Ásta Margrét Eiríksdóttir

Verkefnastjóri

Tölvupóstur
asta@bbafjeldco.is
Sérsvið
  • Viðskipta- og félagaréttur
  • Persónuvernd
  • Peningaþvætti
  • Banka- og Fjármálaréttur


Menntun
  • Háskólinn í Reykjavík, M.L., 2018
  • Háskólinn í Reykjavík, B.A., 2016


Tungumál
Íslenska Enska Sænska
Nýleg Mál
Alvotech gengur að 22,8 milljarða tilboði í hlutabréf í félaginu eftir að hafa fengið leyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu við Humira frá FDA í Bandaríkjunum

Þann 26. febrúar síðastliðinn, í kjölfar þess að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) veitti félaginu leyfi til sölu- og markaðssetningar á Simlandi, líftæknilyfjahliðstæðu við gigtarlyfið Humira, tilkynnti Alvotech að félagið hefði gengið að tilboði frá hópi fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila um sölu á hlutabréfum að verðmæti um 22,8 milljarða króna.

Alvotech er líftæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á líftæknihliðstæðulyfjum fyrir sjúklinga um allan heim og var fyrsta íslenska fyrirtækið sem var skráð á hlutabréfamarkað bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum.

BBA//Fjeldco veitti Alvotech lögfræðilega ráðgjöf vegna sölu á hlutabréfunum og óskar stjórnendum og starfsfólki til hamingju með þennan áfanga í vegferð félagsins í átt að auknu aðgengi sjúklinga um allan heim að hágæða líftæknilyfjum og við að koma líftæknilyfjahliðstæðum Alvotech á markaði á heimsvísu.

Alvotech selur hlutabréf fyrir 70 milljónir USD í lokuðu útboði.

BBA//Fjeldco veitti líftæknilyfjafélaginu Alvotech lagalega ráðgjöf í lokuðu hlutafjárútboði félagsins og útgáfu breytanlegra skuldabréfa að upphæð USD 70,000,000, en meðal þáttakenda voru íslenskir lífeyrissjóðir og aðrir stórir fagfjárfestar. Þetta voru flókin alþjóðleg viðskipti með aðkomu fjölmargra alþjóðlegra lögfræðifyrirtækja og þurfti að taka tillit til laga í Lúxemborg þar sem Alvotech er stofnað þar í landi.

Samruni TM hf., Lykils fjármögnunar hf. og Kviku banka hf.

BBA//Fjeldco annaðist alla þætti lögfræðiráðgjafar vegna samrunans, sem er einn stærsti samruni síðustu ára, þ.m.t. ráðgjöf um fyrirkomulag samrunans, gerð samrunaskjala, skattaráðgjöf og samskipti við eftirlitsaðila, þ.e. Samkeppniseftirlitið, Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og Kauphöll.

Yfirtökutilboð vegna Heimavalla

BBA//Fjeldco veitti lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við yfirtökutilboð vegna alls útgefins hlutafjár í Heimavöllum hf.

Viðskiptum tilboðsgjafa var ætlað að virkja yfirtökuskyldu, með það að markmiði að tilboðsgjafi tæki yfir félagið að fullu. Er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem slík viðskipti eiga sér stað á Íslandi.

Tilboðsgjafi var norskt félag og fól ráðgjöf til þess í sér að gera grein fyrir lögfræðilegum álitamálum varðandi tryggingarráðstafanir, yfirtökutilboðið sjálft ásamt ferlinu sem tilboðinu fylgir.

Lögfræðileg ráðgjöf fyrir Lucinity Group

BBA//Fjeldco veitti lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við fjármögnun á sprotafyrirtækinu Lucinity – fyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum tengdum vörnum gegn peningaþvætti fyrir fjármálafyrirtæki, allt frá smáum netbönkum til virtustu banka Bandaríkjanna.

BBA//Fjeldco veitti Total Specific Solutions ráðgjöf vegna kaupa á öllu hlutafé í DK Hugbúnaði ehf.

Hollenska fyrirtækið Total Specific Solutions hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu DK Hugbúnaði ehf. BBA//Fjeldco gætti hagsmuna kaupanda í viðskiptunum. Lögmenn stofunnar framkvæmdu lögfræðilega áreiðanleikakönnun á DK Hugbúnaði og veittu kaupanda ráðgjöf varðandi kaupin. Auk þess unnu þeir náið með lögmönnum seljenda að skjalagerð og uppgjöri vegna kaupanna. Viðskiptin eru ein stærstu fyrirtækjaviðskipti ársins hér á landi og með stærri fjárfestingum erlendra aðila í íslensku fyrirtæki í lengri tíma.

Kvika banki hf.

BBA//Fjeldco var lögfræðilegur ráðgjafi Kviku banka hf. í tengslum við kaup á öllu útgefnu hlutafé í GAMMA Capital Management hf., upp á rúmlega 2,4 milljarða íslenskra króna.

Okkar fólk

IS

EN