Ásgeir Á. Ragnarsson

Ráðgjafi

Tölvupóstur
asgeir@bbafjeldco.is
Sérsvið
  • Bankaréttur og fjármögnun
  • Verðbréfamarkaðsréttur
  • Félagaréttur
  • Samrunar og yfirtökur
  • Gjaldþrotaskiptaréttur

Menntun
  • Málflutningsréttindi í New York, 1999
  • Háskólinn á Miami, LL.M., 1998
  • Lögmannsréttindi, 1994
  • Háskólinn í Kaupmannahöfn, 1993
  • Háskólinn Íslands, Cand. jr., 1993

Tungumál
Íslenska Enska
Nýleg Mál
BRÚARFJÁRMÖGNUN BNP PARIBAS FORTIS SA/NV TIL MAREL HF.

BBA//Fjeldco veitti BNP Paribas Fortis SA/NV lagalega ráðgjöf í brúarfjármögnun þeirra til Marel hf. að upphæð EUR 150m og var hluti af kaupum Marel hf. á Wenger Manufacturing LLC. Marel hf. er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu matvælavinnslutækja og er eitt stærsta skráða fyrirtæki á Íslandi. Wenger Manufacturing LLC er alþjóðegt fyrirtæki sem er markaðsleiðandi í vinnslulausnum fyrir gæludýrafóður, plöntuprótein og fiskafóður, og fjárfestingin mun opna nýja og spennandi markaði fyrir Marel hf.

FJÁRHAGSLEG ENDURSKIPULAGNING A LÁNASAMNINGI PCC BAKKISILICON HF.

BBA//Fjeldco ráðlagði þýska fjármálafyrirtækinu KfW-IPEX Bank GmbH í fjárhagslegri endurskipulagningu á lánasamningi (allt að USD 194m) PCC BakkiSilicon hf. KfW-IPEX Bank GmbH sérhæfa sig í fjármögnun á þýskum og evrópskum mörkuðum, sérstaklega úflutningsfélaga,og eins fjármögnun verkefna. PCC BakkiSilicon hf. er hátækni kísilmálmverksmiðja á Íslandi sem gengur fyrir 100% endurnýjanlegri orku (vatnsafli og jarðvarma) og sér efnaiðnaði fyrir kísilmálmi ásamt því að framleiða sterkar álblöndur fyrir bílaiðnað. Fjármögnunin fól m.a. í sér að hluta af lánum kröfuhafar PCC BakkiSilion hf. yrði breytt í eignarhluti, en það var háð því að PCC BakkiSilicon hf. myndi leggja til meira fjármagn. Endurfjármögnunin var víðamikil og flókin, og mun KfW-IPEX Bank GmbH breyta hluta af forgangskröfum sínum í blönduð skuldabréf sem heyra undir íslensk lög og slíkt hefur ekki að okkur vitandi verið gert á Íslandi áður.

BBA//Fjeldco veitti DineOut lögfræðiráðgjöf í tengslum við fjárfestingu SaltPay í félaginu

Hugbúnaðarfyrirtækið DineOut tryggði sér nýverið fjármögnun frá SaltPay og með fjárfestingunni varð SaltPay hluthafi í félaginu. DineOut býður upp á borðabókunarkerfi, matarpöntunarkerfi, kassakerfi, heimasíðugerð og sjálfvirkar greiðslur með QR-kóðum. DineOut hyggst nýta fjárfestinguna til að styrkja stöðu fyrirtækisins á Íslandi enn frekar ásamt því að sækja á erlenda markaði. 

Lögmenn BBA//Fjeldco, Ásgeir Á. Ragnarsson, Sigvaldi Fannar Jónsson, BrynjarFreyr Garðarsson og Ragnar Snær Kærnested veittu DineOut lögfræðiráðgjöf í tengslum við fjárfestingu SaltPay í DineOut.

BBA//Fjeldco veitti Lyfjavali ehf. lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við kaup Lyfsalans ehf. á öllu hlutafé Lyfjavals ehf.

BBA//Fjeldco var helsti lögfræðilegi ráðgjafi Lyfjavals í tengslum við sölu alls hlutafjár þess til Lyfsalans ehf. sem er að hluta til í eigu Skeljungs hf. Virði viðskiptanna nam kr. 1.500.000.000.

Ráðgjöf vegna lánveitingar til Marel

BBA//Fjeldco veitti ABN AMRO, BNP Paribas, Danske Bank, HSBC, ING Bank, RaboBank og UniCredit ráðgjöf í tengslum við 700 milljóna evra lánasamning til Marel hf.

Marel, sem skráð er í kauphöll Nasdaq (MAREL) er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu véla, kerfa og hugbúnaðar fyrir kjúklinga-, kjöt- og fiskvinnsluiðnaðinn.

Marel er stærsta fyrirtækið í íslensku kauphöllinni. Viðskiptin færa Marel aukið svigrúm í starfsemi sinni og styðja við langtímamarkmið fyrirtækisins. Lánasamningurinn er tengdur við árangur Marel í tengslum við loftslagsmál, jafnrétti kynja og heilsu- og öryggiskröfur.

Lánveiting til Össurar hf.

BBA//Fjeldco veitti evrópska fjárfestingabankanum European Investment Bank lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við lánveitingu til Össurar hf., leiðandi heilbrigðistæknifyrirtækis sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks.

BBA//Fjeldco veitti ráðgjöf í tengslum við BREXIT

BBA//Fjeldco veitti Morgan Stanley, CitiBank, Lloyds Banking Group, HSBC, RW Baird Nasdaq, Shanghai International Exchange og fleirum lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við Brexit.

Ráðgjöf við Japan Bank for International Cooperation

BBA//Fjeldco veitti Japan Bank for International Cooperation ráðgjöf í tengslum við lánveitingu til HS Orku, þar sem Landsbankinn kom að sem tryggingaraðili. Viðskiptin voru metin á 10 milljónir bandaríkjadala.

Lögfræðileg ráðgjöf fyrir Lucinity Group

BBA//Fjeldco veitti lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við fjármögnun á sprotafyrirtækinu Lucinity – fyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum tengdum vörnum gegn peningaþvætti fyrir fjármálafyrirtæki, allt frá smáum netbönkum til virtustu banka Bandaríkjanna.

BARCLAYS BANK O.FL.

BBA//Fjeldco var lögfræðilegur ráðgjafi Barclays Bank, SEB, ING Belgium,Arion Banka og BNP Paripas í tengslum við 150 milljóna Bandaríkjadala lán til Landsvirkjunar.

Okkar fólk

IS

EN