Nýleg verkefni

Alvotech gengur að 22,8 milljarða tilboði í hlutabréf í félaginu eftir að hafa fengið leyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu við Humira frá FDA í Bandaríkjunum

Þann 26. febrúar síðastliðinn, í kjölfar þess að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) veitti félaginu leyfi til sölu- og markaðssetningar á Simlandi, líftæknilyfjahliðstæðu við gigtarlyfið Humira, tilkynnti Alvotech að félagið hefði gengið að tilboði frá hópi fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila um sölu á hlutabréfum að verðmæti um 22,8 milljarða króna.

Alvotech er líftæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á líftæknihliðstæðulyfjum fyrir sjúklinga um allan heim og var fyrsta íslenska fyrirtækið sem var skráð á hlutabréfamarkað bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum.

BBA//Fjeldco veitti Alvotech lögfræðilega ráðgjöf vegna sölu á hlutabréfunum og óskar stjórnendum og starfsfólki til hamingju með þennan áfanga í vegferð félagsins í átt að auknu aðgengi sjúklinga um allan heim að hágæða líftæknilyfjum og við að koma líftæknilyfjahliðstæðum Alvotech á markaði á heimsvísu.

Lokað útboð nýs hlutafjár í Amaroq Minerals Ltd.

BBA//Fjeldco voru ráðgjafar Landsbankans og Fossa fjárfestingarbanka vegna lokaðs útboðs nýs hlutafjár í Amaroq Minerals Ltd. Útboðið var vel heppnað en upprunalega var horft til þess að safna um 5,2 milljörðum króna, sem síðan var stækkað í um 7,6 milljarða króna vegna verulegrar umframeftirspurnar. Hlutverk BBA//Fjeldco í útboðinu fólst í því að annast alla skjalagerð milli félagsins og bankanna og á milli félagsins og fjárfesta. Þá aðstoðaði BBA//Fjeldco bankanna við markaðsþreifingarferlið, sem og að safna áskriftum fyrir hönd félagsins og tilkynna um úthlutun.

Coloplast hefur fest kaup á öllu hlutafé í sprotafyrirtækinu Kerecis.

BBA//Fjeldco veitti danska stórfyrirtækinu Coloplast lagalega ráðgjöf við kaup þess á öllu hlutafé í Kerecis. Fyrirtækið var metið á allt að 1.3 milljarða Bandaríkjadala í kaupunum, sem gerir Kerecis að hinum fyrsta svokallaða "einhyrningi" Íslands og kaupin sömuleiðis með þeim stærstu í sögunni. Kerecis var stofnað á Ísafirði, þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru enn staðsettar, og hefur vaxið ört undanfarin ár. Það sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á lækningavörum úr þorskroði til meðhöndlunar á þrálátum sárum og brunasárum. Coloplast er leiðandi á alþjóðamarkaði í sölu og markaðssetningu á hjúkrunarvörum sem bæta og auka lífsgæði fólks með sértæka sjúkdóma. Sterk staða Kerecis á mörkuðum í Bandaríkjunum ásamt því að Coloplast er danskt fyrirtæki jók á flækjustig áreiðanleikakönnunar og samningagerðar en aðilar kaupanna nutu að sama skapi reynslu BBA//Fjeldco af gerð alþjóðlegra viðskiptasamninga.

Kaup og uppbygging Safír bygginga ehf. á Orkureitnum í Reykjavík.

BBA//Fjeldco var ráðgefandi er Safír byggingar ehf. keypti byggingarheimildir fyrir hinn svokallaða Orkureit við Ármúla í Reykjavík fyrir 5,1 billjón króna.  Orkureiturinn er nýtt vistvænt íbúðahverfi sem spannar yfir 40,000 m2 og þar munu verða 436 íbúðir ásamt rýmum fyrir verslanir og þjónustu. Stofan sá um áreiðanleikakannanir, samningaviðræður, strúktúr og víðtæka samningagerð. BBA//Fjeldco veitti einnig lögfræðilega ráðgjöf við fjármögnun kaupanna, sem fólu í sér bæði nýtt fjármagn frá fjárfestum og lántöku, og mun halda áfram að veita ráðgjöf við áframhaldandi uppbyggingu reitsins, t.a.m samningagerð varðandi starfsmanna- og skipulagsmál o.fl.

Horn IV slhf. hefur samið um kaup á 45% hlut í REA ehf.

Horn IV slhf., 15 milljarða framtakssjóður í rekstri Landsbréfa hf., hefur samið um kaup á 45% hlut í REA ehf., sem á íslensku flugafgreiðslufyrirtækin Airport Associates og SouthAir. Félögin gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi Keflavíkurflugvallar og með kaupunum verður Horn IV slhf. stærsti einstaki hluthafi REA ehf. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Sala á Menn&Mýs til Bluecat Networks.

