Antoine Lochet

Ráðgjafi

Tölvupóstur
antoine@bbafjeldco.is
Sérsvið
 • Bankaréttur og fjármögnun
 • Samrunar og yfirtökur
 • Félagaréttur
 • Orkulöggjöf
 • Evrópuréttur


Menntun
 • Viðbótar-diplóma: Energy, Infrastructure and Project Finance law, University of Paris La Défense, 2016
 • Lögmannsréttindi í Frakklandi, 2013
 • Lögmannsréttindi á Íslandi, 2010
 • MA í European Business Law, University of Paris X Nanterre, 2006
 • Framhaldsgráða: European and Comparative Business Law delivered by the University of Warwick (UK), University of Saarbrücken (Germany), and University of Lille II, France, 2005
 • License in law, University of Lille II, 2003


Tungumál
Franska Íslenska Enska Þýska
Nýleg Mál
BBA//FJELDCO ÚTBÝR SAMANBURÐARSKÝRSLU UM VINDORKULÖGGJÖF Í SKOTLANDI, NOREGI, DANMÖRKU OG NÝJA SJÁLANDI FYRIR UMHVERFIS-, ORKU- OG LOFTSLAGSRÁÐUNEYTIÐ.

BBA//Fjeldco útbjó samanburðarskýrslu um vindorkulöggjöf í Skotlandi, Noregi, Danmörku og Nýja Sjálandi fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og var áhersla lögð á regluverk vindorkuframleiðslu, þar á meðal leyfisveitingar, umhverfismál, ákvarðanatöku stjórnsýslu og sveitarfélaga, aðkomu ríkisaðila, ágreiningsmál og kröfur (þar með talið landréttindi), ívilnanir og fleira. Til viðbótar var farið yfir vindorkulöggjöf í Frakklandi, Svíþjóð og Hollandi. Starfshópur um frumvarp til laga um vindorku á Íslandi sem skipaður var af ráðuneytinu mun styðjast við skýrsluna í starfi sínu.

BRÚARFJÁRMÖGNUN BNP PARIBAS FORTIS SA/NV TIL MAREL HF.

BBA//Fjeldco veitti BNP Paribas Fortis SA/NV lagalega ráðgjöf í brúarfjármögnun þeirra til Marel hf. að upphæð EUR 150m og var hluti af kaupum Marel hf. á Wenger Manufacturing LLC. Marel hf. er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu matvælavinnslutækja og er eitt stærsta skráða fyrirtæki á Íslandi. Wenger Manufacturing LLC er alþjóðegt fyrirtæki sem er markaðsleiðandi í vinnslulausnum fyrir gæludýrafóður, plöntuprótein og fiskafóður, og fjárfestingin mun opna nýja og spennandi markaði fyrir Marel hf.

BBA//Fjeldco veitti lögfræðiráðgjöf í tengslum við fjármögnun á kaupum Ardian á Mílu

BBA//Fjeldco var Íslandsbanka til ráðgjafar í tengslum við fjármögnun á kaupum franska fjárfestingasjóðsins Ardian France SA á Mílu ehf. Í því fólst m.a. ráðgjöf og viðræður í tengslum við gerð lánssamnings og skjalagerð vegna útgáfu skuldabréfa, samkomulag lánardrottna og tryggingaráðstafanir.

FJÁRHAGSLEG ENDURSKIPULAGNING A LÁNASAMNINGI PCC BAKKISILICON HF.

BBA//Fjeldco ráðlagði þýska fjármálafyrirtækinu KfW-IPEX Bank GmbH í fjárhagslegri endurskipulagningu á lánasamningi (allt að USD 194m) PCC BakkiSilicon hf. KfW-IPEX Bank GmbH sérhæfa sig í fjármögnun á þýskum og evrópskum mörkuðum, sérstaklega úflutningsfélaga,og eins fjármögnun verkefna. PCC BakkiSilicon hf. er hátækni kísilmálmverksmiðja á Íslandi sem gengur fyrir 100% endurnýjanlegri orku (vatnsafli og jarðvarma) og sér efnaiðnaði fyrir kísilmálmi ásamt því að framleiða sterkar álblöndur fyrir bílaiðnað. Fjármögnunin fól m.a. í sér að hluta af lánum kröfuhafar PCC BakkiSilion hf. yrði breytt í eignarhluti, en það var háð því að PCC BakkiSilicon hf. myndi leggja til meira fjármagn. Endurfjármögnunin var víðamikil og flókin, og mun KfW-IPEX Bank GmbH breyta hluta af forgangskröfum sínum í blönduð skuldabréf sem heyra undir íslensk lög og slíkt hefur ekki að okkur vitandi verið gert á Íslandi áður.

