar áskoranir sem málaflokkurinn stendur frammi fyrir.

Orkuteymi BBA//Fjeldco skrifaði kafla fyrir handbókina um orkurétt á Íslandi og framgang á íslenskum orkumarkaði sem veitir góða innsýn í orkumálefni í landinu. Meðal efnistaka eru sjálfbærni, orkuskipti og áhugaverð nýsköpun, s.s. binding og geymsla á koldíoxíð (CO2) úr andrúmsloftinu. Þess má einnig geta að Antoine Lochet, yfirmaður Elements by BBA//Fjeldco, tók þátt í pallborðsumræðum á útgáfuhófi handbókarinnar á skrifstofu Herbert Smith Freehills í London þann 25. október 2023.

Hægt er að nálgast Evrópsku orkuhandbókina 2023-2024 á heimasíðu Herbert Smith Freehills.

Lesa meira
BBA//Fjeldco hlýtur hæstu einkunn frá IFLR1000

Matsfyrirtækið IFLR 1000 hefur birt niðurstöður sínar fyrir árið 2023 og það gleður okkur að deila því að stofan og margir af okkar hæfileikaríku lögmönnum hafa enn á ný verið metin í hæsta gæðaflokki. Stofan hlýtur fyrsta flokks einkunn í útgáfu þessa árs og þykir framúrskarandi á þeim sviðum sem metin eru hér á landi eða á sviði fyrirtækja- og fjármálaréttar, og á sviði orkumála. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu IFLR1000. IFLR 1000 er virt alþjóðlegt matsfyrirtæki sem sérhæfir sig í að meta stofur og lögmenn á sviði fyrirtækja- og fjármálaréttar.

Matsfyrirtækið IFLR 1000 hefur birt niðurstöður sínar fyrir árið 2023 og það gleður okkur að deila því að stofan og margir af okkar hæfileikaríku lögmönnum hafa enn á ný verið metin í hæsta gæðaflokki.

“BBA//Fjeldco voru einstaklega úrræðagóð og lausnamiðuð, og ómetanleg lögfræðiaðstoð  leiddi okkur í gegnum flóknar aðstæður.”

BBA//Fjeldco hlýtur fyrsta flokks einkunn í útgáfu þessa árs og þykir framúrskarandi á þeim sviðum sem metin eru hér á landi eða á sviði fyrirtækja- og fjármálaréttar, og á sviði orkumála. Matsfyrirtækið tilgreinir einnig eftirfarandi lögmenn stofunnar sem einstaklega færa á sínu sviði: Anna Björg Guðjónsdóttir, Emma Hickman og Stefán Reykjalín teljast til “Rising Stars”, Claire Broomhead og Antoine Lochet sem “Notable Practioners” og Bjarki H. Diego, Ásgeir Ragnarsson og Einar Baldvin Árnason sem “Highly Regarded”. Þá eru Halldór Karl Halldórsson og Baldvin Björn Haraldsson tilteknir sem “Market Leaders”. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu IFLR1000.

IFLR 1000 er virt alþjóðlegt matsfyrirtæki sem sérhæfir sig í að meta stofur og lögmenn á sviði fyrirtækja- og fjármálaréttar.

Lesa meira
Ráðstefna um endurnýjanlega orku í Reykjavík 18. september 2023

BBA//Fjeldco í samstarfi við Advanced LLM in Energy Law (NSELP) halda ráðstefnu um lykilmálefni er snerta endurnýjanlega orku þann 18. september næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica milli 13:30 og 17:00, og hvetjum við allt áhugafólk um málefnið til að mæta. Á meðal þess sem fjallað verður um eru loftslagsbreytingar, orkuskipti, jarðhiti, hitaveitur og vindorka. Meðal þeirra sem koma fram eru Daniel Bodansky, prófessor við Arizona State University, Hilmar Gunnlaugsson, formaður starfshóps um nýtingu vindorku og Antoine Lochet sérfræðingur í orkurétti og forstöðumaður orkuteymis BBA//Fjeldco (dagskrá ráðstefnunnar í heild).

Hægt er að skrá sig á heimasíðu NESLP hér en skráningu lýkur þann 15. september. Vinsamlegast athugið að það verður ekki hægt að fylgjast með ráðstefnunni á netinu.

BBA//Fjeldco í samstarfi við Advanced LLM in Energy Law (NSELP) halda ráðstefnu um lykilmálefni er snerta endurnýjanlega orku þann 18. september næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica milli 13:30 og 17:00, og hvetjum við allt áhugafólk um málefnið til að mæta. Á meðal þess sem fjallað verður um eru loftslagsbreytingar, orkuskipti, jarðhiti, hitaveitur og vindorka. Meðal þeirra sem koma fram eru Daniel Bodansky, prófessor við Arizona State University, Hilmar Gunnlaugsson, formaður starfshóps um nýtingu vindorku og Antoine Lochet sérfræðingur í orkurétti og forstöðumaður orkuteymis BBA//Fjeldco. Auk þess munu eftirfarandi fulltrúar NSELP fjalla um nýtingu vindorku frá heilstæðu sjónarhorni: Silke Goldberg frá háskólanum í Groningen, John Paterson frá Aberdeenháskóla, Catherine Banet frá háskóalnum í Osló og Beatriz Martinez Romera frá Kaupmannahafnarháskóla (dagskrá ráðstefnunnar í heild).

Hægt er að skrá sig á heimasíðu NESLP hér en skráningu lýkur þann 15. september. Vinsamlegast athugið að það verður ekki hægt að fylgjast með ráðstefnunni á netinu.

Lesa meira
Coloplast hefur fest kaup á öllu hlutafé í sprotafyrirtækinu Kerecis.

BBA//Fjeldco veitti danska fyrirtækinu Coloplast lagalega ráðgjöf við kaup þeirra á öllu hlutafé í vestfirska sprotafyrirtækinu Kerecis sem hefur getið sér góðs orðs fyrir framleiðslu á lækningavörum framleiddum úr þorskroði til meðhöndlunar á þrálátum sárum og brunasárum. Fyrirtækið var metið á allt að 1.3 milljarða Bandaríkjadala í kaupunum, sem gerir Kerecis að hinum fyrsta svokallaða "einhyrningi" Íslands og kaupin sömuleiðis með þeim stærstu í sögunni.

BBA//Fjeldco veitti danska stórfyrirtækinu Coloplast lagalega ráðgjöf við kaup þess á öllu hlutafé í Kerecis. Fyrirtækið var metið á allt að 1.3 milljarða Bandaríkjadala í kaupunum, sem gerir Kerecis að hinum fyrsta svokallaða "einhyrningi" Íslands og kaupin sömuleiðis með þeim stærstu í sögunni. Kerecis var stofnað á Ísafirði, þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru enn staðsettar, og hefur vaxið ört undanfarin ár. Það sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á lækningavörum úr þorskroði til meðhöndlunar á þrálátum sárum og brunasárum. Coloplast er leiðandi á alþjóðamarkaði í sölu og markaðssetningu á hjúkrunarvörum sem bæta og auka lífsgæði fólks með sértæka sjúkdóma.

Sterk staða Kerecis á mörkuðum í Bandaríkjunum ásamt því að Coloplast er danskt fyrirtæki jók á flækjustig áreiðanleikakönnunar og samningagerðar en aðilar kaupanna nutu að sama skapi reynslu BBA//Fjeldco af gerð alþjóðlegra viðskiptasamninga.

BBA//Fjeldco óskar bæði Coloplast og Kerecis til hamingju með vel heppnuð kaup og eins viljum við þakka Kromann Reumert og PwC fyrir gott samstarf en fyrirtækin veittu Coloplast einnig ráðgjöf við kaupin. Að lokum viljum við líka þakka öðrum ráðgjöfum sem komu að kaupunum en það voru LOGOS lögmannsþjónusta, Wilson Sonsini Goodrich & Rosati, J.P. Morgan og Deloitte.

Lesa meira
Thelma Christel gengur til liðs við BBA//Fjeldco

Thelma Christel Kristjánsdóttir hefur gengið til liðs við BBA//Fjeldco. Thelma starfaði áður í tækni-, hugverka- og persónuverndarteymi LEX lögmannsstofu þar sem hún veitti m.a. ráðgjöf á sviði persónuverndar og tækniréttar til innlendra og alþjóðlegra fyrirtækja.  

Thelma er menntaður lögfræðingur frá lagadeild Háskóla Íslands og lauk nýverið LL.M gráðu í tækni-og hugverkarétti frá UC Berkeley. Í námi sínu í UC Berkeley einbeitti Thelma sér að rannsóknum á sviði gervigreindar, tölvuleikja, netöryggis, hugverkaréttinda og persónuverndar. Þá var hún einnig meðlimur í Digital Rights Project við Berkeley sem vinna með bandarískum góðgerðarfélögum að því að efla persónuvernd Bandaríkjamanna með því að veita ókeypis lögfræðiþjónustu.  

Thelma sinnir stundakennslu við lagadeild Háskóla Íslands og mun einnig sinna stundakennslu við Háskólann á Bifröst á næsta ári. Einnig situr hún í ráðgjafarnefnd Bonterms, nýsköpunarfyrirtækis í San Francisco, sem vinnur að því að útbúa staðlaða samningsskilmála fyrir fyrirtæki.

Ráðning Thelmu mun efla tækni- og hugverka- og persónuverndarteymi BBA//Fjeldco með þekkingu sinni og reynslu af evrópskri og bandarískri persónuvernd, gervigreind og hugverkarétti en eftirspurn eftir slíkri þjónustu fer sífellt vaxandi með aukinni notkun gervigreindar og öflun persónuupplýsinga í daglegu lífi.

Thelma Christel Kristjánsdóttir hefur gengið til liðs við BBA//Fjeldco. Thelma starfaði áður í tækni-, hugverka- og persónuverndarteymi LEX lögmannsstofu þar sem hún veitti m.a. ráðgjöf á sviði persónuverndar og tækniréttar til innlendra og alþjóðlegra fyrirtækja.  

Thelma er menntaður lögfræðingur frá lagadeild Háskóla Íslands og lauk nýverið LL.M gráðu í tækni-og hugverkarétti frá UC Berkeley. Í námi sínu í UC Berkeley einbeitti Thelma sér að rannsóknum á sviði gervigreindar, tölvuleikja, netöryggis, hugverkaréttinda og persónuverndar. Þá var hún einnig meðlimur í Digital Rights Project við Berkeley sem vinna með bandarískum góðgerðarfélögum að því að efla persónuvernd Bandaríkjamanna með því að veita ókeypis lögfræðiþjónustu.  

Thelma sinnir stundakennslu við lagadeild Háskóla Íslands og mun einnig sinna stundakennslu við Háskólann á Bifröst á næsta ári. Einnig situr hún í ráðgjafarnefnd Bonterms, nýsköpunarfyrirtækis í San Francisco, sem vinnur að því að útbúa staðlaða samningsskilmála fyrir fyrirtæki.

Ráðning Thelmu mun efla tækni- og hugverka- og persónuverndarteymi BBA//Fjeldco með þekkingu sinni og reynslu af evrópskri og bandarískri persónuvernd, gervigreind og hugverkarétti en eftirspurn eftir slíkri þjónustu fer sífellt vaxandi með aukinni notkun gervigreindar og öflun persónuupplýsinga í daglegu lífi.

Lesa meira
Horn IV slhf. hefur samið um kaup á 45% hlut í REA ehf.

Horn IV slhf., 15 milljarða framtakssjóður í rekstri Landsbréfa hf., hefur samið um kaup á 45% hlut í REA ehf., sem á íslensku flugafgreiðslufyrirtækin Airport Associates og SouthAir. Félögin gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi Keflavíkurflugvallar og með kaupunum verður Horn IV slhf. stærsti einstaki hluthafi REA ehf. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Horn IV slhf., 15 milljarða framtakssjóður í rekstri Landsbréfa hf., hefur samið um kaup á 45% hlut í REA ehf., sem á íslensku flugafgreiðslufyrirtækin Airport Associates og SouthAir. Félögin gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi Keflavíkurflugvallar og með kaupunum verður Horn IV slhf. stærsti einstaki hluthafi REA ehf. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

BBA//Fjeldco veitti Horni IV slhf. lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við umrædd kaup og óskar kaupendum og seljendum til hamingju með viðskiptin.

Lesa meira
Hjólasöfnun Barnaheilla 13.-19. maí 2023

Við hjá BBA//Fjeldco ætlum að taka þátt í hjólasöfnun Barnaheilla dagana 13-19. maí og er átakið unnið í samvinnu við Reiðhjólabændur. Markmiðið er að safna hjólum af öllum stærðum og gerðum sem eru að safna ryki í geymslum hjá viðskiptavinum okkar, vinum og fjölskyldum, og gefa þau börnum og fjölskyldum þeirra sem hingað til hafa ekki átt þess kost að eignast reiðhjól. Sérfræðingarnir hjá Reiðhjólabændum munu gera við hjólin eftir þörfum áður en þeim verður úthlutað og með hverju hjóli sem safnast mun BBA//Fjeldco í samvinnu við Örninn láta fylgja með hjálm og lás þannig að nýir reiðhjólaeigendur verði öruggir og klárir í hjólasumarið.

Við hjá BBA//Fjeldco ætlum að taka þátt í hjólasöfnun Barnaheilla dagana 13-19. maí og er átakið unnið í samvinnu við Reiðhjólabændur. Markmiðið er að safna hjólum af öllum stærðum og gerðum sem eru að safna ryki í geymslum hjá viðskiptavinum okkar, vinum og fjölskyldum, og gefa þau börnum og fjölskyldum þeirra sem hingað til hafa ekki átt þess kost að eignast reiðhjól. Sérfræðingarnir hjá Reiðhjólabændum munu gera við hjólin eftir þörfum áður en þeim verður úthlutað og með hverju hjóli sem safnast mun BBA//Fjeldco í samvinnu við Örninn láta fylgja með hjálm og lás þannig að nýir reiðhjólaeigendur verði öruggir og klárir í hjólasumarið.

