Baldvin Björn Haraldsson
Sérsvið
- Gerðardómar
- Fjármögnunarsamningar (Bankaréttur og fjármögnun)
- Félagaréttur
- Orkulöggjöf
- Samrunar og yfirtökur
- Einkaframkvæmdir (PFI og PPP)
- PPP (Public Private Partnership)
Menntun
- Hæstaréttarlögmaður, 2011
- Málflutningsréttindi í París, 1998
- Háskólinn í Nice, Sophia Antipolis, Frakklandi, DESS gráða í Evrópu-og alþjóðarétti, 1997
- ILERI París, 3eme Cycle gráða í alþjóðaviðskiptum, 1996
- Lögmannsréttindi, 1994
- Háskóli Íslands, Cand. Jur., 1993
Tungumál
Nýleg Mál
BBA//FJELDCO ÚTBÝR SAMANBURÐARSKÝRSLU UM VINDORKULÖGGJÖF Í SKOTLANDI, NOREGI, DANMÖRKU OG NÝJA SJÁLANDI FYRIR UMHVERFIS-, ORKU- OG LOFTSLAGSRÁÐUNEYTIÐ.
BBA//Fjeldco útbjó samanburðarskýrslu um vindorkulöggjöf í Skotlandi, Noregi, Danmörku og Nýja Sjálandi fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og var áhersla lögð á regluverk vindorkuframleiðslu, þar á meðal leyfisveitingar, umhverfismál, ákvarðanatöku stjórnsýslu og sveitarfélaga, aðkomu ríkisaðila, ágreiningsmál og kröfur (þar með talið landréttindi), ívilnanir og fleira. Til viðbótar var farið yfir vindorkulöggjöf í Frakklandi, Svíþjóð og Hollandi. Starfshópur um frumvarp til laga um vindorku á Íslandi sem skipaður var af ráðuneytinu mun styðjast við skýrsluna í starfi sínu.
Hagar fjárfesta í Klasa ehf.
BBA//Fjeldco var meðal ráðgjafa Haga þegar félagið undirritaði samning um áskrift að hlutafé í fasteignaþróunarfélaginu Klasa ehf. Klasi er þekkingarfyrirtæki á sviði fasteignaþróunar og hefur frá árinu 2004 sérhæft sig í þróun, stýringu og rekstri fasteignaverkefna, frá hugmynd aðsölu, með hámörkun virði verkefna að leiðarljósi. Markmið Haga með fjárfestingunni er að koma þróunareignum félagsins í skilgreindan farveg þarsem úrvinnsla þeirra fær óskipta athygli fagfólks með mikla reynslu á sviði fasteignaþróunar.
Framlag Haga í viðskiptunum er metið á rúmlega 3,9 ma. kr.og verður eignarhlutur Haga í Klasa 1/3 af útgefnu hlutafé, líkt og eignarhlutur Regins og KLS eignarhaldsfélags sem skrifuðu samhliða undir áskriftarsamning að hlutafé.
BBA//Fjeldco heldur áfram með mikilvæga ráðgjöf á sviði lagasetningar vegna orkuskipta á Kómoreyjum í Indlandshafi
Nýverið hlaut BBA//Fjeldco styrk frá samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til að halda áfram með mikilvæga ráðgjöf á sviði lagasetningar vegna orkuskipta á Kómoreyjum í Indlandshafi. Ráðgjöf BBA//Fjeldco felst m.a. í í undirbúningi og gerð reglugerðardraga um nýtingu á endurvinnanlegum orkugjöfum á eyjunum þ.m.t. sólarorku, vindorku og vatnsafls. í samstarfi við ÍSOR, Verkís, Intellecon og ráðgjafa frá Kómoreyjum. Vonir standa til að ný orkulöggjöf á Kómoroeyjum muni efla möguleika Kómora til að nýta endurvinnanlega orku á sjálfbæran hátt og lífsgæði almennings.
