Anna Björg Guðjónsdóttir

Verkefnastjóri

Tölvupóstur
anna@bbafjeldco.is
Sérsvið
  • Félagaréttur
  • Persónuvernd
  • Gjaldþrotaskiptaréttur


Menntun
  • University College London, LLM í alþjóðlegum banka- og fjármálarétti, 2020
  • Lögmannsréttindi 2016
  • Háskólinn í Reykjavík, M.L., 2014


Tungumál
Íslenska Enska
Nýleg Mál
BBA//FJELDCO ÚTBÝR SAMANBURÐARSKÝRSLU UM VINDORKULÖGGJÖF Í SKOTLANDI, NOREGI, DANMÖRKU OG NÝJA SJÁLANDI FYRIR UMHVERFIS-, ORKU- OG LOFTSLAGSRÁÐUNEYTIÐ.

BBA//Fjeldco útbjó samanburðarskýrslu um vindorkulöggjöf í Skotlandi, Noregi, Danmörku og Nýja Sjálandi fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og var áhersla lögð á regluverk vindorkuframleiðslu, þar á meðal leyfisveitingar, umhverfismál, ákvarðanatöku stjórnsýslu og sveitarfélaga, aðkomu ríkisaðila, ágreiningsmál og kröfur (þar með talið landréttindi), ívilnanir og fleira. Til viðbótar var farið yfir vindorkulöggjöf í Frakklandi, Svíþjóð og Hollandi. Starfshópur um frumvarp til laga um vindorku á Íslandi sem skipaður var af ráðuneytinu mun styðjast við skýrsluna í starfi sínu.

BBA//Fjeldco veitti lögfræðiráðgjöf í tengslum við fjármögnun á kaupum Ardian á Mílu

BBA//Fjeldco var Íslandsbanka til ráðgjafar í tengslum við fjármögnun á kaupum franska fjárfestingasjóðsins Ardian France SA á Mílu ehf. Í því fólst m.a. ráðgjöf og viðræður í tengslum við gerð lánssamnings og skjalagerð vegna útgáfu skuldabréfa, samkomulag lánardrottna og tryggingaráðstafanir.

AÐSTOÐ VIÐ RÍKISSTJÓRN DJIBÚTI Í TENGSLUM VIÐ REGLUSETNINGU Á SVIÐI VARMALÖGGJAFAR

BBA//Fjeldco aðstoðar ríkisstjórn Djíbúti í undirbúningi á orkuvarmalöggjöf í landinu.

SALA ICELANDAIR HÓTELA

BBA//Fjeldco var lögfræðilegur ráðgjafi Icelandair hf. í tengslum við sölu Icelandair Hótela og tengdra eigna til BerJaya Corporation.

TURKISH DEVELOPMENT BANK

BBA//Fjeldco var lögfræðilegur ráðgjafi Turkish Development Bank í tengslum við áhættustýringarkerfi fyrir jarðvarmaboranaverkefni í Tyrklandi.

Diversis Capital

BBA//Fjeldco var lögfræðilegur ráðgjafi Diversis Capital í tengslum við kaup á stórum hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Tempo, dótturfélags Origo hf. Viðskiptin voru metin á 34,5 milljónir Bandaríkjadala.


Íslandssjóðir

BBA//Fjeldco var lögfræðilegur ráðgjafi Íslandssjóða, fjárfestingarsjóða, ítengslum við fjárfestingar í félaginu Fáfnir Offshore hf., þjónustufyrirtækissem þjónustar olíu- og gasiðnaðinn á Norður-Atlantshafinu.


Íslandssjóðir

BBA//Fjeldco veitti Íslandssjóðum, fjárfestingarsjóði, lögfræðilega ráðgjöf vegna fjárfestingar sjóðsins í félaginu Fáfnir Offshore hf., erlends félags sem þjónustar olíu- og gasiðnaðinn í Norður-Atlantshafinu.



Okkar fólk

IS

EN