Einar Brynjarsson
Sérsvið
- Evrópuréttur
- Samningaréttur
- Gjaldþrotaskiptaréttur
- Málflutningur
Menntun
- Landsréttarlögmaður, 2024
- Héraðsdómslögmaður, 2016
- Háskóli Íslands, Mag. Jur., 2014
- Háskóli Íslands, B.A., 2012
Tungumál
Nýleg Mál
BBA//Fjeldco ráðleggur Hörpu tónlistar- og ráðstefnu húsi ehf. í fordæmisgefandi máli gegn ÍAV ehf.
BBA//Fjeldco veitti Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi lagalega ráðgjöf í deilu við ÍAV hf. varðandi viðurkenningu á skaðabótaskyldu og er þetta í fyrsta sinn sem íslenskir dómstólar þurfa að ákveða hvort fara eigi eftir fordæmum eða nýrri löggjöf sem var ekki í gildi þegar samningar voru gerðir.
BBA//Fjeldco veitti Vauban Infrastructure Partners lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við kaup á meirihluta hlutafjár í Borealies Data Center
BBA//Fjeldco veitti Vauban Infrastructure Partners lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við kaup á meirihluta hlutafjár í Borealis Data Center, áður þekkt sem Etix Everywhere Borealis. Ráðgjöf BBA//Fjeldco laut að greiningu á lagaumgjörð félagsins, framkvæmd lagalegrar áreiðanleikakönnunar og ráðgjöf í tengslum við skjalagerð viðskiptanna, út frá sjónarhóli íslenskrar löggjafar.
Vauban Infrastructure Partners er leiðandi eignastýringarfyrirtæki í Evrópu á sviði fjárfestingar í innviðum með skýra sýn í sjálfbærni og umhverfið. Borealis Data Center rekur tvö gagnaver hér á landi, eitt á Blönduósi og annað á Fitjum í Reykjanesbæ. Borealis leggur áherslu á rekstur sjálfbærra gagnavera með notkun endurnýjanlegrar, hreinnar og kolefnislausrar orku.
Geymslur sýknað í Hæstarétti
Fyrirtækið Geymslur sem rak samnefnt geymsluhúsnæði að Miðhrauni í Garðabæ er ekki bótaskylt vegna tjóns sem varð í eldsvoða í apríl 2018 samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands.
BBA//Fjeldco annaðist málsvörn Geymslna á öllum dómstigum,en félagið var sýknað í héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti.
Sjá frekari upplýsingar hér
Endurskipulagning Sinopec Green Energy
BBA//Fjeldco veitti Arctic Green lögfræðilega ráðgjöf við endurskipulagningu eigna Sinopec Green Energy.
Viðskiptin fólu m.a. í sér verðmat á eignum tengdum jarðvarma, sem síðan voru látnar renna inn í Sinopec Green Energy. Endurskipulagningin var áfangi í vinnu við að koma á fót stærsta jarðvarmafyrirtæki í heiminum. Fyrirtækið er leiðandi á kínverskum markaði og hefur náð miklum árangri í vinnu sinni með jarðvarma.
SKAÐABÓTAKRÖFUR LBI EHF. Í ÞREMUR AÐSKILDUM DÓMSMÁLUM
BBA//Fjeldco kemur fram fyrir hönd LBI ehf. í þremur aðskildum skaðabótamálum þar sem sameinuð bótakrafa nemur 50 milljörðum íslenskra króna.
SALA ICELANDAIR HÓTELA
BBA//Fjeldco var lögfræðilegur ráðgjafi Icelandair hf. í tengslum við sölu Icelandair Hótela og tengdra eigna til BerJaya Corporation.
EINKAVÆÐING ARION BANKA
BBA//Fjeldco var lögfræðilegur ráðgjafi kaupenda við einkavæðingu Arion banka, við kaup á öllum hlutum bankans frá dótturfélagi Kaupþings, Kaupskilum ehf.
SKULDABRÉFAÚTGÁFA WOW AIR HF.
BBA//Fjeldco var lögfræðilegur ráðgjafi norska fyrirtækisins Pareto Securities í tengslum við 60 milljóna Bandaríkjadala skuldabréfaútgáfu WOW Air hf. í september 2018.