Ef þú lumar á hjóli eða hjólum sem ekki eru í notkun, máttu endilega hafa samband við okkur og við sjáum um að sækja hjólin og koma þeim til Reiðhjólabænda.

Þetta mikilvæga verkefni Barnaheilla er nú á tólfta ári og þúsundir barna og fjölskyldna hafa notið góðs af því. Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu verkefnisins.

Lesa meira
Nýting vindorku á Íslandi - Ný skýrsla birtir samantekt BBA//Fjeldco um gildandi laga- og reglugerðarumhverfi í nágrannalöndum

Skýrsla starfshóps um nýtingu á vindorku var kynnt í dag í beinu streymi af vef Stjórnarráðs Íslands en í skýrslunni eru dregin saman ýmis álitaefni og valkostir tengdir raforkuframleiðslu úr vindorku á Íslandi settir fram.

Umhverfis-, orku-og loftslagsráðuneytið bað BBA//Fjeldco um samantekt á gildandi laga- og reglugerðarumhverfi nokkurra ríkja varðandi raforkuframleiðslu úr vindorku og byggði starfshópurinn sína skýrslu m.a. á samantekt BBA//Fjeldco.

Skýrsla starfshóps um nýtingu á vindorku var kynnt í dag 19. apríl 2023 í beinu streymi af vef Stjórnarráðs Íslands en í skýrslunni eru dregin saman ýmis álitaefni og valkostir tengdir raforkuframleiðslu úr vindorku á Íslandi settir fram.

Umhverfis-, orku-og loftslagsráðuneytið bað BBA//Fjeldco um samantekt á gildandi laga- og reglugerðarumhverfi nokkurra ríkja varðandi raforkuframleiðslu úr vindorku og byggði starfshópurinn sína skýrslu m.a. á samantekt BBA//Fjeldco.

Í samantektinni var einkum litið til Danmerkur, Noregs, Nýja-Sjálands og Skotlands,  auk þess sem upplýsinga var aflað um gildandi löggjöf í Frakklandi, Hollandi og Svíþjóð. Í vinnslu samtektarinnar leitaði BBA//Fjeldco til sérfræðinga í samanburðarríkjunum sem svöruðu stöðluðum spurningalista um gildandi löggjöf í sínu ríki. Samstarfsaðilar BBA//Fjeldco voru Horten Advokatpartnerselskap í Danmörku, Arntzen de Besche Advokatfirma AS í Noregi, Brodies LLP Solicitors í Skotlandi og Russell McVeagh á Nýja Sjálandi.

Kynning á skýrslu um nýtingu vindorku - Upptaka af streymi þann 19. apríl 2023.

Vindorka: Valkostir og Greining - Skýrsla um nýtingu vindorku í raforkuframleiðslu á Íslandi (apríl 2023)

Lesa meira
BBA//Fjeldco í hæsta gæðaflokki hjá Legal500

Alþjóðlega matsfyrirtækið Legal500 hefur gefið út umsagnir sínar fyrir árið 2023 og það er okkur sönn ánægja að tilkynna að BBA//Fjeldco heldur stöðu sinni sem fyrsta flokks lögmannsstofa og að þónokkrir af okkar sérfræðingum hafi verið tilgreindir sem leiðandi á sínu sviði og eins tilnefndir í “Hall of Fame” hjá Legal500.

Hér má lesa heildarumsögn Legal500 um BBA//Fjeldco fyrir árið 2023.

Alþjóðlega matsfyrirtækið Legal500 hefur gefið út umsagnir sínar fyrir árið 2023 og það er okkur sönn ánægja að tilkynna að BBA//Fjeldco heldur stöðu sinni sem fyrsta flokks lögmannsstofa og að þónokkrir af okkar sérfræðingum hafi verið tilgreindir sem leiðandi á sínu sviði og eins tilnefndir í “Hall of Fame” hjá Legal500.

Hið virta matsfyrirtæki Legal500 leggur í mikla rannsóknarvinnu á hverju ári við að vega og meta lögmannstofur víða um heim í 120 umdæmum og hefur nú birt niðurstöður sínar fyrir árið í ár þar sem BBA//Fjeldco er metin í fremstu röð í 6 af sínum sérsviðum, þar með talið skattasvið stofunnar sem er tiltölulega nýtt af nálinni. Stofan fær toppeinkunn á sviði banka-, fjármála- og verðbréfamarkaðsréttar, félaga- og fyrirtækjaréttar, samrunum og yfirtökum, endurskipulagningu fyrirtækja og gjaldþrotaréttar, og eins er BBA//Fjeldco talin skara fram úr á sviði deilumála og hugverka- og upplýsingatækniréttar.

“BBA//Fjeldco hefur tekið þátt í nánast öllum stærstu samrunum á Íslandi, sem segir allt sem segja þarf um orðspor þeirra á Íslandi og þekkingu þeirra á markaðinum.”

Þá eru lögmenn stofunnar jafnframt metnir í fremstu röð. Halldór Karl Halldórsson er leiðandi á sviði banka-, fjármála- og verðbréfamarkaðsréttar, og eins Bjarki Diego og Ásgeir Ragnarsson sem eru tilefndir í “Hall of Fame” á sama sviði. Þá er Stefán Reykjalín talinn vera rísandi stjarna en hann slóst í eigendahópinn á síðasta ári.

Eigendurnir Ásgeir Ragnarson, Baldvin Björn Haraldsson og Einar Baldvin Árnason eru tilgreindir sem leiðandi á sviði félaga- og fyrirtækjaréttar, og í samrunum og yfirtökum.

Eins eru Páll Jóhannesson, skattalögfræðingur stofunnar, og Þórir Júlíusson, sérfræðingur í deilumálum, báðir metnir sem leiðandi á sínum sviðum.

Umsagnir Legal500 eru byggðar á mikilli rannsóknarvinnu og viðtölum við viðskiptavini, og við erum virkilega þakklát viðskiptavinum stofunnar fyrir að taka þátt og þeirra umsagnir sýna sig í góðum árangri stofunnar ár eftir ár hjá alþjóðlegum matsfyrirtækjum.

Hér má lesa heildarumsögn Legal500 um BBA//Fjeldco fyrir árið 2023.

Lesa meira
BBA//Fjeldco óskar eftir að ráða lögfræðing á skattasvið

BBA//Fjeldco er leiðandi lögmannsstofa á Íslandi og á sviði fjármála- og fyrirtækjalögfræði. Við óskum eftir öflugum einstaklingum í okkar teymi og í boði eru krefjandi og metnaðarfull störf í alþjóðlegu vinnuumhverfi.

Fyrirtækið er með skrifstofur í Reykjavík og í London ásamt starfsemi í Frakklandi.

BBA//Fjeldco óskar eftir að ráða lögfræðing á skattasvið.

// Lögfræðingur á skattasvið


Hæfniskröfur
  • Að minnsta kosti tveggja ára reynsla á skattasviði
  • Reynsla á sviði fyrirtækja- og fjármálalögfræði er kostur
  • Góð enskukunnátta er skilyrði
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Frumkvæði í starfi
  • Hæfni til að vinna í krefjandi vinnuumhverfi og undir miklu álagi


BBA//Fjeldco er leiðandi lögmannsstofa á Íslandi og á sviði fjármála- og fyrirtækjalögfræði. Við óskum eftir öflugum einstaklingum í okkar teymi og í boði eru krefjandi og metnaðarfull störf í alþjóðlegu vinnuumhverfi.
Fyrirtækið er með skrifstofur í Reykjavík og í London ásamt starfsemi í Frakklandi.

Umsóknir berist á umsokn@bbafjeldco.is. Umsóknarfrestur er til og með 17.mars 2023.

Lesa meira
BBA//Fjeldco áfram í fremstu röð á sínu sviði samkvæmt Chambers Global 2023

Við erum stolt að greina frá því að samkvæmt niðurstöðum hins virta alþjóðlega matsfyrirtækis Chambers Global fyrir árið 2023 er BBA//Fjeldco enn á ný metin leiðandi lögmannsstofa á sviði viðskipta- og fyrirtækjalögfræði. Þá eru sjö af okkar lögfræðingum nefndir leiðandi á sínu sviði.

Við viljum þakka viðskiptavinum okkar fyrir þessar góðu umsagnir í garð BBA//Fjeldco og hér má lesa frekar um niðurstöður Chambers Global fyrir árið 2023 og frammistöðu BBA//Fjeldco.

Við erum stolt að greina frá því að samkvæmt niðurstöðum hins virta alþjóðlega matsfyrirtækis Chambers Global fyrir árið 2023 er BBA//Fjeldco enn á ný metin leiðandi lögmannsstofa á sviði viðskipta- og fyrirtækjalögfræði. Þá eru sjö af okkar lögfræðingum nefndir leiðandi á sínu sviði.

“Eigendur og verkefnastjórar eru mjög reynslumiklir þegar kemur að því að hafa yfirsýn yfir heildarmyndina, greina aðalatriðin og sigta út möguleg ágreiningsmál, ásamt því að koma með lausnir og úrræði við hæfi.”

Baldvin Björn Haraldsson, Einar Baldvin Árnason, Halldór Karl Halldórsson og Ásgeir Á. Ragnarsson eru allir leiðandi á sviði viðskipta- og fyrirtækjalögfræði og Þórir Júlíusson þykir einstaklega efnilegur á sviði deilumála.

Þar að auki eru Antoine Lochet og Gunnar Þór Þórarinsson, sem eru yfir starfsemi BBA//Fjeldco í Frakklandi og Bretlandi, nefndir sem erlendir sérfræðingar. 

Við viljum þakka viðskiptavinum okkar fyrir þessar góðu umsagnir í garð BBA//Fjeldco og hér má lesa frekar um niðurstöður Chambers Global fyrir árið 2023 og frammistöðu BBA//Fjeldco.

Lesa meira
Jóhann Magnús Jóhannsson frá Eik fasteignafélagi og Sigríður Reynisdóttir frá Kvika Securities til BBA//Fjeldco

Jóhann Magnús Jóhannsson, fyrrum framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og regluvörður Eikar fasteignafélags hf. og Sigríður Reynisdóttir fyrrum skrifstofustjóri hjá Kvika Securities Ltd., dótturfélagi Kviku banka í London, hafa gengið til liðs við BBA//Fjeldco.

Jóhann Magnús Jóhannsson, fyrrum framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og regluvörður Eikar fasteignafélags hf., hefur gengið til liðs við BBA//Fjeldco.  Hann útskrifaðist frá lögfræðideild Háskóla Íslands og er með LLM gráðu frá University College London (UCL) þar sem hann sérhæfði sig í fyrirtækja- og fjármálalögfræði. Jóhann Magnús hefur  í um fimmtán ár veitt ráðgjöf á sviðum félagaréttar, fjármögnunar fyrirtækja, kaupa og sölu fyrirtækja og regluverks á fjármálamarkaði, þar með talið um fjögurra ára skeið í Bretlandi. Jóhann Magnús hefur réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi.

Jóhann Magnús er öflug viðbót við sérfræðiteymi BBA//Fjeldco, búandi bæði að reynslu hérlendis og erlendis af fyrirtækja- og fjármálalögfræði. Þekking hans og reynsla  á sviði regluvörslu mun efla enn frekar ört stækkandi regluvörsluteymi BBA//Fjeldco, en eftirspurn eftir sérfræðiþjónustu á sviði regluvörslu fer sífellt vaxandi með fjölgun skráðra félaga og flóknara regluverki.

Sigríður Reynisdóttir er nýr skrifstofustjóri hjá BBA//Fjeldco í London en hún starfaði áður hjá Kvika Securities Ltd., dótturfélagi Kviku banka í London. Hún stundaði framhaldsnám í alþjóðafræðum við School of Oriental and African Studies (SOAS) í London og hefur hún starfað innan lögfræði- og fjármálageirans í London síðastliðin fimmtán ár.

Reynsla og þekking Sigríðar mun styrkja London skrifstofu félagsins enn frekar. Umsvif BBA//Fjeldco í London hafa aukist á síðustu árum með öflugu teymi alþjóðlegra og íslenskra lögfræðinga sem sérhæfa sig í fyrirtækjalögfræði, kaupum og sölum fyrirtækja og flóknum fjármögnunarsamningum, sem gerir BBA//Fjeldco að fyrsta valkosti fyrir erlenda aðila í tengslum við fjárfestingar á Íslandi sem og íslenska aðila sem fjárfesta í Bretlandi og annars staðar erlendis.

BBA//Fjeldco er ein stærsta lögmannsstofa landsins sem er leiðandi á sviði fjármála– og fyrirtækjalögfræði. Á stofunni starfa sérhæfðir lögfræðingar með lögmannsréttindi á Íslandi, Englandi, Frakklandi og New York. BBA//Fjeldco er með skrifstofur í Reykjavík og London,ásamt starfsemi í Frakklandi.

 

Lesa meira
Alvotech selur hlutabréf fyrir 19,5 milljarða króna í lokuðu útboði til fagfjárfesta

Líftæknifélagið Alvotech, fyrsta íslenska félagið sem tekið var til viðskipta á markaði í Bandaríkjunum og Íslandi, hefur lokið sölu hlutabréfa í félaginu í lokuðu útboði fyrir um 19,5 milljarða króna eða sem samsvarar um 137 milljónum Bandaríkjadala. Hlutabréfin voru seld til breiðs hóps innlendra fagfjárfesta og voru íslenskir lífeyrissjóðir þar á meðal.

Líftæknifélagið Alvotech, fyrsta íslenska félagið sem tekið var til viðskipta á markaði í Bandaríkjunum og Íslandi, hefur lokið sölu hlutabréfa í félaginu í lokuðu útboði fyrir um 19,5 milljarða króna eða sem samsvarar um 137 milljónum Bandaríkjadala. Hlutabréfin voru seld til breiðs hóps innlendra fagfjárfesta og voru íslenskir lífeyrissjóðir þar á meðal.

BBA//Fjeldco veitti Alvotech lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við útboðið og óskar stjórnendum og starfsmönnum félagsins innilega til hamingju með áfangann.