BBA//Fjeldco ráðlagði MM Holdings ehf. (dótturfyrirtæki framtakssjóðsins SÍA III slhf.) og öðrum hluthöfum í íslenska tæknifyrirtækinu Men&Mice ehf. þegar fyrirtækið var selt kanadíska fyrirtækinu BlueCat Networks. Menn&Mýs sérhæfir sig í þróun og sölu hugbúnaðarlausna fyrir DNS-, DHCP- og IP-innviði (DDI) alþjóðlegra stórfyrirtækja og stofnana, s.s. Micetro, sem var hönnuð með það að markmiði að auka afköst og öryggi í samskiptum við skýjaþjónustur fyrir DNS og IPAM. Þetta er nýjasta fjárfesting Bluecat og er tilgangur hennar að styrkja stöðu fyrirtækisins enn frekar á alþjóðlegum mörkuðum. BBA//Fjeldco veitti seljendunum ráðgjöf í tengslum við samningagerð í söluferlinu, þ.m.t. kaup- og sölusamningum, nýtingu á hlutabréfaréttindum og sölu á valréttarhlutum.

BBA//Fjeldco ráðleggur Hörpu tónlistar- og ráðstefnu húsi ehf. í fordæmisgefandi máli gegn ÍAV ehf.

BBA//Fjeldco veitti Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi lagalega ráðgjöf í deilu við ÍAV hf. varðandi viðurkenningu á skaðabótaskyldu og er þetta í fyrsta sinn sem íslenskir dómstólar þurfa að ákveða hvort fara eigi eftir fordæmum eða nýrri löggjöf sem var ekki í gildi þegar samningar voru gerðir.

LANGISJÓR KAUPIR FREYJU

BBA//Fjeldco veitti Langasjó lögfræðilega ráðgjöf við kaup á Freyju, þ.m.t. við gerð lögfræðilegrar og skattalegrar áreiðanleikakönnunar og kaupsamningsgerð.

Fjölskyldufyrirtækið Freyja, sem var stofnað árið 1918, er elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi. Freyja framleiðir og markaðssetur ótal vel þekkt vörumerki fyrir sinn heimamarkað hér á Íslandi en einnig til útflutnings þar sem sælgætið frá Freyju er í stöðugri sókn. Langisjór er móðurfélag nokkurra fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum m.a. Mata hf., Matfugl ehf. og Síld og fiskur ehf.,fjárfestingarfélagsins Brimgarðar ehf. og Ölmu íbúðarfélags hf. sem er eitt stærsta fasteignafélag landsins.

 

Sjá frekari uppl.hér: https://www.vb.is/frettir/selur-freyju-til-langasjos/ og hér: https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2022/11/29/langisjor_kaupir_freyju_saelgaetisgerd/

Alvotech selur hlutabréf fyrir 19,5 milljarða króna í lokuðu útboði til fagfjárfesta

Líftæknifélagið Alvotech, fyrsta íslenska félagið sem tekið var til viðskipta á markaði í Bandaríkjunum og Íslandi, hefur lokið sölu hlutabréfa í félaginu í lokuðu útboði fyrir um 19,5 milljarða króna eða sem samsvarar um 137 milljónum Bandaríkjadala. Hlutabréfin voru seld til breiðs hóps innlendra fagfjárfesta og voru íslenskir lífeyrissjóðir þar á meðal.

BBA//Fjeldco veitti Alvotech lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við útboðið og óskar stjórnendum og starfsmönnum félagsins innilega til hamingju með áfangann.

 

BBA//Fjeldco ráðleggur Arion Banka við fjármögnun á kaupum á Origo.

BBA//Fjeldco ráðlagði Arion Banka í tengslum við fjármögnun yfirtöku AU22 ehf. (framtakssjóður í eigu Alfa Framtaks hf.) á öllu hlutafé Origo hf., tækniþjónustufyrirtæki sem er markaðsleiðandi á Norðurlöndunum og skráð á markað á Íslandi. Yfirtökutilboðið var sett fram í lok janúar 2023 og gilti til febrúarloka 2023. Viðskiptin voru sérstaklega flókin og krefjandi vegna tímarammans og eins regluverks í kringum yfirtökur á skráðum félögum. BBA//Fjeldco var einnig ráðgefandi þegar Arion Banki fjármagnaði kaup AU22 ehf. á hlutafé í Origo fyrir yfirtökutilboðið og fólst ráðgjöfin m.a. í samningaviðræðum, strúktúr og víðtækri samningagerð.

BBA//FJELDCO ÚTBÝR SAMANBURÐARSKÝRSLU UM VINDORKULÖGGJÖF Í SKOTLANDI, NOREGI, DANMÖRKU OG NÝJA SJÁLANDI FYRIR UMHVERFIS-, ORKU- OG LOFTSLAGSRÁÐUNEYTIÐ.

BBA//Fjeldco útbjó samanburðarskýrslu um vindorkulöggjöf í Skotlandi, Noregi, Danmörku og Nýja Sjálandi fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og var áhersla lögð á regluverk vindorkuframleiðslu, þar á meðal leyfisveitingar, umhverfismál, ákvarðanatöku stjórnsýslu og sveitarfélaga, aðkomu ríkisaðila, ágreiningsmál og kröfur (þar með talið landréttindi), ívilnanir og fleira. Til viðbótar var farið yfir vindorkulöggjöf í Frakklandi, Svíþjóð og Hollandi. Starfshópur um frumvarp til laga um vindorku á Íslandi sem skipaður var af ráðuneytinu mun styðjast við skýrsluna í starfi sínu.

Alvotech selur hlutabréf fyrir 70 milljónir USD í lokuðu útboði.

