Páll Jóhannesson
Sérsvið
- Félagaréttur
- Skattaréttur
Menntun
- Málflutningsréttindi, 2002
- HÍ, Cand. Jur., 2001
Tungumál
Nýleg Mál
Sala á Menn&Mýs til Bluecat Networks.
BBA//Fjeldco ráðlagði MM Holdings ehf. (dótturfyrirtæki framtakssjóðsins SÍA III slhf.) og öðrum hluthöfum í íslenska tæknifyrirtækinu Men&Mice ehf. þegar fyrirtækið var selt kanadíska fyrirtækinu BlueCat Networks. Menn&Mýs sérhæfir sig í þróun og sölu hugbúnaðarlausna fyrir DNS-, DHCP- og IP-innviði (DDI) alþjóðlegra stórfyrirtækja og stofnana, s.s. Micetro, sem var hönnuð með það að markmiði að auka afköst og öryggi í samskiptum við skýjaþjónustur fyrir DNS og IPAM. Þetta er nýjasta fjárfesting Bluecat og er tilgangur hennar að styrkja stöðu fyrirtækisins enn frekar á alþjóðlegum mörkuðum. BBA//Fjeldco veitti seljendunum ráðgjöf í tengslum við samningagerð í söluferlinu, þ.m.t. kaup- og sölusamningum, nýtingu á hlutabréfaréttindum og sölu á valréttarhlutum.
LANGISJÓR KAUPIR FREYJU
BBA//Fjeldco veitti Langasjó lögfræðilega ráðgjöf við kaup á Freyju, þ.m.t. við gerð lögfræðilegrar og skattalegrar áreiðanleikakönnunar og kaupsamningsgerð.
Fjölskyldufyrirtækið Freyja, sem var stofnað árið 1918, er elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi. Freyja framleiðir og markaðssetur ótal vel þekkt vörumerki fyrir sinn heimamarkað hér á Íslandi en einnig til útflutnings þar sem sælgætið frá Freyju er í stöðugri sókn. Langisjór er móðurfélag nokkurra fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum m.a. Mata hf., Matfugl ehf. og Síld og fiskur ehf.,fjárfestingarfélagsins Brimgarðar ehf. og Ölmu íbúðarfélags hf. sem er eitt stærsta fasteignafélag landsins.
Sjá frekari uppl.hér: https://www.vb.is/frettir/selur-freyju-til-langasjos/ og hér: https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2022/11/29/langisjor_kaupir_freyju_saelgaetisgerd/
Fjárfesting SÍA IV í Good Good.
BBA//Fjeldco veitti framtakssjóðnum SÍA IV lagalega ráðgjöf í tengslum við fjárfestingu sjóðsins í Good Good fyrirtækinu sem sérhæfir sig í sultum, smurvörum og próteinstykki með náttúrulegum sætuefnum sem hægt er að skipta út fyrir sykur. Sjóðurinn tók þátt í USD 20m fjármögnunarlotu Good Good og eignaðist 24% hlut í fyrirtækinu. BBA//Fjeldco framkvæmdi lögfræðilega og skattalega áreiðanleikakönnun ásamt því að veita aðstoð við samningaviðræður og skjalagerð.
BBA//Fjeldco veitti Lyfjavali ehf. lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við kaup Lyfsalans ehf. á öllu hlutafé Lyfjavals ehf.
BBA//Fjeldco var helsti lögfræðilegi ráðgjafi Lyfjavals í tengslum við sölu alls hlutafjár þess til Lyfsalans ehf. sem er að hluta til í eigu Skeljungs hf. Virði viðskiptanna nam kr. 1.500.000.000.
Samruni TM hf., Lykils fjármögnunar hf. og Kviku banka hf.
BBA//Fjeldco annaðist alla þætti lögfræðiráðgjafar vegna samrunans, sem er einn stærsti samruni síðustu ára, þ.m.t. ráðgjöf um fyrirkomulag samrunans, gerð samrunaskjala, skattaráðgjöf og samskipti við eftirlitsaðila, þ.e. Samkeppniseftirlitið, Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og Kauphöll.
Langisjór ehf. kaupir allt hlutafé Ölmu íbúðarfélags hf.
BBA//Fjeldco veitti Langasjó ehf. lögfræðilega ráðgjöf við kaup á öllu hlutafé Ölmu íbúðafélags hf., þ.m.t. við gerð lögfræðilegrar og skattalegrar áreiðanleikakönnunar, kaupsamningsgerð og fjármögnun.
Alma íbúðafélag hf. er eitt stærsta fasteignafélag landsins sem á og rekur rúmlega 1100 íbúðir sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu og víðsvegar um landið. Langisjór ehf. er móðurfélag nokkurra fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum m.a. Mata hf., Matfugl ehf. og Síld og fiskur ehf., og fjárfestingarfélagsins Brimgarðar ehf.