Lesa meira
BBA//Fjeldco fundar með yfirvöldum í El Salvador og World Bank

Orkuteymi BBA//Fjeldco fundar um þessar mundir með yfirvöldum í El Salvador og Alþjóðabankanum (World Bank), í því skyni að skoða mögulegar breytingar á lögum El Salvador til að tryggja beina nýtingu jarðvarma í landinu.

Orkuteymi BBA//Fjeldco fundar um þessar mundir með yfirvöldum í El Salvador og Alþjóðabankanum (World Bank), í því skyni að skoða mögulegar breytingar á lögum El Salvador til að tryggja beina nýtingu jarðvarma í landinu.

BBA//Fjeldco hefur á undanförnum árum starfað með yfirvöldum í ríkjum eins og Eþíópíu, Kasakstan, Búlgaríu, Bólivíu, Frakklandi og fleiri löndum, í því skyni að gera úttekt á lagaumhverfi endurnýjanlegra orkukosta. Þá hafa lögmenn okkar samið frumvörp til laga og reglugerðir á sviði endurnýjanlegrar orku, fyrir ríkisstjórnir Djibútí í Afríku og Kómóra í Indlandshafi. Ennfremur starfar BBA//Fjeldco með hópi fyrirtækja við skoðun á reglum Evrópusambandsins um nýtingu vindorku á skipum. Þá skoða lögmenn okkar nýtingu jarðvarma við þurrkun á te og kaffi í Kenía, í samstarfi við íslenska fyrirtækið Intellecon.

Í verkefnum sem tengjast reglugerðarumhverfi grænnar orku starfar BBA//Fjeldco í mörgum tilvikum með Alþjóðabankanum og þróunaraðstoð Sameinuðu Þjóðanna (United Nations Development Program).

Við úttekt og gerð löggjafar á sviði endurnýjanlegrar orku myndar BBA//Fjeldco einatt samstarfshóp íslenskra sérfræðinga á sviði nýtingar jarðvarma. Samstarfsaðilar okkar eru ÍSOR, Verkís, Mannvit, Reykjavik Geothermal, Intellecon og fleiri fyrirtæki. Í hverju verkefni efnir BBA//Fjeldco svo til samstarfs við leiðandi lögmannsstofu í því landi sem umræðir.

Sú mikla reynsla og þekking sem íslenskir sérfræðingar hafa aflað sér í nýtingu á endurnýjanlegum orkukostum, sér í lagi jarðvarma og fallvötnum, nýtist í sífellt meiri mæli um allan heim. Erum við afar stolt af því að vera leiðandi lögmannstofa á þessu sviði.

 

Lesa meira
Þrjú ný í eigendahóp BBA//Fjeldco

Við erum afar stolt af því að þrír öflugir aðilar hafa nú bæst í eigendahóp BBA//Fjeldco. Þau Sara Rut Sigurjónsdóttir, Stefán Reykjalín og Tómas Magnús Þórhallsson. Öll hafa þau yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á sínum sviðum og mun innganga þeirra í eigendahóp stofunnar styrkja okkar góða teymi enn frekar.

Við erum afar stolt af því að þrír öflugir aðilar hafa nú bæst í eigendahóp BBA//Fjeldco. Þau Sara Rut Sigurjónsdóttir, Stefán Reykjalín og Tómas Magnús Þórhallsson. Öll hafa þau yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á sínum sviðum og mun innganga þeirra í eigendahóp stofunnar styrkja okkar góða teymi enn frekar.

Sara útskrifaðist með ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík á árinu 2012, öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2013 og lauk prófi í verðbréfaviðskiptum árið 2021. Sara hóf störf hjá BBA//Fjeldco árið 2013 og hefur í störfum sínum lagt áherslu á félaga- og fjármálarétt, þ.m.t. verkefni tengd kaupum og sölu fyrirtækja, fjármögnun fyrirtækja og ráðgjöf við fjármálafyrirtæki og aðra eftirlitsskylda aðila.

Stefán útskrifaðist með ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík á árinu 2010 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2011. Stefán hóf störf hjá BBA//Fjeldco árið 2014 og starfaði áður hjá skilanefnd og slitastjórn Landsbanka Íslands. Stefán hefur í störfum sínum lagt áherslu á almenna lögfræðiráðgjöf til fyrirtækja, þ.m.t. verkefni tengd kaupum og sölu fyrirtækja, verðbréfamarkaðsrétt, ráðgjöf við innlend og erlend fjármálafyrirtæki og verktaka- og útboðsrétt.

Tómas útskrifaðist með ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík á árinu 2011 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2013. Tómas hóf störf hjá BBA//Fjeldco árið 2013 og hefur í störfum sínum lagt áherslu á almenna lögfræðiráðgjöf til fyrirtækja, þ.m.t. verkefni tengd kaupum og sölu fyrirtækja og fasteigna, lögfræðiráðgjöf til fasteignafélaga, stjórnsýslurétt og verktaka- og útboðsrétt.  

Við óskum þeim innilega til hamingju með framganginn.

Lesa meira
Nýsköpunarverkefni í orkuskiptum fær 1,4 milljarða króna í styrk frá ESB

Orkuskiptaverkefnið WHISPER hefur hlotið 1,4 milljarða króna styrk til fjögurra ára frá Evrópusambandinu. WHISPER er fjölþjóðlegt samstarfsverkefni en íslensk fyrirtæki eru þar í meirihluta. Verkefnið felst í að þróa sólar- og vindorkutækni fyrir innri orkunotkun skipa auk rafstýrðra segla sem hjálpa til við að knýja skipin áfram. Áætlanir gera ráð fyrir að minnka megi eldsneytisnotkun gáma- og tankskipa um 15-30%. Verkís verkfræðistofa leiðir verkefnið og aðrir íslenskir þátttakendur eru fyrirtækin BBA//Fjeldco, SideWind, Samskip og Athygli. BBA//Fjeldco mun bera ábyrgð á yfirferð og hugsanlegri endurskoðun á undirliggjandi regluverki, með áherslu á gildandi samevrópskt regluverk, með það fyrir augum að bera kennsl á atriði sem geta hindrað eða takmarkað nýtingu á endurnýjanlegri orku út frá markmiðum WHISPER verkefnisins.

Orkuskiptaverkefnið WHISPER hefur hlotið 1,4 milljarða króna styrk til fjögurra ára frá Evrópusambandinu. WHISPER er fjölþjóðlegt samstarfsverkefni en íslensk fyrirtæki eru þar í meirihluta. Verkefnið felst í að þróa sólar- og vindorkutækni fyrir innri orkunotkun skipa auk rafstýrðra segla sem hjálpa til við að knýja skipin áfram. Áætlanir gera ráð fyrir að minnka megi eldsneytisnotkun gáma- og tankskipa um 15-30%. Verkís verkfræðistofa leiðir verkefnið og aðrir íslenskir þátttakendur eru fyrirtækin BBA//Fjeldco, SideWind, Samskip og Athygli. BBA//Fjeldco mun bera ábyrgð á yfirferð og hugsanlegri endurskoðun á undirliggjandi regluverki, með áherslu á gildandi samevrópskt regluverk, með það fyrir augum að bera kennsl á atriði sem geta hindrað eða takmarkað nýtingu á endurnýjanlegri orku út frá markmiðum WHISPER verkefnisins.

Verkefninu er ætlað að þróa og prófa nýsköpunarlausnir í orkuskiptum á sjó sem geta dregið verulega úr losun gróðurhúsaloftegunda hjá flutningaskipaflota heimsins.

Lausnirnar felast í endurbótum á flutninga- og tankskipum sem eru nú þegar í rekstri (e.retrofit solutions). Þær felast í fyrsta lagi í blandaðri sólar- og vindorkutækni (e. Wind Solar Hybrid Power System) þar sem láréttar vindmillur SideWind og sérhannaðar sólarorkusellur framleiða raforku fyrir innri orkunotkun skipanna. Í öðru lagi verða þróuð rafstýrð segl sem hjálpa til við að knýja skipin áfram (e. Wind Assisted Propulsion System). Samhliða verður einnig unnið að geymslulausnum fyrir rafmagn.

Gangi áætlanir eftir er talið að hægt verði að draga úr eldsneytisnotkun tankskipa um tæp 30% og gámaskipa um að minnsta kosti 15%. Um 80-90% vöruflutninga í heiminum eru með flutningaskipum og fara vaxandi. Skipaflutningar losa 2,5% gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Því er til mikils að vinna og getur verkefnið haft mikið að segja þegar kemur að orkuskiptum á sjó.

Byr í segl SideWind

Samstarfsverkefnið byggir að hluta á vindorkulausn SideWind fyrir flutningaskip. Fyrirtækið var stofnað af hjónunum Maríu Kristínu Þrastardóttur og Óskari Svavarssyni árið 2019 og hefur vakið mikla athygli hérlendis. „Það er nokkuð hröð þróun að fara á fjórum árum frá hugmynd við eldhúsborðið að evrópskusamstarfsverkefni sem nemur yfir níu milljónum evra, en við erum mjög spennt fyrir þeirri vinnu sem framundan er og hvað hún getur haft að segja fyrir baráttuna gegn loftslagsvánni,“ segir María.

Íslenskt einkafyrirtæki leiðir Evrópuverkefni

Evrópusambandið gerir miklar kröfur um reynslu og faglega verkefnastjórnun í verkefnum af þessari stærðargráðu. Fá íslensk einkafyrirtæki hafa tekið slíkt að sér en Verkís mun bæði leiða WHISPER verkefnið og sjá um tæknilega verkefnastjórnun, vistferilsgreiningar og loftaflfræðilegar hermanir. „Við erum stolt að hafa verið valin til að stýra þessu spennandi nýsköpunarverkefni. Það fellur vel að áherslum okkar um orkuskipti, sjálfbærni og nýsköpun og það skiptir líka máli að íslensk fyrirtæki taki þátt í þeirri þróun sem á sér stað erlendis á þessum vettvangi,“segir Kjartan Due Nielsen, verkefnastjóri nýsköpunar hjá Verkís.

Evris eflir íslenska nýsköpun

Að verkefninu stendur öflugt og fjölbreytt teymi 14 fyrirtækja í fimm Evrópulöndum og var umsóknarferlinu, sem var bæði flókið og umfangsmikið, stýrt í gengum íslenska fyrirtækið Evris. „Fundum okkar Óskars og Maríu hjá SideWind bar fyrst saman í upphafi árs 2019 og mér varð strax ljóst að þau væru með hugmynd sem ætti erindi á alþjóðlega markaði. Það hefur verið gefandi að fá að leiða þetta spennandi verkefni, í samstarfi við félaga mína hjá Inspiralia, í gegnum umsóknarferli Evrópusambandsins og setja saman hóp sem uppfyllir kröfur um þekkingu og reynslu sem Evrópusambandið gerir til verkefna af þessari stærðargráðu,“ segir Anna Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Evris. Hún hefur verið í samstarfi við alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið Inspiralia Group frá árinu 2016 og hefur samstarfið skilað miklum fjármunum og þekkingu inn í íslenskt nýsköpunarumhverfi.


Þátttökufyrirtækin í WHISPER verkefninu eru: BBA//Fjeldco, Verkís, SideWind, Samskip og Athygli frá Íslandi; Canoe, Ayro og Stirling Design International frá Frakklandi; Solbian, Ant Topic og Dotcom frá Ítalíu; Nav-Tech frá Hollandi; Lloyds Register frá Bretlandi og Inspiralia GmbH frá Austurríki.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Bryndís Nielsen,

ráðgjafi hjá Athygli,
s. 867-3752 / bryndis@athygli.is

Lesa meira
BBA//Fjeldco leggur til umfjöllun um Ísland í tengslum við „Clean Energy Tool“ á vegum Simmons&Simmons

BBA//Fjeldco hefur að undanförnu átt í samstarfi við alþjóðlegu lögmannsstofuna Simmons&Simmons og skrifað kafla um lagaumhverfi á Ísland. Umfjöllunin hefur nú verið birt í vefgátt sem ber heitið „Clean Energy Tool“.  

BBA//Fjeldco hefur að undanförnu átt í samstarfi við alþjóðlegu lögmannsstofuna Simmons&Simmons og skrifað kafla um lagaumhverfi á Ísland. Umfjöllunin hefur nú verið birt í vefgátt sem ber heitið „Clean Energy Tool“.  

Gott aðgengi að upplýsingum er nauðsynlegt til að styðja við aukna eftirspurn eftir endurnýjanlegum orkugjöfum á heimsvísu. Lagaumhverfi endurnýjanlegra orkuverkefna er fjölbreytt og í ákveðnum tilvikum flókið, og erfitt getur reynst að staðreyna áreiðanleika upplýsinga á milli landa. „Clean Energy Tool“ veitir aðgang að traustum upplýsingum um lagaumhverfi í tengslum við fjölbreytt svið orkuverkefna, með það fyrir augum að hraða ákvarðanatöku og greiningu.  

„Clean Energy Tool“ hefur að geyma upplýsingar um löggjöf 55 ríkja og unnið er að umfjöllun í fjölmörgum löndum til viðbótar, þvert á heimsálfur, til að styrkja gagnagrunninn enn frekar.

BBA//Fjeldco fagnar samstarfi við Simmons&Simmons í þessu verkefni. Á undanförnum árum hefur BBA//Fjeldco lagt aukna áherslu á að byggja upp sérþekkingu á sviði orkumála og leitast við að vekja athygli á og miðla íslensku hugviti og þekkingu. Þannig hefur sérþekking okkar teymis gert BBA//Fjeldco að leiðandi stofu á sviði orkulöggjafar og teymi BBA//Fjeldco heldur stöðugt áfram að efla kunnáttu sína með aðkomu að fjölbreyttum verkefnum á heimsvísu.

Það er von okkar að íslensk umfjöllun í „Clean Energy Tool“ geti reynst gagnleg þeim sem hafa áhuga á þátttöku í endurnýjanlegum orkuverkefnum á Íslandi.

Hér má finna frekari upplýsingar um „Clean Energy Tool“ á ensku.  

Lesa meira
Hlutabréf Alvotech hafa verið tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi.