BBA//Fjeldco veitti líftæknilyfjafélaginu Alvotech lagalega ráðgjöf í lokuðu hlutafjárútboði félagsins og útgáfu breytanlegra skuldabréfa að upphæð USD 70,000,000, en meðal þáttakenda voru íslenskir lífeyrissjóðir og aðrir stórir fagfjárfestar. Þetta voru flókin alþjóðleg viðskipti með aðkomu fjölmargra alþjóðlegra lögfræðifyrirtækja og þurfti að taka tillit til laga í Lúxemborg þar sem Alvotech er stofnað þar í landi.

Alvotech skráð á almenna Nasdaq markaðinn á Íslandi.

BBA//Fjeldco var ráðgefandi er alþjóðlega líftæknilyfjafélagið Alvotech var skráð á almenna Nasdaq markaðinn á Íslandi, eftir vel heppnaða skráningu á Nasdaq First North Growth markaðinn fyrr á árinu en Alvotech er fyrsta íslenska fyrirtækið sem er skráð á bandarískan og íslenskan markað á sama tíma, ásamt því að vera lengi vel eina íslenska fyrirtækið sem er skráð á markað í Bandaríkjunum. Alvotech er einnig stærsta fyrirtækið á íslenska markaðinum, með USD 3,250,000,000 markaðsvirði. Þetta voru flókin alþjóðleg viðskipti og þurfti að taka tillit til laga á Íslandi og í Lúxemborg þar sem Alvotech er stofnað þar í landi.

Hampiðjan eignast Morenot AS.

BBA//Fjeldco ráðlagði Holding Cage AS in tengslum við kaup Hampiðjunnar á norska félaginu Morenot AS sem þjónustar og selur vörur til sjávarútvegsfyrirtækja, fiskeldi og olíuiðnaði. Hampiðjan er alþjóðlegt fyrirtæki og leiðandi á sviði framleiðslu neta og veiðarfæra sem nú starfar á 35 stöðum víðsvegar um heiminn frá Alaska til Nýja-Sjálands. Morenot AS styrkir markaðsstöðu samsteypu Hampiðjunnar enn frekar. Kaupin fólu í sér víðtækar áreiðanleikakannanir og voru háð samþykki samkeppnisyfirvalda á Íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi.

BRÚARFJÁRMÖGNUN BNP PARIBAS FORTIS SA/NV TIL MAREL HF.

BBA//Fjeldco veitti BNP Paribas Fortis SA/NV lagalega ráðgjöf í brúarfjármögnun þeirra til Marel hf. að upphæð EUR 150m og var hluti af kaupum Marel hf. á Wenger Manufacturing LLC. Marel hf. er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu matvælavinnslutækja og er eitt stærsta skráða fyrirtæki á Íslandi. Wenger Manufacturing LLC er alþjóðegt fyrirtæki sem er markaðsleiðandi í vinnslulausnum fyrir gæludýrafóður, plöntuprótein og fiskafóður, og fjárfestingin mun opna nýja og spennandi markaði fyrir Marel hf.

BBA//Fjeldco veitti lögfræðiráðgjöf í tengslum við fjármögnun á kaupum Ardian á Mílu

BBA//Fjeldco var Íslandsbanka til ráðgjafar í tengslum við fjármögnun á kaupum franska fjárfestingasjóðsins Ardian France SA á Mílu ehf. Í því fólst m.a. ráðgjöf og viðræður í tengslum við gerð lánssamnings og skjalagerð vegna útgáfu skuldabréfa, samkomulag lánardrottna og tryggingaráðstafanir.

Sala Íslandsbanka hf. á Reykjavík DC hf. til Vauban Infrastructure Partners.

BBA//Fjeldco veitti Íslandsbanka hf. lagalega ráðgjöf í sölu á Reykjavík DC hf., einu fullkomnasta gagnaveri á Íslandi, til íslensks félags sem franski fjárfestingarsjóðurinn Vauban Infrastructure Partners á meirihluta í. Íslandsbanki eignaðist Reykjavík DC hf. í kjölfar skuldauppgjörs við kröfuhafa félagsins og jók það á flækjustig sölunnar varðandi samningaviðræður og skjalagerð. BBA//Fjeldco aðstoðaði við gerð samnings um hlutabréfakaup ásamt því að ráðleggja bankanum í gegnum allt söluferlið frá útboði til undirritunar.

Sala Mandólín hf. á 70% eignarhluta í Reykjavik EDITION hóteli.

BBA//Fjeldco veitti framtakssjóðnum SÍA III lagalega ráðgjöf í sölu Mandólín hf., SPV sem var stofnað fyrir upphaflegu fjárfestinguna, á ca. 70% eignarhlut í Reykjavik EDITION hótelinu sem rekið er af Marriot keðjunni. Kaupandinn var ríkisrekna fjárfestingarfélagið ADQ frá Abu Dhabi.

Kaup Archer og Kaldbanks á Jarðborunum hf.

BBA//Fjeldco var ráðgefandi í sölu SF III slhf. og öðrum minni hluthöfum (stjórnendur ásamt núverandi og fyrrum starfsmönnum) á Jarðborunum hf. til norska félagsins Archer og íslenska fjárfestingarfélagsins Kaldbaks. SF III slhf. er fjárfestingarsjóður í umsjón Stefnis hf., sjóðsstýringarfyrirtækið með ca. ISK 230bn í virkri sjóðastýringu sem er í eigu Arion Banka hf. Kaldbakur var áður fjárfestir í SF II slhf. en nýtti eignarhlutinn til að fjármagna kaupin ásamt viðbótarfjárfestingu. BBA//Fjeldco veitti ráðgjöf í öllum atriðum varðandi söluna.