Á undanförnum árum hefur BBA//Fjeldco lagt aukna áherslu á að byggja upp sérþekkingu á sviði orkumála, bæði á sviði endurnýjanlegra og annarra orkugjafa og leitast við að vekja athygli á og miðla íslensku hugviti og þekkingu á sviði orkumála . Þannig hefur sérþekking okkar teymis gert BBA//Fjeldco að leiðandi stofu á sviði orkulöggjafar en þekking okkar hefur gagnast við margþætt verkefni á heimsvísu. Ráðgjöf okkar hefur einkum varðað umsóknir um margvísleg leyfi, aðstoð við lagasetningu til nýtingar endurvinnanlegra orkugjafa, gerð orkukaupa- og verkefnasamninga og þá höfum við aðstoðað íslenska aðila við jarðhitaverkefni á Filippseyjum, í Indónesíu, Abu Dhabi, Nepal, Djibouti og Eþíópíu svo fáeitt sé nefnt.
https://www.visir.is/g/20212155822d/islensk-thekking-nytt-i-orkuskiptum-a-komorum
BBA//Fjeldco veitti Vauban Infrastructure Partners lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við kaup á meirihluta hlutafjár í Borealies Data Center
BBA//Fjeldco veitti Vauban Infrastructure Partners lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við kaup á meirihluta hlutafjár í Borealis Data Center, áður þekkt sem Etix Everywhere Borealis. Ráðgjöf BBA//Fjeldco laut að greiningu á lagaumgjörð félagsins, framkvæmd lagalegrar áreiðanleikakönnunar og ráðgjöf í tengslum við skjalagerð viðskiptanna, út frá sjónarhóli íslenskrar löggjafar.
Vauban Infrastructure Partners er leiðandi eignastýringarfyrirtæki í Evrópu á sviði fjárfestingar í innviðum með skýra sýn í sjálfbærni og umhverfið. Borealis Data Center rekur tvö gagnaver hér á landi, eitt á Blönduósi og annað á Fitjum í Reykjanesbæ. Borealis leggur áherslu á rekstur sjálfbærra gagnavera með notkun endurnýjanlegrar, hreinnar og kolefnislausrar orku.
BBA//Fjeldco veitti Total Specific Solutions ráðgjöf vegna kaupa á öllu hlutafé í DK Hugbúnaði ehf.
Hollenska fyrirtækið Total Specific Solutions hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu DK Hugbúnaði ehf. BBA//Fjeldco gætti hagsmuna kaupanda í viðskiptunum. Lögmenn stofunnar framkvæmdu lögfræðilega áreiðanleikakönnun á DK Hugbúnaði og veittu kaupanda ráðgjöf varðandi kaupin. Auk þess unnu þeir náið með lögmönnum seljenda að skjalagerð og uppgjöri vegna kaupanna. Viðskiptin eru ein stærstu fyrirtækjaviðskipti ársins hér á landi og með stærri fjárfestingum erlendra aðila í íslensku fyrirtæki í lengri tíma.
BBA//Fjeldco veitti Scottish Equity Partners lögfræðilega ráðgjöf vegna fjárfestingar sjóðsins í Dohop
Hinn 20. nóvember 2020 tryggði íslenska ferðatæknifyrirtækið Dohop sér á annan milljarð íslenskra króna í fjármögnun frá Scottish Equity Partners (SEP), breskum fjárfestingasjóði sem sérhæfir sig í fjárfestingum í vaxandi tæknifyrirtækjum. SEP er einn af leiðandi vaxtarsjóðum í Evrópu og hefur í 20 ár hjálpað tæknifyrirtækjum að vaxa og dafna og ná markmiðum sínum.
Lögmenn BBA//Fjeldco, þeir Baldvin Björn Haraldsson, Stefán Reykjalín og Tómas Magnús Þórhallsson gættu hagsmuna SEP og veittu sjóðnum ráðgjöf við umrædda fjárfestingu.
Nánari upplýsingar: https://www.vb.is/frettir/dohop-tryggir-fjarmognun-fra-sep/165414/
ASIAN DEVELOPMENT BANK
BBA//Fjeldco var lögfræðilegur ráðgjafi Asian Development Bank í tengslum við 250 milljóna Bandaríkjadala lánasasamning við Arctic Green Energy corporation og Sinopec Green Energy Geothermal Company Ltd. í tengslum við verkefni sem snéri að þróun á umhverfisvænum leiðum til upphitunar heimila í Kína.
Indigo Partners
BBA//Fjeldco var lögfræðilegur ráðgjafi Indigo Partners við möguleg kaup á WOW air.
TURKISH DEVELOPMENT BANK
BBA//Fjeldco var lögfræðilegur ráðgjafi Turkish Development Bank í tengslum við áhættustýringarkerfi fyrir jarðvarmaboranaverkefni í Tyrklandi.