Hlutabréf Alvotech hafa verið tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi. Alvotech varð í júní sl. fyrsta íslenska fyrirtækið sem tekið var til viðskipta á markaði í Bandaríkjunum og Íslandi, en viðskipti með hlutabréf félagsins hófust á Nasdaq hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum þann 16. júní sl. og á First North markaðnum þann 23. júní sl.

Hlutabréf Alvotech hafa verið tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi. Alvotech varð í júní sl. fyrsta íslenska fyrirtækið sem tekið var til viðskipta á markaði í Bandaríkjunum og Íslandi, en viðskipti með hlutabréf félagsins hófust á Nasdaq hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum þann 16. júní sl. og á First North markaðnum þann 23. júní sl.

Skráning Alvotech á aðalmarkað mun auka sýnileika og breikka hóp mögulegra fjárfesta, auk þess sem það opnar leið til þátttöku í innlendum og alþjóðlegum hlutabréfavísitölum, en félagið er næst stærsta félagið á Aðallista Nasdaq á Ísland, sé litið til markaðsvirðis.

BBA//Fjeldco veitti Alvotech lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við skráningu hlutabréfa félagsins og óskar stjórnendum og starfsmönnum félagsins til hamingju með áfangann.

https://view.news.eu.nasdaq.com/view?id=b910e232cd7fede7ba1b131f07d2d2b72&lang=is

Lesa meira
Sex forstjórar íslenskra Kauphallarfélaga, utanríkisráðherra og aðrir þekktir einstaklingar úr íslensku viðskiptalífi voru saman komin á fundi Arion og BBA//Fjeldco í London

BBA//Fjeldco og Arion banki buðu til ráðstefnu í London þar sem tækifæri á Norðurslóðum voru kynnt. Á fundinum var vakin athygli á stöðu Íslands með öfluga samfélagslega innviði og traust fyrirtæki sem unnið geta með alþjóðlegum fjármálafyrirtækjum að sjálfbærri þróun á svæðinu. Áherslan var einkum lögð á tækifæri á sviði matvælaframleiðslu, orkuframleiðslu, vinnslu sjaldgæfra málma, lyfjaframleiðslu, ferðaþjónustu og samgangna. Fundurinn var vel sóttur og ljóst að mikill áhugi er á Íslandi og Norðurslóðum á meðal fjárfesta, fjármálastofnanna og alþjóðlegra fyrirtækja sem starfa í London.

BBA//Fjeldco og Arion banki buðu til ráðstefnu í London þar sem tækifæri á Norðurslóðum voru kynnt. Á fundinum var vakin athygli á stöðu Íslands með öfluga samfélagslega innviði og traust fyrirtæki sem unnið geta með alþjóðlegum fjármálafyrirtækjum að sjálfbærri þróun á svæðinu. Áherslan var einkum lögð á tækifæri á sviði matvælaframleiðslu, orkuframleiðslu, vinnslu sjaldgæfra málma, lyfjaframleiðslu, ferðaþjónustu og samgangna. Fundurinn var vel sóttur og ljóst að mikill áhugi er á Íslandi og Norðurslóðum á meðal fjárfesta, fjármálastofnanna og alþjóðlegra fyrirtækja sem starfa í London.

Lesa má nánar um fund Arion og BBA//Fjeldco í London hér

Lesa meira
Umrótið skapar tækifæri til sóknar í Bretlandi

Í viðtali við Morgunblaðið lýsir Gunnar Þór Þórarinsson, lögmaður og einn af eigendum BBA//Fjeldco, hvernig aukin þekking og áhugi á Íslandi í bresku fjármálalífi getur skapað tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki. Hann nefnir meðal annars nýafstaðna kynningarfundi fulltrúa íslenskra fyrirtækja með fjárfestum í London sem hann segir vitna um tiltrú á íslensku atvinnulífi. Þá ræðir hann um samstarfskonur sínar á London skrifstofu BBA//Fjeldco, sem allar hafa yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á sínum sviðum.

Í viðtali við Morgunblaðið lýsir Gunnar Þór Þórarinsson, lögmaður og einn af eigendum BBA//Fjeldco, hvernig aukin þekking og áhugi á Íslandi í bresku fjármálalífi getur skapað tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki. Hann nefnir meðal annars nýafstaðna kynningarfundi fulltrúa íslenskra fyrirtækja með fjárfestum í London sem hann segir vitna um tiltrú á íslensku atvinnulífi. Þá ræðir hann um samstarfskonur sínar á London skrifstofu BBA//Fjeldco, sem allar hafa yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á sínum sviðum.

Hér má sjá greinina eftir Gunnar Þór Þórarinsson.

Lesa meira
BBA//Fjeldco veitti lögfræðiráðgjöf í tengslum við fjármögnun á kaupum Ardian á Mílu

BBA//Fjeldco var Íslandsbanka til ráðgjafar í tengslum við fjármögnun á kaupum franska fjárfestingasjóðsins Ardian France SA á Mílu ehf. Í því fólst m.a. ráðgjöf og viðræður í tengslum við gerð lánssamnings og skjalagerð vegna útgáfu skuldabréfa, samkomulag lánardrottna og tryggingaráðstafanir.

BBA//Fjeldco var Íslandsbanka til ráðgjafar í tengslum við fjármögnun á kaupum franska fjárfestingasjóðsins Ardian France SA á Mílu ehf. Í því fólst m.a. ráðgjöf og viðræður í tengslum við gerð lánssamnings og skjalagerð vegna útgáfu skuldabréfa, samkomulag lánardrottna og tryggingaráðstafanir.

Um er að ræða eina stærstu erlendu fjárfestinguna á Íslandi undanfarin ár og óskar BBA//Fjeldco öllum hlutaðeigandi til hamingju með viðskiptin. Þá þakkar BBA//Fjeldco Íslandsbanka fyrir gott samstarf.

 

Lesa meira
BBA//Fjeldco var lögfræðilegur ráðgjafi bandaríska tæknifjárfestingarsjóðsins Diversis Capital

BBA//Fjeldco var lögfræðilegur ráðgjafi bandaríska tæknifjárfestingarsjóðsins Diversis Capital við kaup félagsins á 40% hlut Origo í hugbúnaðarfyrirtækinu Tempo fyrir 195 milljónir dollara.

BBA//Fjeldco var lögfræðilegur ráðgjafi bandaríska tæknifjárfestingarsjóðsins Diversis Capital við kaup félagsins á 40% hlut Origo í hugbúnaðarfyrirtækinu Tempo fyrir 195 milljónir dollara. Diversis keypti meirihluta í Tempo af Origo á árinu 2018 en þá var BBA//Fjeldco einnig ráðgjafi Diversis. Verðmæti Tempo hefur aukist gríðarlega eftir kaup Diversis á meirihluta í félaginu, en við kaupin á árinu 2018 var Tempo verðmetið á 62,5milljónir dollara. Vegferð Tempo ber gott vitni um þau verðmæti sem íslenskt hugvit getur skapað í hugbúnaðargeiranum.

 

BBA//Fjeldco óskar kaupendum, seljendum og starfsmönnum Tempo til hamingju með viðskiptin. Þá þakkar BBA//Fjeldco fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka fyrir gott samstarf við kaupin.

Lesa meira
BBA\\Fjeldco veitti Rotovia hf, lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við kaupin á hverfissteypudeild Berry Global Inc.

Íslenskir fjárfestar hafa keypt hverfissteypudeild Berry Global Inc., sem er á lista Fortune 500 yfir stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna, en innan þeirrar deildar eru m.a. Sæplast og Tempra sem eru félög með langa og farsæla rekstrarsögu á Íslandi. Með kaupunum verður til stærsta hverfissteypudeild Evrópu, rekin undir nafninu ROTOVIA.

Íslenskir fjárfestar hafa keypt hverfissteypudeild Berry Global Inc., sem er á lista Fortune 500 yfir stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna, en innan þeirrar deildar eru m.a. Sæplast og Tempra sem eru félög með langa og farsæla rekstrarsögu á Íslandi. Með kaupunum verður til stærsta hverfissteypudeild Evrópu, rekin undir nafninu ROTOVIA.

BBA//Fjeldco veitti Rotovia hf., sem er í eigu framtakssjóðanna SÍA IV og Freyju, ásamt lykilstarfsmönnum, lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við kaupin, sem m.a. laut aðgerð kaupsamnings og fjármögnunar.

Velta félagsins er um 18 milljarðar króna og mun ROTOVIA hafa sterka stöðu hérlendis og erlendis og þjóna fjölbreyttum hópi viðskiptavina í ýmsum markaðsgeirum en með sérstaka áherslu á matvælaiðnaðinn. Hið nýja félag mun verða leiðandi aðili á alþjóðagrundvelli á dreifðum markaði framleiðenda hverfissteypu, með tíu verksmiðjur í rekstri í sjö löndum í Evrópu og Ameríku og hjá því munu starfa alls um 800 manns þar af um 100 starfsmenn á Íslandi.

Lesa meira
BBA//Fjeldco fær fyrsta flokks einkunn hjá Chambers & Partners Europe guide 2022

Í niðurstöðum nýjustu úttektar hins virta matsfyrirtækis Chambers Europe 2020, fær BBA//Fjeldco framúrskarandi umsögn sem fyrsta flokks lögmannsstofa á sínu sviði.

 

Í niðurstöðum nýjustu úttektar hins virta matsfyrirtækis Chambers Europe 2020, fær BBA//Fjeldco framúrskarandi umsögn sem fyrsta flokks lögmannsstofa á sínu sviði.

 

Chambers and Partners hafa í yfir 30 ár séð um úttektir á helstu lögmannstofum heims. Matið byggir meðal annars á þeim málum sem stofur hafa sinnt hverju sinni ásamt ítarlegum viðtölum við lögmenn og viðskiptavini stofunnar.  

 

Þessar niðurstöður eru afar ánægjulegar þar sem BBA//Fjeldco kappkostar ávallt að veita fyrsta flokks þjónustu og viðhalda þannig sínu góða orðspori.

 

Frekari upplýsingar má finna hér

Lesa meira
BBA//Fjeldco og Intelecon kanna nýtingu jarðvarma til að þurrka te í Kenía

Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu hefur ráðið BBA//Fjeldco ásamt ráðgjafafyrirtækinu Intellecon ehf., til að kanna möguleikann á fjölnýtingu jarðvarma við þurrkun á te í Kenía í samstarfi við þarlenda aðila, Geothermal Development Company og Rosekey Foods.

 

Verkefnið er samstarfsverkefni Intellecon og BBA//Fjeldco en bæði fyrirtækin hafa mikla og vaxandi reynslu af verkefnum tengdum jarðhita og öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum í þróunarlöndum. Ef vel tekst til í samstarfi landanna á sviði orkugeira og matvælaframleiðslu standa vonir til þess að fleiri tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar verði til þar í landi.

Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu hefur ráðið BBA//Fjeldco ásamt ráðgjafafyrirtækinu Intellecon ehf., til að kanna möguleikann á fjölnýtingu jarðvarma við þurrkun á te í Kenía í samstarfi við þarlenda aðila, Geothermal Development Company og Rosekey Foods.

 

Verkefnið er samstarfsverkefni Intellecon og BBA//Fjeldco en bæði fyrirtækin hafa mikla og vaxandi reynslu af verkefnum tengdum jarðhita og öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum í þróunarlöndum. Ef vel tekst til í samstarfi landanna á sviði orkugeira og matvælaframleiðslu standa vonir til þess að fleiri tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar verði til þar í landi.

 

Sjá hér ýtarlegri umfjöllun á vef Utanríkisráðuneytisins

Lesa meira
Ela Zakaim gengur til liðs við BBA//Fjeldco

Enski lögmaðurinn Ela Zakaim hefur gengið til liðs við BBA//Fjeldco og starfar á skrifstofu BBA//Fjeldco í London. Ela hefur mikla reynslu af fjármálalögfræði og hefur unnið að margvíslegum verkefnum á sviði alþjóðlegrar fjármögnunar og verðbréfunar (securitisation) og almenna ráðgjöf í tengslum við samningsviðræður og skjalagerð fyrir fjármálastofnanir og lántaka. Ela vann áður hjá Andersen Legal, Mayer Brown LLP og Moody’s Investors Service. Á síðastliðnum árum hefur hún unnið sem ráðgefandi lögmaður í tengslum við fjölbreytt verkefni á sviði fjármögnunar fyrir alþjóðlega viðskiptavini. Með ráðningunni hefur alþjóðlegt teymi BBA//Fjeldco orðið enn öflugra og staðfestir stofuna sem skýran fyrsta valkost við val á ráðgjafa í verkefnum sem tengjast viðskiptum milli Íslands og Bretlands sem og öðrum alþjóðlegum verkefnum.

Lesa meira
BBA//Fjeldco fær fyrstu einkunn hjá virta alþjóðlega matsfyrirtækinu, Chambers and Partners

Hið virta aþjóðlega matsfyrirtæki Chambers Global birti nýlega niðurstöður sínar fyrir 2022 og metur BBA//Fjeldco enn á ný í hæsta gæðaflokki. Niðurstöðurnar eru afar ánægjulegar og hvetjandi fyrir teymi BBA//Fjeldco sem hefur það stöðugt að leiðarljósi að veita fyrsta flokks þjónustu og viðhalda sínu góða orðspori.

Hið virta aþjóðlega matsfyrirtæki Chambers Global birti nýlega niðurstöður sínar fyrir 2022 og metur BBA//Fjeldco enn á ný í hæsta gæðaflokki. Niðurstöðurnar eru afar ánægjulegar og hvetjandi fyrir teymi BBA//Fjeldco sem hefur það stöðugt að leiðarljósi að veita fyrsta flokks þjónustu og viðhalda sínu góða orðspori.

Frekari upplýsingar má finna hér

Lesa meira
Berglind Guðmundsdóttir gengur til liðs við BBA//Fjeldco

Berglind Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við BBA//Fjeldco. Berglind er héraðsdómslögmaður með víðtæka reynslu á sviði fyrirtækja- og fjármálalögfræði. Hún starfaði um árabil hjá Landsbankanum, annars vegar í lögfræðiþjónustu fyrirtækjasviðs við ráðgjöf tengda fjármögnun fyrirtækja og hins vegar í regluvörslu Landsbankans í eftirliti með verðbréfaviðskiptum, stjórnarháttum og aðgerðum gegn markaðssvikum. 