FJÁRHAGSLEG ENDURSKIPULAGNING A LÁNASAMNINGI PCC BAKKISILICON HF.

BBA//Fjeldco ráðlagði þýska fjármálafyrirtækinu KfW-IPEX Bank GmbH í fjárhagslegri endurskipulagningu á lánasamningi (allt að USD 194m) PCC BakkiSilicon hf. KfW-IPEX Bank GmbH sérhæfa sig í fjármögnun á þýskum og evrópskum mörkuðum, sérstaklega úflutningsfélaga,og eins fjármögnun verkefna. PCC BakkiSilicon hf. er hátækni kísilmálmverksmiðja á Íslandi sem gengur fyrir 100% endurnýjanlegri orku (vatnsafli og jarðvarma) og sér efnaiðnaði fyrir kísilmálmi ásamt því að framleiða sterkar álblöndur fyrir bílaiðnað. Fjármögnunin fól m.a. í sér að hluta af lánum kröfuhafar PCC BakkiSilion hf. yrði breytt í eignarhluti, en það var háð því að PCC BakkiSilicon hf. myndi leggja til meira fjármagn. Endurfjármögnunin var víðamikil og flókin, og mun KfW-IPEX Bank GmbH breyta hluta af forgangskröfum sínum í blönduð skuldabréf sem heyra undir íslensk lög og slíkt hefur ekki að okkur vitandi verið gert á Íslandi áður.

Alvotech skráð á markað á Nasdaq í New York og á Nasdaq First Growth á Íslandi.

BBA//Fjeldco var ráðgefandi er alþjóðlega líftæknilyfjafélagið Alvotech var skráð á Nasdaq hlutabréfamarkaðinn í New York og á Nasdaq First Growth markaðinn á Íslandi á sama tíma, en þetta er fyrsta íslenska fyrirtækið sem er skráð á bandarískan og íslenskan markað á sama tíma, ásamt því að vera lengi vel eina íslenska fyrirtækið sem er skráð á markað í Bandaríkjunum. Þetta voru flókin alþjóðleg viðskipti og þurfti að taka tillit til laga í New York og á Íslandi, sem og í Lúxemborg þar sem Alvotech er stofnað þar í landi. BBA//Fjeldco veitti einnig lagalega ráðgjöf í tengslum við svokallaða PIPE fjármögnun, eða lokuðu hlutafjárútboð, sem var einkum beint að íslenskum fagfjárfestum í aðdraganda skráningarinnar.

Fjárfesting SÍA IV í Good Good.

BBA//Fjeldco veitti framtakssjóðnum SÍA IV lagalega ráðgjöf í tengslum við fjárfestingu sjóðsins í Good Good fyrirtækinu sem sérhæfir sig í sultum, smurvörum og próteinstykki með náttúrulegum sætuefnum sem hægt er að skipta út fyrir sykur. Sjóðurinn tók þátt í USD 20m fjármögnunarlotu Good Good og eignaðist 24% hlut í fyrirtækinu. BBA//Fjeldco framkvæmdi lögfræðilega og skattalega áreiðanleikakönnun ásamt því að veita aðstoð við samningaviðræður og skjalagerð.

BBA//Fjeldco veitti DineOut lögfræðiráðgjöf í tengslum við fjárfestingu SaltPay í félaginu

Hugbúnaðarfyrirtækið DineOut tryggði sér nýverið fjármögnun frá SaltPay og með fjárfestingunni varð SaltPay hluthafi í félaginu. DineOut býður upp á borðabókunarkerfi, matarpöntunarkerfi, kassakerfi, heimasíðugerð og sjálfvirkar greiðslur með QR-kóðum. DineOut hyggst nýta fjárfestinguna til að styrkja stöðu fyrirtækisins á Íslandi enn frekar ásamt því að sækja á erlenda markaði. 

Lögmenn BBA//Fjeldco, Ásgeir Á. Ragnarsson, Sigvaldi Fannar Jónsson, BrynjarFreyr Garðarsson og Ragnar Snær Kærnested veittu DineOut lögfræðiráðgjöf í tengslum við fjárfestingu SaltPay í DineOut.

Kaup Kaldalóns hf. á 13 eignum af SKEL fjárfestingarfélagi hf.

BBA//Fjeldco var ráðgefandi í kaupum Fasteignastýringu ehf., dótturfélags fasteignafélagsins Kaldalóns hf., á 13 eignum af SKEL fjárfestingarfélagi hf. BBA//Fjeldo veitti lagalega ráðgjöf í samningaviðræðum og skjalagerð í kaupunum, ásamt öðrum málefnum félagsins í tengslum við kaupin, þ.m.t. leigusamninga við dótturfélag SKEL (e. "sale lease-back"). Þetta var mikilvæg fjárfesting fyrir Kaldalón hf. þar sem hún gerði fyrirtækinu kleift að ná kjölfestu á markaði fyrir atvinnu- og geymsluhúsnæði í kjölfar fjárfestinga árin 2021-2022, og á meðan undirbúningur fyrir skráningu á almennan markað stendur yfir.