BBA//Fjeldco heldur áfram með mikilvæga ráðgjöf á sviði lagasetningar vegna orkuskipta á Kómoreyjum í Indlandshafi

Nýverið hlaut BBA//Fjeldco styrk frá samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til að halda áfram með mikilvæga ráðgjöf á sviði lagasetningar vegna orkuskipta á Kómoreyjum í Indlandshafi. Ráðgjöf BBA//Fjeldco felst m.a. í í undirbúningi og gerð reglugerðardraga um nýtingu á endurvinnanlegum orkugjöfum á eyjunum þ.m.t. sólarorku, vindorku og vatnsafls. í samstarfi við ÍSOR, Verkís, Intellecon og ráðgjafa frá Kómoreyjum. Vonir standa til að ný orkulöggjöf á Kómoroeyjum muni efla möguleika Kómora til að nýta endurvinnanlega orku á sjálfbæran hátt  og lífsgæði almennings.


Á undanförnum árum hefur BBA//Fjeldco lagt aukna áherslu á að byggja upp sérþekkingu á sviði orkumála, bæði á sviði endurnýjanlegra og annarra orkugjafa og leitast við að vekja athygli á og miðla íslensku hugviti og þekkingu á sviði orkumála . Þannig hefur sérþekking okkar teymis gert BBA//Fjeldco að leiðandi stofu á sviði orkulöggjafar en þekking okkar hefur gagnast við margþætt verkefni á heimsvísu. Ráðgjöf okkar hefur einkum varðað umsóknir um margvísleg leyfi, aðstoð við lagasetningu til nýtingar endurvinnanlegra orkugjafa, gerð orkukaupa- og verkefnasamninga og þá höfum við aðstoðað íslenska aðila við jarðhitaverkefni á Filippseyjum, í Indónesíu, Abu Dhabi, Nepal, Djibouti og Eþíópíu svo fáeitt sé nefnt.

https://www.visir.is/g/20212155822d/islensk-thekking-nytt-i-orkuskiptum-a-komorum

Ráðgjöf vegna lánveitingar til Marel

BBA//Fjeldco veitti ABN AMRO, BNP Paribas, Danske Bank, HSBC, ING Bank, RaboBank og UniCredit ráðgjöf í tengslum við 700 milljóna evra lánasamning til Marel hf.

Marel, sem skráð er í kauphöll Nasdaq (MAREL) er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu véla, kerfa og hugbúnaðar fyrir kjúklinga-, kjöt- og fiskvinnsluiðnaðinn.

Marel er stærsta fyrirtækið í íslensku kauphöllinni. Viðskiptin færa Marel aukið svigrúm í starfsemi sinni og styðja við langtímamarkmið fyrirtækisins. Lánasamningurinn er tengdur við árangur Marel í tengslum við loftslagsmál, jafnrétti kynja og heilsu- og öryggiskröfur.

Lánveiting til Össurar hf.

BBA//Fjeldco veitti evrópska fjárfestingabankanum European Investment Bank lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við lánveitingu til Össurar hf., leiðandi heilbrigðistæknifyrirtækis sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks.

Ráðgjöf við Japan Bank for International Cooperation

BBA//Fjeldco veitti Japan Bank for International Cooperation ráðgjöf í tengslum við lánveitingu til HS Orku, þar sem Landsbankinn kom að sem tryggingaraðili. Viðskiptin voru metin á 10 milljónir bandaríkjadala.

AÐSTOÐ VIÐ RÍKISSTJÓRN DJIBÚTI Í TENGSLUM VIÐ REGLUSETNINGU Á SVIÐI VARMALÖGGJAFAR

BBA//Fjeldco aðstoðar ríkisstjórn Djíbúti í undirbúningi á orkuvarmalöggjöf í landinu.

BARCLAYS BANK O.FL.

BBA//Fjeldco var lögfræðilegur ráðgjafi Barclays Bank, SEB, ING Belgium,Arion Banka og BNP Paripas í tengslum við 150 milljóna Bandaríkjadala lán til Landsvirkjunar.

Okkar fólk

IS

EN