Ráðning Berglindar styrkir enn frekar öflugt sérfræðiteymi BBA//Fjeldco, m.a. á sviði verðbréfaviðskipta og regluvörslu, en mikilvægi regluvörslu fer sífellt vaxandi í starfsemi fyrirtækja og  fjármálastofnana. Á stofunni starfa nú yfir 30 lögfræðingar, sérhæfðir í fyrirtækja- og fjármálalögfræði og eru með málflutningsréttindi á Íslandi, í Englandi, Frakklandi og New York. 

Berglind Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við BBA//Fjeldco. Berglind er héraðsdómslögmaður með víðtæka reynslu á sviði fyrirtækja- og fjármálalögfræði. Hún starfaði um árabil hjá Landsbankanum, annars vegar í lögfræðiþjónustu fyrirtækjasviðs við ráðgjöf tengda fjármögnun fyrirtækja og hins vegar í regluvörslu Landsbankans í eftirliti með verðbréfaviðskiptum, stjórnarháttum og aðgerðum gegn markaðssvikum. 

Ráðning Berglindar styrkir enn frekar öflugt sérfræðiteymi BBA//Fjeldco, m.a. á sviði verðbréfaviðskipta og regluvörslu, en mikilvægi regluvörslu fer sífellt vaxandi í starfsemi fyrirtækja og  fjármálastofnana. Á stofunni starfa nú yfir 30 lögfræðingar, sérhæfðir í fyrirtækja- og fjármálalögfræði og eru með málflutningsréttindi á Íslandi, í Englandi, Frakklandi og New York. 

Lesa meira
Emma Hickman gengur til liðs við BBA//Fjeldco í London

Enski lögmaðurinn Emma Hickman hefur gengið til liðs við lögmannsstofuna BBA//Fjeldco og starfar á skrifstofu félagsins í London. Emma hefur yfirgripsmikla reynslu af lögfræðiráðgjöf við fyrirtæki, samrunum, kaupum og sölu fyrirtækja, þ.á m. sprota- og frumkvöðlafyrirtækja. Emma vann áður hjá lögmannsstofunni K&L Gates, Logos í London og JMW í Manchester.  

Með ráðningunni verður alþjóðlegt teymi BBA//Fjeldco enn öflugra og gerir stofuna að skýrum fyrsta valkosti við val á ráðgjafa í verkefnum sem tengjast viðskiptum milli Íslands og Bretlands sem og öðrum alþjóðlegum verkefnum. Auk Emmu starfa nú á skrifstofunni í London enski lögmaðurinn Claire Broomhead, sem hefur yfir 20 ára starfsreynslu, Gunnar Þór Þórarinsson, sem hefur einnig 20 ára starfsreynslu og er með bæði íslensk og ensk lögmannsréttindi og íslenski lögmaðurinn Anna Björg Guðjónsdóttir sem hefur unnið á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá árinu 2013.

Enski lögmaðurinn Emma Hickman hefur gengið til liðs við lögmannsstofuna BBA//Fjeldco og starfar á skrifstofu félagsins í London. Emma hefur yfirgripsmikla reynslu af lögfræðiráðgjöf við fyrirtæki, samrunum, kaupum og sölu fyrirtækja, þ.á m. sprota- og frumkvöðlafyrirtækja. Emma vann áður hjá lögmannsstofunni K&L Gates, Logos í London og JMW í Manchester.  

Með ráðningunni verður alþjóðlegt teymi BBA//Fjeldco enn öflugra og gerir stofuna að skýrum fyrsta valkosti við val á ráðgjafa í verkefnum sem tengjast viðskiptum milli Íslands og Bretlands sem og öðrum alþjóðlegum verkefnum. Auk Emmu starfa nú á skrifstofunni í London enski lögmaðurinn Claire Broomhead, sem hefur yfir 20 ára starfsreynslu, Gunnar Þór Þórarinsson, sem hefur einnig 20 ára starfsreynslu og er með bæði íslensk og ensk lögmannsréttindi og íslenski lögmaðurinn Anna Björg Guðjónsdóttir sem hefur unnið á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá árinu 2013.

Lesa meira
Lágmarksfjöldi hluthafa

Bjarney Anna Bjarnadóttir, lögmaður og einn af eigendum BBA//Fjeldco skrifar reglulega greinar í Viðskiptamoggann. Að þessu sinni fjallar hún um það formskilyrði hlutafélagalaga að hluthafar þurfi að lágmarkiað vera tveir.

 

Skilyrðið á það til að flækjast fyrir í framkvæmd, t.d. þegar kaupandi að hlutafélagi er einn. Leiðir formsskilyrðið yfirleitt til þeirrar niðurstöðu að hverfandi hlut er komið fyrir hjá þriðja aðila, sem hefur í raun ekki nokkra þýðingu fyrir yfirráð eða ákvarðanatöku innan félagsins heldur til þess eins fallin að uppfylla framangreint skilyrði.

Hér má sjá grein Bjarneyjar Önnu.

Bjarney Anna Bjarnadóttir, lögmaður og einn af eigendum BBA//Fjeldco skrifar reglulega greinar í Viðskiptamoggann. Að þessu sinni fjallar hún um það formskilyrði hlutafélagalaga að hluthafar þurfi að lágmarkiað vera tveir.

 

Skilyrðið á það til að flækjast fyrir í framkvæmd, t.d. þegar kaupandi að hlutafélagi er einn. Leiðir formsskilyrðið yfirleitt til þeirrar niðurstöðu að hverfandi hlut er komið fyrir hjá þriðja aðila, sem hefur í raun ekki nokkra þýðingu fyrir yfirráð eða ákvarðanatöku innan félagsins heldur til þess eins fallin að uppfylla framangreint skilyrði.  

Hér má sjá grein Bjarneyjar Önnu.

Lesa meira
BBA//Fjeldco heldur áfram með mikilvæga  ráðgjöf á sviði lagasetningar vegna orkuskipta á Kómoreyjum í Indlandshafi

Nýverið hlaut BBA//Fjeldco styrk frá samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til að halda áfram með mikilvæga  ráðgjöf á sviði lagasetningar vegna orkuskipta á Kómoreyjum í Indlandshafi. Ráðgjöf BBA//Fjeldco felst m.a. í í undirbúningi og gerð reglugerðardraga um nýtingu á endurvinnanlegum orkugjöfum á eyjunum þ.m.t. sólarorku, vindorku og vatnsafls. í samstarfi við ÍSOR, Verkís, Intellecon og ráðgjafa frá Kómoreyjum. Vonir standa til að ný orkulöggjöf á Kómoroeyjum muni efla möguleika Kómora til að nýta endurvinnanlega orku á sjálfbæran hátt sem mun bæði koma efnahagslífinu og almenningi til góða.


Á undanförnum árum hefur BBA//Fjeldco lagt aukna áherslu á að byggja upp sérþekkingu á sviði orkumála, bæði á sviði endurnýjanlegra og annarra orkugjafa og leitast við að vekja athygli á og miðla íslensku hugviti og þekkingu á sviði orkumála . Þannig hefur sérþekking okkar teymis gert BBA//Fjeldco að leiðandi stofu á sviði orkulöggjafar en þekking okkar hefur gagnast við margþætt verkefni á heimsvísu. Ráðgjöf okkar hefur einkum varðað umsóknir um margvísleg leyfi, aðstoð við lagasetningu til nýtingar endurvinnanlegra orkugjafa, gerð orkukaupa- og verkefnasamninga og þá höfum við aðstoðað íslenska aðila við jarðhitaverkefni á Filippseyjum, í Indónesíu, Abu Dhabi, Nepal, Djibouti og Eþíópíu svo fáeitt sé nefnt.

Af nýlegum verkefnum má nefna:

  • Gerð draga að frumvarpi og reglugerð um jarðvarma fyrir lýðveldið Djíbútí í Austur-Afríku;
  • Veiting ráðgjafar til íslenska utanríkisráðuneytisins og Alþjóðabankans/ESMAP í tengslum við endurskoðun laga, reglugerða og stofnana í jarðhitageira Kasakstan;
  • Undirbúningur lagaramma fyrir endurnýjanlega orku á Kómoreyjum;
  • Veiting ráðgjafar til þróunar- og fjárfestingabanka Tyrklands, sem hluti af alþjóðlegri samsteypu ráðgjafa, um áhættuhlutdeild fyrir sannprófun auðlinda; og
  • Veiting ráðgjafar til Eurométropole de Strasbourg, sem hluti af alþjóðlegri samsteypu ráðgjafa, um nýtingu jarðhita á Strasbourg Eurométropole svæðinu.

Einnig er vert að verkja athygli á því að BBA//Fjeldco hefur, frá árinu 2017, gefið út „Geothermal Transparency Guide.“ sem er handbók sem veitir yfirlit yfir það regluverk sem gildir um rannsóknir, nýtingu og framleiðslu á raforku úr jarðhitaauðlindum 16 ríkja þar sem jarðhitaauðlindir eru nýttar til orkusköpunar/orkuframleiðslu.  

https://www.visir.is/g/20212155822d/islensk-thekking-nytt-i-orkuskiptum-a-komorum

Nýverið hlaut BBA//Fjeldco styrk frá samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til að halda áfram með mikilvæga  ráðgjöf á sviði lagasetningar vegna orkuskipta á Kómoreyjum í Indlandshafi. Ráðgjöf BBA//Fjeldco felst m.a. í í undirbúningi og gerð reglugerðardraga um nýtingu á endurvinnanlegum orkugjöfum á eyjunum þ.m.t. sólarorku, vindorku og vatnsafls. í samstarfi við ÍSOR, Verkís, Intellecon og ráðgjafa frá Kómoreyjum. Vonir standa til að ný orkulöggjöf á Kómoroeyjum muni efla möguleika Kómora til að nýta endurvinnanlega orku á sjálfbæran hátt sem mun bæði koma efnahagslífinu og almenningi til góða.


Á undanförnum árum hefur BBA//Fjeldco lagt aukna áherslu á að byggja upp sérþekkingu á sviði orkumála, bæði á sviði endurnýjanlegra og annarra orkugjafa og leitast við að vekja athygli á og miðla íslensku hugviti og þekkingu á sviði orkumála . Þannig hefur sérþekking okkar teymis gert BBA//Fjeldco að leiðandi stofu á sviði orkulöggjafar en þekking okkar hefur gagnast við margþætt verkefni á heimsvísu. Ráðgjöf okkar hefur einkum varðað umsóknir um margvísleg leyfi, aðstoð við lagasetningu til nýtingar endurvinnanlegra orkugjafa, gerð orkukaupa- og verkefnasamninga og þá höfum við aðstoðað íslenska aðila við jarðhitaverkefni á Filippseyjum, í Indónesíu, Abu Dhabi, Nepal, Djibouti og Eþíópíu svo fáeitt sé nefnt.

Af nýlegum verkefnum má nefna:

  • Gerð draga að frumvarpi og reglugerð um jarðvarma fyrir lýðveldið Djíbútí í Austur-Afríku;
  • Veiting ráðgjafar til íslenska utanríkisráðuneytisins og Alþjóðabankans/ESMAP í tengslum við endurskoðun laga, reglugerða og stofnana í jarðhitageira Kasakstan;
  • Undirbúningur lagaramma fyrir endurnýjanlega orku á Kómoreyjum;
  • Veiting ráðgjafar til þróunar- og fjárfestingabanka Tyrklands, sem hluti af alþjóðlegri samsteypu ráðgjafa, um áhættuhlutdeild fyrir sannprófun auðlinda; og
  • Veiting ráðgjafar til Eurométropole de Strasbourg, sem hluti af alþjóðlegri samsteypu ráðgjafa, um nýtingu jarðhita á Strasbourg Eurométropole svæðinu.

Einnig er vert að verkja athygli á því að BBA//Fjeldco hefur, frá árinu 2017, gefið út „Geothermal Transparency Guide.“ sem er handbók sem veitir yfirlit yfir það regluverk sem gildir um rannsóknir, nýtingu og framleiðslu á raforku úr jarðhitaauðlindum 16 ríkja þar sem jarðhitaauðlindir eru nýttar til orkusköpunar/orkuframleiðslu.  

Lesa meira
BBA//Fjeldco fær hæstu einkunn hjá matsfyrirtækinu ILFR1000

Hið virta alþjóðlega matsfyrirtæki IFLR1000 birti nýlega mat sitt fyrir lögmannsstofur á Íslandi. Enn á ný fær BBA//Fjeldco framúrskarandi umsögn sem fyrsta flokks lögmannsstofa og leiðandi á sínu sviði.

 

Við erum virkilega ánægð með þessar góðu umsagnir og eru þær svo sannarlega hvetjandi fyrir okkar góða teymi sem hefur það stöðugt að leiðarljósi að veita fyrsta flokks þjónustu.

Hér má sjá ítarlega umfjöllun á heimasíðu IFLR1000

Hið virta alþjóðlega matsfyrirtæki IFLR1000 birti nýlega mat sitt fyrir lögmannsstofur á Íslandi. Enn á ný fær BBA//Fjeldco framúrskarandi umsögn sem fyrsta flokks lögmannsstofa og leiðandi á sínu sviði.

 

Við erum virkilega ánægð með þessar góðu umsagnir og eru þær svo sannarlega hvetjandi fyrir okkar góða teymi sem hefur það stöðugt að leiðarljósi að veita fyrsta flokks þjónustu.

Hér má sjá ítarlega umfjöllun á heimasíðu IFLR1000

Lesa meira
Viðskipti hafin með hlutabréf Íslandsbanka hf. eftir vel heppnað frumútboð.

BBA//Fjeldco veitti Bankasýslu ríkisins og Íslandsbanka hf. lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við frumútboð Íslandsbanka, sem reyndist vera það stærsta í sögu Íslands og stærsta frumútboð á evrópskum banka frá árinu 2018.