Hagar fjárfesta í Klasa ehf.

BBA//Fjeldco var meðal ráðgjafa Haga þegar félagið undirritaði samning um áskrift að hlutafé í fasteignaþróunarfélaginu Klasa ehf. Klasi er þekkingarfyrirtæki á sviði fasteignaþróunar og hefur frá árinu 2004 sérhæft sig í þróun, stýringu og rekstri fasteignaverkefna, frá hugmynd aðsölu, með hámörkun virði verkefna að leiðarljósi. Markmið Haga með fjárfestingunni er að koma þróunareignum félagsins í skilgreindan farveg þarsem úrvinnsla þeirra fær óskipta athygli fagfólks með mikla reynslu á sviði fasteignaþróunar.

 

Framlag Haga í viðskiptunum er metið á rúmlega 3,9 ma. kr.og verður eignarhlutur Haga í Klasa 1/3 af útgefnu hlutafé, líkt og eignarhlutur Regins og KLS eignarhaldsfélags sem skrifuðu samhliða undir áskriftarsamning að hlutafé.

BBA//Fjeldco veitti EpiEndo Pharmaceuticals ehf. lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við gerð lánssamnings, með breytirétti í hluti, að fjárhæð 2,7 milljónir evra, ásamt því að veita ráðgjöf vegna fjármögnunar að fjárhæð 20 milljónir evra.

BBA//Fjeldco veitti lögfræðilega ráðgjöf til líftæknifyrirtækisins EpiEndo Pharmaceutical ehf. (EpiEndo).

 

Ráðgjöf BBA//Fjeldco laut að gerð lánssamnings með breytirétti í hluti, að fjárhæð 2,7 milljónir evra, milli EpiEndo og European Innovation Council (EIC) Fund, sem undirritaður var í apríl 2021. EIC Fund er sjóður sem stofnaður var af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins árið 2020 með það að markmiði að fjárfesta með beinu eiginfjárframlagi í framsæknum nýsköpunarfyrirtækjum sem og að veita einkafjárfestum tækifæri til að meðfjárfesta í slíkum fyrirtækjum.

 

BBA//Fjeldco veitti EpiEndo einnig lögfræðilegaráðgjöf vegna 20 milljóna evra fjármögnunar sem félagið tryggði sér í ágúst 2021. Flerie Invest og Iðunni framtakssjóður voru leiðandi við fjármögnunina, ásamt ABCVenture Fund, sem áður hafði fjárfest í félaginu, en EIC Fund var einnig meðal þátttakenda. Fjármögnunin tryggir EpiEndo fjármagn til að vinna að klínískri þróun leiðandi efnasambands félagins, EP395.

https://www.epiendo.com/post/epiendo-pharma-announces-2-7-million-investment-by-the-european-innovation-fund-eic

https://www.epiendo.com/post/epiendo-secures-20-million-series-a-funding

BBA//Fjeldco veitti Lyfjavali ehf. lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við kaup Lyfsalans ehf. á öllu hlutafé Lyfjavals ehf.

BBA//Fjeldco var helsti lögfræðilegi ráðgjafi Lyfjavals í tengslum við sölu alls hlutafjár þess til Lyfsalans ehf. sem er að hluta til í eigu Skeljungs hf. Virði viðskiptanna nam kr. 1.500.000.000.

Endurskipulagning Icelandair Group hf.

BBA//Fjeldco veitti tilteknum lánveitendum og kröfuhöfum Icelandair Group hf. lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við endurskipulagningu félagsins þar sem allir hlutaðeigandi tóku þátt auk íslenska ríkisins. Endurskipulagning var gerð til að mæta breyttu rekstrarumhverfi í miðjum heimsfaraldri.

BBA//Fjeldco heldur áfram með mikilvæga ráðgjöf á sviði lagasetningar vegna orkuskipta á Kómoreyjum í Indlandshafi

Nýverið hlaut BBA//Fjeldco styrk frá samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til að halda áfram með mikilvæga ráðgjöf á sviði lagasetningar vegna orkuskipta á Kómoreyjum í Indlandshafi. Ráðgjöf BBA//Fjeldco felst m.a. í í undirbúningi og gerð reglugerðardraga um nýtingu á endurvinnanlegum orkugjöfum á eyjunum þ.m.t. sólarorku, vindorku og vatnsafls. í samstarfi við ÍSOR, Verkís, Intellecon og ráðgjafa frá Kómoreyjum. Vonir standa til að ný orkulöggjöf á Kómoroeyjum muni efla möguleika Kómora til að nýta endurvinnanlega orku á sjálfbæran hátt  og lífsgæði almennings.


