Antoine Lochet

Ráðgjafi

Tölvupóstur
antoine@bbafjeldco.is
Sérsvið
  • Bankaréttur og fjármögnun
  • Samrunar og yfirtökur
  • Félagaréttur
  • Orkulöggjöf
  • Evrópuréttur


Menntun
  • Viðbótar-diplóma: Energy, Infrastructure and Project Finance law, University of Paris La Défense, 2016
  • Lögmannsréttindi í Frakklandi, 2013
  • Lögmannsréttindi á Íslandi, 2010
  • MA í European Business Law, University of Paris X Nanterre, 2006
  • Framhaldsgráða: European and Comparative Business Law delivered by the University of Warwick (UK), University of Saarbrücken (Germany), and University of Lille II, France, 2005
  • License in law, University of Lille II, 2003


Tungumál
Franska Íslenska Enska Þýska
Nýleg Mál
BBA//FJELDCO ÚTBÝR SAMANBURÐARSKÝRSLU UM VINDORKULÖGGJÖF Í SKOTLANDI, NOREGI, DANMÖRKU OG NÝJA SJÁLANDI FYRIR UMHVERFIS-, ORKU- OG LOFTSLAGSRÁÐUNEYTIÐ.

BBA//Fjeldco útbjó samanburðarskýrslu um vindorkulöggjöf í Skotlandi, Noregi, Danmörku og Nýja Sjálandi fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og var áhersla lögð á regluverk vindorkuframleiðslu, þar á meðal leyfisveitingar, umhverfismál, ákvarðanatöku stjórnsýslu og sveitarfélaga, aðkomu ríkisaðila, ágreiningsmál og kröfur (þar með talið landréttindi), ívilnanir og fleira. Til viðbótar var farið yfir vindorkulöggjöf í Frakklandi, Svíþjóð og Hollandi. Starfshópur um frumvarp til laga um vindorku á Íslandi sem skipaður var af ráðuneytinu mun styðjast við skýrsluna í starfi sínu.

BRÚARFJÁRMÖGNUN BNP PARIBAS FORTIS SA/NV TIL MAREL HF.

BBA//Fjeldco veitti BNP Paribas Fortis SA/NV lagalega ráðgjöf í brúarfjármögnun þeirra til Marel hf. að upphæð EUR 150m og var hluti af kaupum Marel hf. á Wenger Manufacturing LLC. Marel hf. er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu matvælavinnslutækja og er eitt stærsta skráða fyrirtæki á Íslandi. Wenger Manufacturing LLC er alþjóðegt fyrirtæki sem er markaðsleiðandi í vinnslulausnum fyrir gæludýrafóður, plöntuprótein og fiskafóður, og fjárfestingin mun opna nýja og spennandi markaði fyrir Marel hf.

BBA//Fjeldco veitti lögfræðiráðgjöf í tengslum við fjármögnun á kaupum Ardian á Mílu

BBA//Fjeldco var Íslandsbanka til ráðgjafar í tengslum við fjármögnun á kaupum franska fjárfestingasjóðsins Ardian France SA á Mílu ehf. Í því fólst m.a. ráðgjöf og viðræður í tengslum við gerð lánssamnings og skjalagerð vegna útgáfu skuldabréfa, samkomulag lánardrottna og tryggingaráðstafanir.

FJÁRHAGSLEG ENDURSKIPULAGNING A LÁNASAMNINGI PCC BAKKISILICON HF.

BBA//Fjeldco ráðlagði þýska fjármálafyrirtækinu KfW-IPEX Bank GmbH í fjárhagslegri endurskipulagningu á lánasamningi (allt að USD 194m) PCC BakkiSilicon hf. KfW-IPEX Bank GmbH sérhæfa sig í fjármögnun á þýskum og evrópskum mörkuðum, sérstaklega úflutningsfélaga,og eins fjármögnun verkefna. PCC BakkiSilicon hf. er hátækni kísilmálmverksmiðja á Íslandi sem gengur fyrir 100% endurnýjanlegri orku (vatnsafli og jarðvarma) og sér efnaiðnaði fyrir kísilmálmi ásamt því að framleiða sterkar álblöndur fyrir bílaiðnað. Fjármögnunin fól m.a. í sér að hluta af lánum kröfuhafar PCC BakkiSilion hf. yrði breytt í eignarhluti, en það var háð því að PCC BakkiSilicon hf. myndi leggja til meira fjármagn. Endurfjármögnunin var víðamikil og flókin, og mun KfW-IPEX Bank GmbH breyta hluta af forgangskröfum sínum í blönduð skuldabréf sem heyra undir íslensk lög og slíkt hefur ekki að okkur vitandi verið gert á Íslandi áður.