Fyrir útboðið var Íslandsbanki í fullri eigu Bankasýslu ríkisins, fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands. Bankasýsla ríkisins mun áfram fara með 65% af heildarhlutafé í Íslandsbanka eftir útboðið, að því gefnu að valréttur verið að fullu nýttur.

Fjölmargir ráðgjafar, innlendir og erlendir, komu að verkefninu sem var yfirgripsmikið og margslungið.

BBA//Fjeldco óskar öllum hlutaðeigandi til hamingju.

BBA//Fjeldco veitti Bankasýslu ríkisins og Íslandsbanka hf. lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við frumútboð Íslandsbanka, sem reyndist vera það stærsta í sögu Íslands og stærsta frumútboð á evrópskum banka frá árinu 2018.

Fyrir útboðið var Íslandsbanki í fullri eigu Bankasýslu ríkisins, fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands. Bankasýsla ríkisins mun áfram fara með 65% af heildarhlutafé í Íslandsbanka eftir útboðið, að því gefnu að valréttur verið að fullu nýttur.

Fjölmargir ráðgjafar, innlendir og erlendir, komu að verkefninu sem var yfirgripsmikið og margslungið.

BBA//Fjeldco óskar öllum hlutaðeigandi til hamingju.

Lesa meira
Eftirtektarverðar breytingar á flöggunarskyldu

Kári Ólafsson, lögmaður og einn af eigendum BBA//Fjeldco og Sigvaldi Fannar Jónsson, lögmaður og fulltrúi á BBA//Fjeldco, skrifuðu grein í Viðskiptablað Morgunblaðsins um nýjar breytingar á flöggunarskyldu.  Ný lög nr. 20/2021 tóku gildi þann 1. maí sl. og ein mesta breytingin, að mati höfunda, er fjölgun tegunda fjármálagerninga sem stofnað geta til flöggunarskyldu


Mikilvægt er fyrir hagsmunaaðila á fjármálamarkaði að kynna sér þær breytingar sem gerðar voru og taka mið af þeim í störfum sínum.

Kári Ólafsson, lögmaður og einn af eigendum BBA//Fjeldco, og Sigvaldi Fannar Jónsson, lögmaður og fulltrúi á BBA//Fjeldco, skrifuðu grein í Viðskiptablað Morgunblaðsins um nýjar breytingar á flöggunarskyldu.  Ný lög nr. 20/2021 tóku gildi þann 1. maí sl. og ein mesta breytingin, að mati höfunda, er fjölgun tegunda fjármálagerninga sem stofnað geta til flöggunarskyldu


Mikilvægt er fyrir hagsmunaaðila á fjármálamarkaði að kynna sér þær breytingar sem gerðar voru og taka mið af þeim í störfum sínum.

Lesa meira
Fyrirtækjatíðindi 2021

Fyrirtækjatíðindi BBA Fjeldco 2021 fylgdu með Viðskiptablaðinu í dag. Einnig má nálgast rafræna útgáfu ritsins hér.

Fyrirtækjatíðindi er yfirlit yfir nýleg tíðindi og lagabreytingar á sviði fyrirtækjalögfræði sem kunna að nýtast fyrirtækjum á næstu misserum. Í ritinu er meðal annars fjallað um væntanlegar jákvæðar breytingar á skattalögum, sektarheimildir Persónuverndar, yfirtökutilboð sem gerð voru á árinu 2020 og sérstök yfirtökufélög (SPAC), sem hafa verið að ryðja sér til rúms víða erlendis ofl.

Við hjá BBA//Fjeldco vonumst til að Fyrirtækjatíðindi 2021 komi að gagni í starfsemi og rekstri fyrirtækja.

Fyrirtækjatíðindi BBA Fjeldco 2021 fylgdu með Viðskiptablaðinu í dag. Einnig má nálgast rafræna útgáfu ritsins hér.

Fyrirtækjatíðindi er yfirlit yfir nýleg tíðindi og lagabreytingar á sviði fyrirtækjalögfræði sem kunna að nýtast fyrirtækjum á næstu misserum. Í ritinu er meðal annars fjallað um væntanlegar jákvæðar breytingar á skattalögum, sektarheimildir Persónuverndar, yfirtökutilboð sem gerð voru á árinu 2020 og sérstök yfirtökufélög (SPAC), sem hafa verið að ryðja sér til rúms víða erlendis ofl.

Við hjá BBA//Fjeldco vonumst til að Fyrirtækjatíðindi 2021 komi að gagni í starfsemi og rekstri fyrirtækja.

Lesa meira
Sjálfsmatskerfi fyrirtækja við samstarf þeirra

Bjarney Anna Bjarnadóttir, lögmaður og ein af eigendum BBA//Fjeldco, skrifar reglulega greinar um lögræðileg álitaefni í Viðskiptablað Morgunlaðsins. Að þessu sinni fjallar hún um breytingar á samkeppnislögum, samstarf fyrirtækja og sjálfsmatskerfi sem tekið var upp í kjölfar lagabreytinga um síðustu áramót.

Sjálfsmatskerfið tekur af fullum þunga við þann 1. júlí nk. í tilviki fyrirtækja sem þegar höfðu fengið undanþágu frá bannreglum samkeppnislaga um samráð og samstilltar aðgerðir áður en lagabreytingin tók gildi en hefur gilt frá áramótum fyrir önnur fyrirtæki.

Hér má sjá grein Bjarneyjar Önnu.

Bjarney Anna Bjarnadóttir, lögmaður og ein af eigendum BBA//Fjeldco, skrifar reglulega greinar um lögræðileg álitaefni í Viðskiptablað Morgunlaðsins. Að þessu sinni fjallar hún um breytingar á samkeppnislögum, samstarf fyrirtækja og sjálfsmatskerfi sem tekið var upp í kjölfar lagabreytinga um síðustu áramót.

Sjálfsmatskerfið tekur af fullum þunga við þann 1. júlí nk. í tilviki fyrirtækja sem þegar höfðu fengið undanþágu frá bannreglum samkeppnislaga um samráð og samstilltar aðgerðir áður en lagabreytingin tók gildi en hefur gilt frá áramótum fyrir önnur fyrirtæki.

Hér má sjá grein Bjarneyjar Önnu.

Lesa meira
Viðurkenning og fullnusta dóma eftir Brexit

Eftir Brexit hefur ríkt óvissa um viðurkenningu og fullnustu dóma á milli Bretlands og Íslands, þar sem Bretland er ekki lengur aðili að Lúganósamningnum. Undanfarið hafa lögmenn BBA//Fjeldco leiðbeint umbjóðendum sínum um þetta efni í tengslum við samningagerð og fullnustu og hafa jafnframt vakið athygli dómsmálaráðuneytisins á þessu ástandi og lagt til lausnir. Í kjölfarið er hafin vinna innan ráðuneytisins við skoðun á gerð tvíhliða samnings milli Bretlands og Íslands um viðurkenningu og fullnustu dóma.

Hér má sjá grein eftir Gunnar Þór Þórarinsson og Hafliða K. Lárusson um viðurkenningu og fullnustu dóma eftir Brexit

Eftir Brexit hefur ríkt óvissa um viðurkenningu og fullnustu dóma á milli Bretlands og Íslands, þar sem Bretland er ekki lengur aðili að Lúganósamningnum. Undanfarið hafa lögmenn BBA//Fjeldco leiðbeint umbjóðendum sínum um þetta efni í tengslum við samningagerð og fullnustu og hafa jafnframt vakið athygli dómsmálaráðuneytisins á þessu ástandi og lagt til lausnir. Í kjölfarið er hafin vinna innan ráðuneytisins við skoðun á gerð tvíhliða samnings milli Bretlands og Íslands um viðurkenningu og fullnustu dóma.

Hér má sjá grein eftir Gunnar Þór Þórarinsson og Hafliða K. Lárusson um viðurkenningu og fullnustu dóma eftir Brexit.

Lesa meira
Reykjavíkurborg ber að bjóða út innkaup á raforku

Kærunefnd útboðsmála hefur úrskurðað að Reykjavíkurborg bjóði út innkaup á raforku, auk þess sem borginni var gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð kr. 8.000.000 í ríkissjóð.

Kærunefndin komst að þessari niðurstöðu í kjölfar þess að fyrirtækið Íslensk orkumiðlun ehf. kærði Reykjavíkurborg til nefndarinnar í ársbyrjun 2020 og krafðist þess að samningur borgarinnar og Orku náttúrunnaryrði gerður óvirkur, auk þess sem borginni yrði gert að bjóða innkaupin út.

BBA//Fjeldco hefur gætt hagsmuna Íslenskrar orkumiðlunar.

Sjá frekari upplýsingar hér

Kærunefnd útboðsmála hefur úrskurðað að Reykjavíkurborg bjóði út innkaup á raforku, auk þess sem borginni var gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð kr. 8.000.000 í ríkissjóð.

Kærunefndin komst að þessari niðurstöðu í kjölfar þess að fyrirtækið Íslensk orkumiðlun ehf. kærði Reykjavíkurborg til nefndarinnar í ársbyrjun 2020 og krafðist þess að samningur borgarinnar og Orku náttúrunnaryrði gerður óvirkur, auk þess sem borginni yrði gert að bjóða innkaupin út.

BBA//Fjeldco hefur gætt hagsmuna Íslenskrar orkumiðlunar.

Sjá frekari upplýsingar hér

Lesa meira
Geymslur sýknað í Hæstarétti

Fyrirtækið Geymslur sem rak samnefnt geymsluhúsnæði að Miðhrauni í Garðabæ er ekki bótaskylt vegna tjóns sem varð í eldsvoða í apríl 2018 samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands.

BBA//Fjeldco annaðist málsvörn Geymslna á öllum dómstigum,en félagið var sýknað í héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti.

Sjá frekari upplýsingar hér

Fyrirtækið Geymslur sem rak samnefnt geymsluhúsnæði að Miðhrauni í Garðabæ er ekki bótaskylt vegna tjóns sem varð í eldsvoða í apríl 2018 samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands.

BBA//Fjeldco annaðist málsvörn Geymslna á öllum dómstigum,en félagið var sýknað í héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti.

Sjá frekari upplýsingar hér

Lesa meira
Mergerfilers.com – leiðbeiningar um samrunaeftirlit á Íslandi skrifaðar af samkeppnisréttarteymi BBA//Fjeldco

Mergerfilers.com nýtist fyrirtækjum og lögmönnum þeirra við mat á tilkynningaskyldu til samkeppnisyfirvalda víðsvegar um heiminn. Heimasíðan inniheldur upplýsingar um samrunaeftirlit 60 landa og reifanir á helstu ákvörðunum tengdum samrunaeftirliti, þ.á.m. markaðsskilgreiningar. Einn helsti kosturinn við síðuna er að sérfræðingar hvers lands staðfesta gildi upplýsingana á síðunni á tveggja vikna fresti.

Bjarney Anna Bjarnadóttir, Halldór Karl Halldórsson og Þorbjörg Ásta Leifsdóttir skrifuðu leiðbeiningar varðandi samrunaeftirlit hérlendis; sjá nánar á Mergerfilers.com.

Mergerfilers.com nýtist fyrirtækjum og lögmönnum þeirra við mat á tilkynningaskyldu til samkeppnisyfirvalda víðsvegar um heiminn. Heimasíðan inniheldur upplýsingar um samrunaeftirlit 60 landa og reifanir á helstu ákvörðunum tengdum samrunaeftirliti, þ.á.m. markaðsskilgreiningar. Einn helstikosturinn við síðuna er að sérfræðingar hvers lands staðfesta gildi upplýsingana á síðunni á tveggja vikna fresti.

Bjarney Anna Bjarnadóttir, Halldór Karl Halldórsson og Þorbjörg Ásta Leifsdóttir skrifuðu leiðbeiningar varðandi samrunaeftirlit hérlendis; sjá nánar á Mergerfilers.com

Lesa meira
BBA Fjeldco og White & Case lögfræðiráðgjafar við sölu Íslandsbanka

Við hjá BBA//Fjeldco ásamt lögmannsstofunni White & Case LLP höfum verið ráðin til að veita Bankasýslu ríkisins og Íslandsbanka lögfræðilega ráðgjöf við sölu á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka.

Sjá hér frekari upplýsingar

Við hjá BBA//Fjeldco ásamt lögmannsstofunni White & Case LLP höfum verið ráðin til að veita Bankasýslu ríkisins og Íslandsbanka lögfræðilega ráðgjöf við sölu á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka.

Sjá hér frekari upplýsingar

Lesa meira
Enn og aftur fyrsta flokks umsagnir frá Legal 500

Eitt virtasta matsfyrirtæki heims, Legal 500, birti nýlega niðurstöður úttektar sinnar fyrir árið 2021. Enn og aftur fær BBA//Fjeldco framúrskarandi umsagnir á öllum sviðum hennar.

Eitt virtasta matsfyrirtæki heims, Legal 500, birti nýlega niðurstöður úttektar sinnar fyrir árið 2021. Enn og aftur fær BBA//Fjeldco framúrskarandi umsagnir á öllum sviðum hennar.

Hér má lesa meira um niðurstöðurnar.

Lesa meira
Samruni TM hf., Lykils fjármögnunar hf. og Kviku banka hf.

BBA//Fjeldco annaðist alla þætti lögfræðiráðgjafar vegna samrunans, sem er einn stærsti samruni síðustu ára, þ.m.t. ráðgjöf um fyrirkomulag samrunans, gerð samrunaskjala, skattaráðgjöf og samskipti við eftirlitsaðila, þ.e. Samkeppniseftirlitið, Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og Kauphöll.

BBA//Fjeldco annaðist alla þætti lögfræðiráðgjafar vegna samrunans, sem er einn stærsti samruni síðustu ára, þ.m.t. ráðgjöf um fyrirkomulag samrunans, gerð samrunaskjala, skattaráðgjöf og samskipti við eftirlitsaðila, þ.e. Samkeppniseftirlitið, Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og Kauphöll.