Á undanförnum árum hefur BBA//Fjeldco lagt aukna áherslu á að byggja upp sérþekkingu á sviði orkumála, bæði á sviði endurnýjanlegra og annarra orkugjafa og leitast við að vekja athygli á og miðla íslensku hugviti og þekkingu á sviði orkumála . Þannig hefur sérþekking okkar teymis gert BBA//Fjeldco að leiðandi stofu á sviði orkulöggjafar en þekking okkar hefur gagnast við margþætt verkefni á heimsvísu. Ráðgjöf okkar hefur einkum varðað umsóknir um margvísleg leyfi, aðstoð við lagasetningu til nýtingar endurvinnanlegra orkugjafa, gerð orkukaupa- og verkefnasamninga og þá höfum við aðstoðað íslenska aðila við jarðhitaverkefni á Filippseyjum, í Indónesíu, Abu Dhabi, Nepal, Djibouti og Eþíópíu svo fáeitt sé nefnt.

https://www.visir.is/g/20212155822d/islensk-thekking-nytt-i-orkuskiptum-a-komorum

BBA//Fjeldco veitti Vauban Infrastructure Partners lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við kaup á meirihluta hlutafjár í Borealies Data Center

BBA//Fjeldco veitti Vauban Infrastructure Partners lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við kaup á meirihluta hlutafjár í Borealis Data Center, áður þekkt sem Etix Everywhere Borealis. Ráðgjöf BBA//Fjeldco laut að greiningu á lagaumgjörð félagsins, framkvæmd lagalegrar áreiðanleikakönnunar og ráðgjöf í tengslum við skjalagerð viðskiptanna, út frá sjónarhóli íslenskrar löggjafar.

 

Vauban Infrastructure Partners er leiðandi eignastýringarfyrirtæki í Evrópu á sviði fjárfestingar í innviðum með skýra sýn í sjálfbærni og umhverfið. Borealis Data Center rekur tvö gagnaver hér á landi, eitt á Blönduósi og annað á Fitjum í Reykjanesbæ. Borealis leggur áherslu á rekstur sjálfbærra gagnavera með notkun endurnýjanlegrar, hreinnar og kolefnislausrar orku.

BBA//Fjeldco var meðal lögfræðilegra ráðgjafa Rapyd Financial Network (2016) Ltd. við kaup félagsins á Valitor hf.

BBA//Fjeldco var meðal lögfræðilegra ráðgjafa Rapyd Financial Network (2016) Ltd. við kaup félagsins á Valitor hf. Tilkynnt kaupverð er 100 milljónir bankaríkjadala eða um 12,3 milljarðar íslenskra króna. Gert er ráð fyrir að kaupin klárist í lok þessa árs en þau eru gerð með fyrirvara um samþykki eftirlitsaðila.

Alþjóðlega fjártæknifélagið Rapyd kom fyrst inn á íslenskan markað árið 2020 með kaupum á Korta (nú Rapyd Europe hf.)  Kaupin á Valitor munu auka vöruframboð Rapyd í Evrópu en Valitor er rótgróið greiðsluþjónustufyrirtæki sem hefur verið leiðandi í færsluhirðingu, bæði í netgreiðslum og posaviðskiptum, sem og í kortaútgáfu í Evrópu.

https://www.frettabladid.is/markadurinn/rapyd-kaupir-valitor-a-tolf-milljarda-af-arion-banka/

Viðskipti hafin með hlutabréf Íslandsbanka hf. eftir vel heppnað frumútboð

BBA//Fjeldco veitti Bankasýslu ríkisins og Íslandsbanka hf. lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við frumútboð Íslandsbanka, sem reyndist vera það stærsta í sögu Íslands og stærsta frumútboð á evrópskum banka frá árinu 2018.

Fyrir útboðið var Íslandsbanki í fullri eigu Bankasýslu ríkisins, fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands. Bankasýsla ríkisins mun áfram fara með 65% af heildarhlutafé í Íslandsbanka eftir útboðið, að því gefnu að valréttur verið að fullu nýttur.

Fjölmargir ráðgjafar, innlendir og erlendir, komu að verkefninu sem var yfirgripsmikið og margslungið.

Framkvæmdir Reykjavík DC í tengslum við byggingu á nýju hátæknigagnaveri

BBA//Fjeldco veitti Reykjavík DC lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við nýtt hátæknigagnaver félagsins. Ráðgjöfin laut að i) samningi um hönnun og byggingu versins við ICT room Company B.V.; ii) gerð fjármögnunarsamnings við Íslandsbanka; iii) samningi við Landsnet um raforkudreifingu; og iv) gerð samnings við Landsvirkjun um kaup á raforku fyrir verið.

Yfirtökutilboð Skeljungs hf.

BBA//Fjeldco veitti ráðgjöf í tengslum við yfirtökutilboðið, veitti ráðgjöf um lagatæknileg atriði á sviði samkeppnisréttar sem og ráðgjöf til Strengs hf. Aukinheldur sá BBA//Fjeldco um samningaviðræður við fjármögnunaraðila og skjalagerð.

Endurskipulagning KEA hótela

BBA//Fjeldco var aðalráðgjafi KEA hótela og hluthafa þess í tengslum við endurskipulagningu félagsins. Verkefnið fól í sér að semja við landeigendur og lánardrottna félagsins og flókna skjalagerð tengdri endurskipulagningunni.

Um var að ræða fyrsta stærsta endurskipipulagningaverkefnið vegna COVID-19 faraldursins.

Lögfræðilegt teymi BBA//Fjeldco: Halldór Karl Halldórsson, Sigvaldi Fannar Jónsson og Stefán Björn Stefánsson

Reykjavíkurborg ber að bjóða út innkaup á raforku

Kærunefnd útboðsmála hefur úrskurðað að Reykjavíkurborg bjóði út innkaup á raforku, auk þess sem borginni var gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð kr. 8.000.000 í ríkissjóð.