BBA//Fjeldco heldur áfram með mikilvæga ráðgjöf á sviði lagasetningar vegna orkuskipta á Kómoreyjum í Indlandshafi

Nýverið hlaut BBA//Fjeldco styrk frá samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til að halda áfram með mikilvæga ráðgjöf á sviði lagasetningar vegna orkuskipta á Kómoreyjum í Indlandshafi. Ráðgjöf BBA//Fjeldco felst m.a. í í undirbúningi og gerð reglugerðardraga um nýtingu á endurvinnanlegum orkugjöfum á eyjunum þ.m.t. sólarorku, vindorku og vatnsafls. í samstarfi við ÍSOR, Verkís, Intellecon og ráðgjafa frá Kómoreyjum. Vonir standa til að ný orkulöggjöf á Kómoroeyjum muni efla möguleika Kómora til að nýta endurvinnanlega orku á sjálfbæran hátt  og lífsgæði almennings.


Á undanförnum árum hefur BBA//Fjeldco lagt aukna áherslu á að byggja upp sérþekkingu á sviði orkumála, bæði á sviði endurnýjanlegra og annarra orkugjafa og leitast við að vekja athygli á og miðla íslensku hugviti og þekkingu á sviði orkumála . Þannig hefur sérþekking okkar teymis gert BBA//Fjeldco að leiðandi stofu á sviði orkulöggjafar en þekking okkar hefur gagnast við margþætt verkefni á heimsvísu. Ráðgjöf okkar hefur einkum varðað umsóknir um margvísleg leyfi, aðstoð við lagasetningu til nýtingar endurvinnanlegra orkugjafa, gerð orkukaupa- og verkefnasamninga og þá höfum við aðstoðað íslenska aðila við jarðhitaverkefni á Filippseyjum, í Indónesíu, Abu Dhabi, Nepal, Djibouti og Eþíópíu svo fáeitt sé nefnt.

https://www.visir.is/g/20212155822d/islensk-thekking-nytt-i-orkuskiptum-a-komorum

Ráðgjöf vegna lánveitingar til Marel

BBA//Fjeldco veitti ABN AMRO, BNP Paribas, Danske Bank, HSBC, ING Bank, RaboBank og UniCredit ráðgjöf í tengslum við 700 milljóna evra lánasamning til Marel hf.

Marel, sem skráð er í kauphöll Nasdaq (MAREL) er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu véla, kerfa og hugbúnaðar fyrir kjúklinga-, kjöt- og fiskvinnsluiðnaðinn.

Marel er stærsta fyrirtækið í íslensku kauphöllinni. Viðskiptin færa Marel aukið svigrúm í starfsemi sinni og styðja við langtímamarkmið fyrirtækisins. Lánasamningurinn er tengdur við árangur Marel í tengslum við loftslagsmál, jafnrétti kynja og heilsu- og öryggiskröfur.

Ráðgjöf við Japan Bank for International Cooperation

BBA//Fjeldco veitti Japan Bank for International Cooperation ráðgjöf í tengslum við lánveitingu til HS Orku, þar sem Landsbankinn kom að sem tryggingaraðili. Viðskiptin voru metin á 10 milljónir bandaríkjadala.

Lánveiting til Össurar hf.

BBA//Fjeldco veitti evrópska fjárfestingabankanum European Investment Bank lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við lánveitingu til Össurar hf., leiðandi heilbrigðistæknifyrirtækis sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks.

AÐSTOÐ VIÐ RÍKISSTJÓRN DJIBÚTI Í TENGSLUM VIÐ REGLUSETNINGU Á SVIÐI VARMALÖGGJAFAR

BBA//Fjeldco aðstoðar ríkisstjórn Djíbúti í undirbúningi á orkuvarmalöggjöf í landinu.

JAPAN BANK FOR INTERNATIONAL COOPERATION’S (JBIC)

BBA//Fjeldco veitti Japan Bank for International Cooperation's (JBIC) lögfræðilega ráðgjöf vegna mats á lánstrausti HS Orku.

Okkar fólk

IS

EN