Lesa meira
BBA//Fjeldco veitti Kviku banka hf. lögfræðilega ráðgjöf við kaup á öllu hlutafé í Aur app ehf.

BBA//Fjeldco veitti Kviku banka hf. lögfræðilega ráðgjöf við kaup á öllu hlutafé í Aur app ehf., þar sem gerðir voru kaupsamningar við alla fyrrum hluthafa félagsins um kaup á hlutum í félaginu. Aur var stofnað árið 2015 sem...

BBA//Fjeldco veitti Kviku banka hf. lögfræðilega ráðgjöf við kaup á öllu hlutafé í Aur app ehf., þar sem gerðir voru kaupsamningar við alla fyrrum hluthafa félagsins um kaup á hlutum í félaginu. Aur var stofnað árið 2015 sem einföld og fljótleg leið til að millifæra peninga og hefur á skömmum tíma byggt upp stóran hóp viðskiptavina, en um síðustu mánaðamót voru virkir notendur Aur appsins um 90 þúsund. Félagið hefur verið leiðandi í fjártækni á Íslandi með farsímagreiðslulausnir og nýja nálgun á neytendalánamarkaði.  

Kaupin á Aur er mikilvægt skref í þeirri vegferð Kviku að nýta tæknilausnir til þess að nútímavæða fjármálaþjónustu. Gert er ráð fyrir því að Aur, ásamt Netgíró, sem Kvika eignaðist 100% hlut í fyrr á árinu og þar sem BBA//Fjeldco veitti einnig lögfræðilega ráðgjöf, og fjártækniþjónustunni Auði muni gegna lykilhlutverki í stafrænni fjármálaþjónustu bankans í framtíðinni.   

Lesa meira
BBA//Fjeldco fær fyrsta flokks einkunn hjá Chambers Europe

Í niðurstöðum nýjustu úttektar virta matsfyrirtækisins Chambers Europe 2020, fær BBA//Fjeldco framúrskarandi umsögn sem fyrsta flokks lögmannsstofa á sínu sviði. Niðurstöðurnar eru ánægjulegar og hvetjandi fyrir teymi BBA//Fjeldco sem hefur það stöðugt að leiðarljósi að veita fyrsta flokks...

Í niðurstöðum nýjustu úttektar virta matsfyrirtækisins Chambers Europe 2020, fær BBA//Fjeldco framúrskarandi umsögn sem fyrsta flokks lögmannsstofa á sínu sviði. Niðurstöðurnar eru ánægjulegar og hvetjandi fyrir teymi BBA//Fjeldco sem hefur það stöðugt að leiðarljósi að veita fyrsta flokks þjónustu.

Sjá frekari upplýsingar:

https://chambers.com/guide/europe?publicationTypeGroupId=7&practiceAreaId=242&subsectionTypeId=1&locationId=109

Lesa meira
BBA//Fjeldco metin í hæsta gæðaflokki af hinu virta matsfyrirtæki Chambers Global

Hið virta matsfyrirtæki Chambers Global hefur birt niðurstöður sínar fyrir 2020 og metur BBA//Fjeldco enn á ný í hæsta gæðaflokki.

The internationa lguide to leading law firms, Chambers Global, ranks law firms within various legal practice areas. In 2020, BBA//Fjeldco was once again top-ranked within all of the firms main practice areas.

Sjá frekari upplýsingar:

https://chambers.com/guide/global?publicationTypeGroupId=2&practiceAreaId=242&subsectionTypeId=1&locationId=109

Lesa meira
BBA//Fjeldco aðstoðar Noona vegna fjárfestingar Salt Pay í Noona

Sprotafyrirtækið Noona tryggði sér nýlega fjárfestingu frá Salt Pay uppá 1,2 milljónir evra eða um 190 milljónir íslenskra króna. Með fjárfestingunni eignaðist Salt Pay 20% hlut í félaginu. Noona sem rekur bæði þjónustumarkaðstorg og tímabókunarkerfi mun nýta fjármögnunina...

Sprotafyrirtækið Noona tryggði sér nýlega fjárfestingu frá Salt Pay uppá 1,2 milljónir evra eða um 190 milljónir íslenskra króna. Með fjárfestingunni eignaðist Salt Pay 20% hlut í félaginu. Noona sem rekur bæði þjónustumarkaðstorg og tímabókunarkerfi mun nýta fjármögnunina til að sækja á erlendan markað.

Lögmenn BBA//Fjeldco, þeir Þórir Júlíusson, Stefán Björn Stefánsson og Friðbert Þór Ólafsson veittu Noona ráðgjöf í tengslum við fjárfestingu Salt Pay í Noona.

Sjá frekari upplýsingar hér:
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2021/01/26/noona_saekir_190_milljonir_og_stefnir_ut/

Lesa meira
BBA//Fjeldco veitti Securitas ráðgjöf í útboði Veitna

Í febrúar 2021 tóku Veitur tilboði Securitas í uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum hjá viðskiptavinum Veitna. Með snjallmælunum fást betri upplýsingar og yfirsýn yfir veitukerfin og verður þannig framvegis hægt að senda mánaðarlega reikninga byggða á raunnotkun í...

Í febrúar 2021 tóku Veitur tilboði Securitas í uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum hjá viðskiptavinum Veitna. Með snjallmælunum fást betri upplýsingar og yfirsýn yfir veitukerfin og verður þannig framvegis hægt að senda mánaðarlega reikninga byggða á raunnotkun í stað áætlunarreikninga. Samningurinn er um 1.800 milljóna króna virði. Lögmenn BBA//Fjeldco, þeir Þórir Júlíusson og Friðbert Þór Ólafsson aðstoðuðu Securitas í útboðsferlinu og veittu þeim ráðgjöf í tengslum við samningsgerðina.

Lögmenn BBA//Fjeldco, þeir Þórir Júlíusson og Friðbert Þór Ólafsson aðstoðuðu Securitas í útboðsferlinu og veittu þeim ráðgjöf í tengslum við samningsgerðina.

Sjá frekari upplýsingar hér:
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2021/02/15/gera_samning_vid_securitas_upp_a_1_8_milljarda/

Lesa meira
BBA//Fjeldco veitti View Software ráðgjöf við kaup á MainManager

Í desember 2020 var íslenska félagið MainManager selt til norska félagsins View Software. MainManager hefur náð góðum árangri á erlendum mörkuðum með hugbúnaðarkerfi sín fyrir fasteignir. View Software er leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum á sviði...

Í desember 2020 var íslenska félagið MainManager selt til norska félagsins View Software. MainManager hefur náð góðum árangri á erlendum mörkuðum með hugbúnaðarkerfi sín fyrir fasteignir. View Software er leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum á sviði rekstrar, iðnaðar og fasteigna. Með kaupunum styrkir View Software stöðu sína á markaðnum og er félagið nú með skrifstofur í átta löndum, þ.m.t. Reykjavík.

Lögmenn BBA//Fjeldco, þeir Halldór Karl Halldórsson, Tómas Magnús Þórhallsson og Sigvaldi Fannar Jónsson gættu hagsmuna View Software og veittu félaginu ráðgjöf við kaupin.

Nánari upplýsingar: https://www.vb.is/frettir/view-software-kaupir-mainmanager/165858/

Lesa meira
BBA//Fjeldco óskar eftir að ráða lögfræðing á skattasvið

BBA//Fjeldco er leiðandi lögmannsstofa á Íslandi og á sviði fjármála- og fyrirtækjalögfræði. Við óskum eftir öflugum einstaklingum í okkar teymi og í boði eru krefjandi og metnaðarfull störf í alþjóðlegu vinnuumhverfi.

Fyrirtækið er með skrifstofur í Reykjavík og í London ásamt starfsemi í Frakklandi.

BBA//Fjeldco óskar eftir að ráða lögfræðing á skattasvið.

// Lögfræðingur á skattasvið


Hæfniskröfur
  • Að minnsta kosti tveggja ára reynsla á skattasviði
  • Reynsla á sviði fyrirtækja- og fjármálalögfræði er kostur
  • Góð enskukunnátta er skilyrði
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Frumkvæði í starfi
  • Hæfni til að vinna í krefjandi vinnuumhverfi og undir miklu álagi


BBA//Fjeldco er leiðandi lögmannsstofa á Íslandi og á sviði fjármála- og fyrirtækjalögfræði. Við óskum eftir öflugum einstaklingum í okkar teymi og í boði eru krefjandi og metnaðarfull störf í alþjóðlegu vinnuumhverfi.
Fyrirtækið er með skrifstofur í Reykjavík og í London ásamt starfsemi í Frakklandi.

Umsóknir berist á umsokn@bbafjeldco.is. Umsóknarfrestur er til og með 17.mars 2023.

Lesa meira
BBA//Fjeldco veitti Total Specific Solutions ráðgjöf vegna kaupa á öllu hlutafé í DK Hugbúnaði ehf.

Hollenska fyrirtækið Total Specific Solutions hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu DK Hugbúnaði ehf. BBA//Fjeldco gætti hagsmuna kaupanda í viðskiptunum. Lögmenn stofunnar framkvæmdu lögfræðilega áreiðanleikakönnun á DK Hugbúnaði og veittu kaupanda ráðgjöf varðandi kaupin.

Hollenska fyrirtækið Total Specific Solutions hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu DK Hugbúnaði ehf. BBA//Fjeldco gætti hagsmuna kaupanda í viðskiptunum. Lögmenn stofunnar framkvæmdu lögfræðilega áreiðanleikakönnun á DK Hugbúnaði og veittu kaupanda ráðgjöf varðandi kaupin. Auk þess unnu þeir náið með lögmönnum seljenda að skjalagerð og uppgjöri vegna kaupanna. Viðskiptin eru ein stærstu fyrirtækjaviðskipti ársins hér á landi og með stærri fjárfestingum erlendra aðila í íslensku fyrirtæki í lengri tíma.

Lesa meira
BBA//Fjeldco veitti Scottish Equity Partners lögfræðilega ráðgjöf vegna fjárfestingar sjóðsins í Dohop

Hinn 20. nóvember 2020 tryggði íslenska ferðatæknifyrirtækið Dohop sér á annan milljarð íslenskra króna í fjármögnun frá Scottish Equity Partners (SEP), breskum fjárfestingasjóði sem sérhæfir sig í fjárfestingum í vaxandi tæknifyrirtækjum. SEP er einn af leiðandi vaxtarsjóðum í...

Hinn 20. nóvember 2020 tryggði íslenska ferðatæknifyrirtækið Dohop sér á annan milljarð íslenskra króna í fjármögnun frá Scottish Equity Partners (SEP), breskum fjárfestingasjóði sem sérhæfir sig í fjárfestingum í vaxandi tæknifyrirtækjum. SEP er einn af leiðandi vaxtarsjóðum í Evrópu og hefur í 20 ár hjálpað tæknifyrirtækjum að vaxa og dafna og ná markmiðum sínum.

Lögmenn BBA//Fjeldco, þeir Baldvin Björn Haraldsson, Stefán Reykjalín og Tómas Magnús Þórhallsson gættu hagsmuna SEP og veittu sjóðnum ráðgjöf við umrædda fjárfestingu.

Nánari upplýsingar: https://www.vb.is/frettir/dohop-tryggir-fjarmognun-fra-sep/165414/

Lesa meira
Handbók um íslenska löggjöf á sviði samruna og yfirtaka

Baldvin Björn Haraldsson, eigandi, og Stefán Reykjalín, verkefnastjóri, aðstoðuðu The Legal 500 við gerð handbókar um regluverk samruna og yfirtaka í fjölda ríkja. Handbókin er samansafn úttekta fjölda lögmannsstofa á heimsvísu á löggjöf sem tekur til samruna og...

Baldvin Björn Haraldsson, eigandi, og Stefán Reykjalín, verkefnastjóri, aðstoðuðu The Legal 500 við gerð handbókar um regluverk samruna og yfirtaka í fjölda ríkja. Handbókin er samansafn úttekta fjölda lögmannsstofa á heimsvísu á löggjöf sem tekur til samruna og yfirtaka.

Hér má finna umfjöllun Baldvins og Stefáns á ensku.

Lesa meira
BBA//Fjeldco fær hæstu einkunn hjá matsfyrirtækinu ILFR1000

Í niðurstöðum nýjustu úttektar virta matsfyrirtækisins IFLR1000 - The Guide of the World's leading Financial Lawfirms - fær BBA//Fjeldco framúrskarandi umsögn sem fyrsta flokks lögmannsstofa á sínu sviði. Niðurstöðurnar eru ánægjulegar og hvetjandi fyrir teymi BBA//Fjeldco sem hefur...

Í niðurstöðum nýjustu úttektar virta matsfyrirtækisins IFLR1000 - The Guide of the World's leading Financial Lawfirms - fær BBA//Fjeldco framúrskarandi umsögn sem fyrsta flokks lögmannsstofa á sínu sviði. Niðurstöðurnar eru ánægjulegar og hvetjandi fyrir teymi BBA//Fjeldco sem hefur það stöðugt að leiðarljósi að veita fyrsta flokks þjónustu og viðhalda sínu góða orðspori.

Hérna má lesa nánar um úttekt á stofunni.

Lesa meira
Netfyrirlestur um nýtingu jarðvarma á harðhitasvæðum

Baldvin Björn Haraldsson, eigandi, og Antoine Lochet, sérfræðingur, tóku til umfjöllunar lögfræðileg álitamál í tengslum við orkunýtingu á jarðvarmasvæðum, eða Geothermal Industrial Parks, á netfyrirlestri á vegum bandarísku Orkumálastofnunarinnar (USEA) og alþjóðlegu framfarastofnunar Bandaríkjanna (USAID).

Baldvin Björn Haraldsson, eigandi, og Antoine Lochet, sérfræðingur, tóku til umfjöllunar lögfræðileg álitamál í tengslum við orkunýtingu á jarðvarmasvæðum, eða Geothermal Industrial Parks, á netfyrirlestri á vegum bandarísku Orkumálastofnunarinnar (USEA) og alþjóðlegu framfarastofnunar Bandaríkjanna (USAID).