Kærunefndin komst að þessari niðurstöðu í kjölfar þess að fyrirtækið Íslensk orkumiðlun ehf. kærði Reykjavíkurborg til nefndarinnar í ársbyrjun 2020 og krafðist þess að samningur borgarinnar og Orku náttúrunnaryrði gerður óvirkur, auk þess sem borginni yrði gert að bjóða innkaupin út.

BBA//Fjeldco hefur gætt hagsmuna Íslenskrar orkumiðlunar.

Sjá frekari upplýsingar hér

Geymslur sýknað í Hæstarétti

Fyrirtækið Geymslur sem rak samnefnt geymsluhúsnæði að Miðhrauni í Garðabæ er ekki bótaskylt vegna tjóns sem varð í eldsvoða í apríl 2018 samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands.

BBA//Fjeldco annaðist málsvörn Geymslna á öllum dómstigum,en félagið var sýknað í héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti.

Sjá frekari upplýsingar hér

Samruni TM hf., Lykils fjármögnunar hf. og Kviku banka hf.

BBA//Fjeldco annaðist alla þætti lögfræðiráðgjafar vegna samrunans, sem er einn stærsti samruni síðustu ára, þ.m.t. ráðgjöf um fyrirkomulag samrunans, gerð samrunaskjala, skattaráðgjöf og samskipti við eftirlitsaðila, þ.e. Samkeppniseftirlitið, Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og Kauphöll.

BBA//Fjeldco veitti Kviku banka hf. lögfræðilega ráðgjöf við kaup á öllu hlutafé í Aur app ehf.

BBA//Fjeldco veitti Kviku banka hf. lögfræðilega ráðgjöf við kaup á öllu hlutafé í Aur app ehf., þar sem gerðir voru kaupsamningar við alla fyrrum hluthafa félagsins um kaup á hlutum í félaginu. Aur var stofnað árið 2015 sem einföld og fljótleg leið til að millifæra peninga og hefur á skömmum tíma byggt upp stóran hóp viðskiptavina, en um síðustu mánaðamót voru virkir notendur Aur appsins um 90 þúsund. Félagið hefur verið leiðandi í fjártækni á Íslandi með farsímagreiðslulausnir og nýja nálgun á neytendalánamarkaði.

Kaupin á Aur er mikilvægt skref í þeirri vegferð Kviku að nýta tæknilausnir til þess að nútímavæða fjármálaþjónustu. Gert er ráð fyrir því að Aur, ásamt Netgíró, sem Kvika eignaðist 100% hlut í fyrr á árinu og þar sem BBA//Fjeldco veitti einnig lögfræðilega ráðgjöf, og fjártækniþjónustunni Auði muni gegna lykilhlutverki í stafrænni fjármálaþjónustu bankans í framtíðinni.  

Langisjór ehf. kaupir allt hlutafé Ölmu íbúðarfélags hf.

BBA//Fjeldco veitti Langasjó ehf. lögfræðilega ráðgjöf við kaup á öllu hlutafé Ölmu íbúðafélags hf., þ.m.t. við gerð lögfræðilegrar og skattalegrar áreiðanleikakönnunar, kaupsamningsgerð og fjármögnun.

Alma íbúðafélag hf. er eitt stærsta fasteignafélag landsins sem á og rekur rúmlega 1100 íbúðir sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu og víðsvegar um landið. Langisjór ehf. er móðurfélag nokkurra fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum m.a. Mata hf., Matfugl ehf. og Síld og fiskur ehf., og fjárfestingarfélagsins Brimgarðar ehf.

BBA//Fjeldco veitti Securitas ráðgjöf í útboði Veitna

Í febrúar 2021 tóku Veitur tilboði Securitas í uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum hjá viðskiptavinum Veitna.

Með snjallmælunum fást betri upplýsingar og yfirsýn yfir veitukerfin og verður þannig framvegis hægt að senda mánaðarlega reikninga byggða á raunnotkun í stað áætlunarreikninga. Samningurinn er um 1.800 milljóna króna virði.

Lögmenn BBA//Fjeldco, þeir Þórir Júlíusson og Friðbert Þór Ólafsson aðstoðuðu Securitas í útboðsferlinu og veittu þeim ráðgjöf í tengslum við samningsgerðina.

Sjá frekari upplýsingar hér:
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2021/02/15/gera_samning_vid_securitas_upp_a_1_

BBA//Fjeldco aðstoðar Noona vegna fjárfestingar Salt Pay í Noona

Sprotafyrirtækið Noona tryggði sér nýlega fjárfestingu frá Salt Pay uppá 1,2 milljónir evra eða um 190 milljónir íslenskra króna. Með fjárfestingunni eignaðist Salt Pay 20% hlut í félaginu. Noona sem rekur bæði þjónustumarkaðstorg og tímabókunarkerfi mun nýta fjármögnunina til að sækja á erlendan markað.

Lögmenn BBA//Fjeldco, þeir Þórir Júlíusson, Stefán Björn Stefánsson og Friðbert Þór Ólafsson veittu Noona ráðgjöf í tengslum við fjárfestingu Salt Pay í Noona.