Baldvin og Antoine fjölluðu um lögfræðileg álitamál og áskoranir í tengslum við nýtingu jarðvarma. Fjölluðu þeir bæði um lögfræðileg álitamál tengd eignarhaldi á auðlindum, aðgang að landi, leyfisveitingum og fleiru sem og kynntu rannsókn á auðlindagarðinum á Reykjanesi.

Hlekkur að myndbandi:

LegalAspects and Challenges of Geothermal Industrial Parks

Lesa meira
Páll Jóhannesson gengur til liðs við BBA//Fjeldco

Við hjá BBA//Fjeldco erum einstaklega stolt af að tilkynna að Páll Jóhannesson hefur gengið til liðs við stofuna.

Við hjá BBA//Fjeldco erum einstaklega stolt af að tilkynna að Páll Jóhannesson hefur gengið til liðs við stofuna. Páll kemur til með að leiða sérhæft skattateymi stofunnar sem mun veita lögfræðilega ráðgjöf á sviði skattamála. Mikilvægur liður í þjónustu BBA//Fjeldco gagnvart viðskiptavinum er að geta veitt sérhæfða skattaráðgjöf sem hluta af sérhæfðri alhliða ráðgjöf.

Lesa meira
Enn og aftur fyrsta flokks umsagnir frá Legal 500

Eitt virtasta matsfyrirtæki heims, Legal 500, birti nýlega niðurstöður úttektar sinnar fyrir árið 2020. Enn og aftur fær BBA//Fjeldco framúrskarandi umsagnir á öllum sviðum hennar.

Eitt virtasta matsfyrirtæki heims, Legal 500, birti nýlega niðurstöður úttektar sinnar fyrir árið 2020. Enn og aftur fær BBA//Fjeldco framúrskarandi umsagnir á öllum sviðum hennar.

Hér má lesa meira um niðurstöðurnar.

Lesa meira
BBA//Fjeldco aðstoðar Reykjavík DC við gerð rafmagnssamnings við Landsvirkjun um afhendingu á allt að 12 MW til nýs gagnavers við Korputorg í Reykjavík

18. desember 2019 gerðu Landsvirkjun og Reykjavík DC hf., nýtt hátæknisetur í Reykjavík, samning um orkukaup. Landsvirkjun mun sjá setrinu fyrir orku upp að 12 MW. Um er að ræða 10. samninginn sem Landsvirkjun gerir við aðila sem...

18. desember 2019 gerðu Landsvirkjun og Reykjavík DC hf., nýtt hátæknisetur í Reykjavík, samning um orkukaup. Landsvirkjun mun sjá setrinu fyrir orku upp að 12 MW. Um er að ræða 10. samninginn sem Landsvirkjun gerir við aðila sem skilgreindur er sem kaupandi með mikla orkuþörf og er samkomulagið vottað sem græn orkukaup (Green Power Purchase). Í því felst að Reykjavík DC hf. getur staðreynt uppruna orkunnar, þ.e. að hún komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum.

Bjarki Diego og Tómas Magnús Þórhallsson hafa gætt hagsmuna Reykjavík DC hf. og veittu félaginu ráðgjöf í tengslum við samningsferlið við Landsvirkjun.
Nánari upplýsingar má finna á vef Landvirkjunnar.

Lesa meira
Evrópska orkuhandbókin 2019-2020

Í Evrópsku orkuhandbókinni 2019-2020 (European Energy Handbook) er að finna umfjöllun frá BBA//Fjeldco þar sem fjallað er um lagaramma og regluverk á Íslandi utan um orkumarkaðinn, sem og nýlega þróun á íslenskum orkumarkaði.

Í Evrópsku orkuhandbókinni 2019-2020 (European Energy Handbook) er að finna umfjöllun frá BBA//Fjeldco þar sem fjallað er um lagaramma og regluverk á Íslandi utan um orkumarkaðinn, sem og nýlega þróun á íslenskum orkumarkaði.

Handbókin veitir innsýn inn í núverandi stöðu orkugeirans í lögsögum 42 evrópuríkja. Í ár var áhersla lögð á innsýn í evrópska Orkusambandið (Energy Union), innleiðing orkupakka frá ESB og verkefnið Hrein orka fyrir alla Evrópubúa (Clean Energy for All Europeans) sem og uppfærslu orkustefnu ESB til að draga úr útblæstri fyrirtækja á gróðurhúsalofttegundum og umskipta í átt að hreinni orku.

Meðal þess sem átt hefur sér stað í þróun orkumála á Íslandi er Umhverfisstefnan sem ríkisstjórnin kynnti í september á árinu 2018, í viðleitni sinni til að uppfylla skyldur ríkisins skv. Parísarsáttmálanum fyrir árið 2030 og ná metnaðarfullum markmiðum ríkisstjórnarinnar þess efnis að Ísland verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Ennfremur tók ísland þátt í stofnun GGA - Global Geothermal Alliance - sem stefnir á að auka framleiðslu jarðvarmaorku um 500% með þeim innviðum sem þegar eru til staðar og auka notkun jarðvarma til upphitunar um 200% fyrir árið 2030.

Greinina skrifuðu Baldvin Björn Haraldsson, eigandi, Antoine Lochet, ráðgjafi, og Anna Björg Guðjónsdóttir, fulltrúi, hjá BBA//Fjeldco.

https://www.herbertsmithfreehills.com/latest-thinking/european-energy-handbook-2019-2020

Lesa meira
Claire Broomhed gengur til liðs við BBA//Fjeldco

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Claire Broomhead hefur gengið til liðs við BBA//Fjeldco sem eigandi og mun starfa á skrifstofu stofunnar í London. Claire hefur umfangsmikla reynslu af fyrirtækjalögfræði, samrunum og kaupum og sölum fyrirtækja, fjárhagslegri...

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Claire Broomhead hefur gengið til liðs við BBA//Fjeldco sem eigandi og mun starfa á skrifstofu stofunnar í London. Claire hefur umfangsmikla reynslu af fyrirtækjalögfræði, samrunum og kaupum og sölum fyrirtækja, fjárhagslegri endurskipulagningu félaga og almennri ráðgjöf við fyrirtæki, og hefur unnið að mörgum af stærstu viðskiptaverkefnum á Íslandi síðan 2011. Claire vann áður hjá Eversheds í Bretlandi, Mallesons Stephen Jaques í Ástralíu og Logos í London. Hlakkar okkur mikið til samstarfsins og þykir okkur ljóst að sérhæfing og reynsla Claire komi til með að nýtast stofunni vel og efla skrifstou okkar í London.

Með skrifstofu BBA//Fjeldco í London og alþjóðlegum réttindum starfsmanna stofunnar, ásamt umfangsmiklu neti af alþjóðlegum lögfræðistofum, bönkum og fjárfestingasjóðum, leggur BBA//Fjeldco áherslu á að stofan sé skýr valkostur við val á ráðgjafa í verkefnum sem tengjast viðskiptum milli Íslands og Bretlands sem og öðrum alþjóðlegum verkefnum.

Lesa meira
Nýir sérfræðingar ganga til liðs við BBA//Fjeldco

BBA//Fjeldco hefur ráðið til sín tvo nýja sérfræðinga, Sölva Sölvason, lögmann, fyrrum forstöðumann á fyrirtækjasviði Arion banka og Þorbjörgu Ástu Leifsdóttur, sem starfaði hjá samkeppnisréttadeild Kroman Reumert í Danmörku. Markmið ráðninganna er að auka sérþekkingu í samkeppnisrétti og...

BBA//Fjeldco hefur ráðið til sín tvo nýja sérfræðinga, Sölva Sölvason, lögmann, fyrrum forstöðumann á fyrirtækjasviði Arion banka og Þorbjörgu Ástu Leifsdóttur, sem starfaði hjá samkeppnisréttadeild Kroman Reumert í Danmörku. Markmið ráðninganna er að auka sérþekkingu í samkeppnisrétti og dýpka sérhæfingu og þjónustu stofunnar vegna fjármögnunar fyrirtækja.

Sölvi Sölvason hefur starfað sem forstöðumaður hjá Arion banka frá árinu 2010, en starfaði áður m.a. hjá Íslandsbanka, Kaupþingi banka og Kaupthing Bank Luxembourg. Sölvi, sem hefur um áratuga skeið unnið með fjármálafyrirtækjum að fjármögnun fyrirtækja, mun stýra sérhæfðu teymi innan BBA//Fjeldco, sem mun annast gerð fjármögnunarsamninga fyrir viðskiptavini stofunnar.

Þorbjörg Ásta Leifsdóttir hefur mikla reynslu af samkeppnisrétti, en undanfarin ár hefur hún starfað hjá samkeppnisréttardeild Kromann Reumert, sem er ein fremsta lögmannsstofa Danmerkur. Þorbjörg útskrifaðast með BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2015, en með meistaragráðu í lögfræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2017.

Lesa meira
BBA og Fjeldsted&Blöndal

BBA og Fjeldsted&Blöndal, tvær leiðandi lögmannstofur á Íslandi á sviði fyrirtækjalögfræði, sameinuðust í dag í BBA//Fjeldco.

BBA og Fjeldsted&Blöndal, tvær leiðandi lögmannstofur á Íslandi á sviði fyrirtækjalögfræði, sameinuðust í dag í BBA//Fjeldco.  

Með samrunanum verður til fyrsta flokks lögmannsstofa með vítt starfssvið sem er augljós kostur við val á þjónustu vegna flókinna og krefjandi verkefna á sviði fyrirtækjalögfræði, hvort sem eru innlend eða alþjóðleg.  

BBA//Fjeldco býr yfir meira en 25 sérhæfðum lögfræðingum og lögmönnum, sérhæfðum í fyrirtækjalögfræði, með málflutningsréttindi á Íslandi, í Englandi, Frakklandi og New York. Stofan mun starfrækja skrifstofur í Reykjavík og London, ásamt starfsemi í Frakklandi.  

Lesa meira
BBA og Fjeldsted&Blöndal tilkynna um samruna

BBA og Fjeldco hafa komið að flestum stærstu viðskiptasamningum og verkefnum á Íslandi undanfarin ár, fjármögnunarverkefnum, innviðauppbyggingu, samrunum og yfirtökum, fasteignaviðskiptum, fjarskiptaviðskipgum og orkumálum. Í samrunanum felst sóknarfæri þar sem tvær leiðandi lögmannsstofur sameina krafta sína til að...

BBA og Fjeldco hafa komið að flestum stærstu viðskiptasamningum og verkefnum á Íslandi undanfarin ár, fjármögnunarverkefnum, innviðauppbyggingu, samrunum og yfirtökum, fasteignaviðskiptum, fjarskiptaviðskipgum og orkumálum. Í samrunanum felst sóknarfæri þar sem tvær leiðandi lögmannsstofur sameina krafta sína til að bjóða fyrsta flokks lögfræðiþjónustu sem verður augljós fyrsti kostur þegar um viðamikil og flókin verkefni á sviði fyrirtækjalögfræði ræðir, hvort sem eru innlend eða alþjóðleg verkefni. Stofan mun heita BBA//Fjeldco og búa yfir meira en 25 sérhæfðum lögfræðingum og lögmönnum, sérhæfðum í fyrirtækjalögfræði, með málflutningsréttindi á Íslandi, í Englandi, Frakklandi og New York. Stofan mun starfrækja skrifstofur í Reykjavík og London, ásamt starfsemi í Frakklandi.

Lesa meira
BBA//Fjeldco leiðandi lögmannstofa á Íslandi samkvæmt úttekt Chambers Global 2019

Eitt virtasta matsfyrirtæki heims, sem tekur út þjónustu lögmannsstofa, Chambers & Partners, hefur gefið út niðurstöður úttekta fyrir árið 2019. Enn á ný er BBA//Fjeldco talin leiðandi lögmannstofa sem veitir fyrsta flokks þjónustu á öllum starfssviðum stofunnar.


Eitt virtasta matsfyrirtæki heims, sem tekur út þjónustu lögmannsstofa, Chambers & Partners, hefur gefið út niðurstöður úttekta fyrir árið 2019. Enn á ný er BBA//Fjeldco talin leiðandi lögmannstofa sem veitir fyrsta flokks þjónustu á öllum starfssviðum stofunnar.
Lesa meira
BBA//Fjeldco í fyrsta sæti hjá IFLR100

Í nýjustu úttekt IFLR100 - úttekt á leiðandi stærstu lögmannsstofum í heimi á sviði fyrirtækja- og fjármunaréttar - er BBA//Fjeldco í fyrsta sæti - Top Tier Firm.

Í nýjustu úttekt IFLR100 - úttekt á leiðandi stærstu lögmannsstofum í heimi á sviði fyrirtækja- og fjármunaréttar - er BBA//Fjeldco í fyrsta sæti - Top Tier Firm.

Hérna má lesa nánar um úttekt á stofunni.

Lesa meira
Jarðvarmahandbók BBA//Fjeldco

Jarðvarmahandbók BBA//Fjeldco (e. Geothermal Transparency Guide) er nú aðgengilegt á netinu. Handbókin er gagnagrunnur sem er ætlað að veita yfirsýn yfir regluverkið sem gildir um könnun og þróun á nýtingu jarðvarmaorku, sem og tölfræðilegt yfirlit yfir nýtingu jarðvarmaorku.

Jarðvarmahandbók BBA//Fjeldco (e. Geothermal Transparency Guide) er nú aðgengilegt á netinu. Handbókin er gagnagrunnur sem er ætlað að veita yfirsýn yfir regluverkið sem gildir um könnun og þróun á nýtingu jarðvarmaorku, sem og tölfræðilegt yfirlit yfir nýtingu jarðvarmaorku.

Enn sem komið er hefur jarðvarmaorka verið nýtt eða er aðgengileg í 16 löndum og má finna upplýsingar um þessi lönd og orkuna í handbókinni. Markmiðið með handbókinni er að veita innsýn í regluverk hvers ríkis, sem er nauðsynlegt til að auka gagnsæi og aðgengi að reglum um leyfi til könnunar og nýtingar á orku sem unnin er úr jarðvarma og hvernig leyfin skuli nýtt.

https://lnkd.in/ewtPs8i

Lesa meira

IS

EN