Sjá frekari upplýsingar hér:
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2021/01/26/noona_saekir_190_milljonir_og_stefnir_

BBA//Fjeldco provided View Software with legal advice in the acBBA//Fjeldco veitti View Software ráðgjöf við kaup á MainManagerquisition of MainManager

Í desember 2020 var íslenska félagið MainManager selt til norska félagsins View Software. MainManager hefur náð góðum árangri á erlendum mörkuðum með hugbúnaðarkerfi sín fyrir fasteignir. View Software er leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum á sviði rekstrar, iðnaðar og fasteigna. Með kaupunum styrkir View Software stöðu sína á markaðnum og er félagið nú með skrifstofur í átta löndum, þ.m.t. Reykjavík.

Lögmenn BBA//Fjeldco, þeir Halldór Karl Halldórsson, Tómas Magnús Þórhallsson og Sigvaldi Fannar Jónsson gættu hagsmuna View Software og veittu félaginu ráðgjöf við kaupin.

Nánari upplýsingar: https://www.vb.is/frettir/view-software-kaupir-mainmanager/165858/

Yfirtökutilboð vegna Heimavalla

BBA//Fjeldco veitti lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við yfirtökutilboð vegna alls útgefins hlutafjár í Heimavöllum hf.

Viðskiptum tilboðsgjafa var ætlað að virkja yfirtökuskyldu, með það að markmiði að tilboðsgjafi tæki yfir félagið að fullu. Er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem slík viðskipti eiga sér stað á Íslandi.

Tilboðsgjafi var norskt félag og fól ráðgjöf til þess í sér að gera grein fyrir lögfræðilegum álitamálum varðandi tryggingarráðstafanir, yfirtökutilboðið sjálft ásamt ferlinu sem tilboðinu fylgir.

Endurskipulagning skulda Arctic Green Energy

BBA//Fjeldco veitti Arctic Green Energy lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við endurskipulagningu á skuldum félagsins og tengdra félaga. Útistandandi skuldir gagnvart Asian Development Bank voru þar með gerðar upp að fullu.

Viðskiptin féllu undir íslenska lögsögu ásamt lögsögu Singapúr og Hong Kong og fólu í sér endurfjármögnun skulda og gerð nýrra skulda- og tryggingarskjala.

Fjármögnun Flugleiðahótela

BBA//Fjeldco var aðalráðgjafi Arion Banka hf. í flóknu fjármögnunarferli Flugleiðahótela hf.

Flækjustig viðskiptanna var tilkomið vegna nokkurra þátta: i) stærðargráða viðskiptanna á íslenskan mælikvarða; ii) veðtryggingar voru flóknar og veð voru tekin í margskonar flóknum eignum; iii) viðskiptin áttu sér stað samhliða breytingu á eignarhaldi yfir Flugleiðahótelum hf.

Orkusamningur við Landsvirkjun

BBA//Fjeldco veitti Reykjavík Data Center hf. lögfræðilega ráðgjöf við gerð samninga um hönnun og byggingu nýs hátæknigagnavers og sömuleiðis við gerð fjármögnunarskjala við Íslandsbanka í tengslum við verkefnið.

Þá veitti BBA//Fjeldco Reykjavík Data Center hf. ráðgjöf við gerð samninga við Landsnet og Landsvirkjun, um að útvega gagnaverinu orku.

Er þetta eingöngu í tíunda sinn sem Landsvirkjun gerir slíkan samning, um orkukaup við stórnotanda orku, frá því fyrirtækið hóf starfsemi. Þá er samningurinn einn af þeim fyrstu sem skilgreindur er sem samningur um græna orku, sem tryggir Reykjavík Data Center hf. orku af áreiðanlegum uppruna.

Ráðgjöf vegna lánveitingar til Marel

BBA//Fjeldco veitti ABN AMRO, BNP Paribas, Danske Bank, HSBC, ING Bank, RaboBank og UniCredit ráðgjöf í tengslum við 700 milljóna evra lánasamning til Marel hf.

Marel, sem skráð er í kauphöll Nasdaq (MAREL) er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu véla, kerfa og hugbúnaðar fyrir kjúklinga-, kjöt- og fiskvinnsluiðnaðinn.

Marel er stærsta fyrirtækið í íslensku kauphöllinni. Viðskiptin færa Marel aukið svigrúm í starfsemi sinni og styðja við langtímamarkmið fyrirtækisins. Lánasamningurinn er tengdur við árangur Marel í tengslum við loftslagsmál, jafnrétti kynja og heilsu- og öryggiskröfur.

Lánveiting til Össurar hf.

BBA//Fjeldco veitti evrópska fjárfestingabankanum European Investment Bank lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við lánveitingu til Össurar hf., leiðandi heilbrigðistæknifyrirtækis sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks.

Endurskipulagning Sinopec Green Energy

BBA//Fjeldco veitti Arctic Green lögfræðilega ráðgjöf við endurskipulagningu eigna Sinopec Green Energy.

Viðskiptin fólu m.a. í sér verðmat á eignum tengdum jarðvarma, sem síðan voru látnar renna inn í Sinopec Green Energy. Endurskipulagningin var áfangi í vinnu við að koma á fót stærsta jarðvarmafyrirtæki í heiminum. Fyrirtækið er leiðandi á kínverskum markaði og hefur náð miklum árangri í vinnu sinni með jarðvarma.

IS

EN