Agla Eir Vilhjálmsdóttir

Verkefnastjóri

Tölvupóstur
agla@bbafjeldco.is
Sérsvið

Félagaréttur

Sjálfbærni og stjórnarhættir

Gerðardómar

Menntun

Columbia Law School, LL.M. 2024

Háskólinn í Reykjavík, M.L. 2019

Tungumál
Íslenska Enska
Nýleg Mál
BBA//Fjeldco veitti íslenska ríkinu ráðgjöf við sölu á 45,2% hlut í Íslandsbanka.

Almennt hlutafjárútboð á 20% hlut í Íslandsbanka hófst þann 13. maí síðastliðinn og lauk þann 15. maí 2025. Salan markaði lokastig einkavæðingar bankans og var söluverðið 90,5 milljarðar króna en heildareftirspurn nam 190 milljörðum króna.

Þátttaka almennings í útboðinu var fordæmalaus og var útboðið stækkað til að mæta eftirspurn. Rúmlega 31.000 almennir fjárfestar buðu samtals 88,2 milljarða króna í tilboðsbók A, sem var eingöngu ætluð einstaklingum. Þessir fjárfestar fengu forgangsúthlutun án skerðingar og stóðu fyrir um 97,4% af heildarvirði útboðsins. Einkavæðingin er sú stærsta í sögu Íslands og heildarsöluandvirði bankans nam 224,7 milljörðum króna þegar fyrri útboð á 35% hlut í júní 2021 fyrir 55,3 milljarða króna og 22,5% hlut í mars 2022 fyrir 52,7 milljarða króna eru tekin með.

BBA//Fjeldco veitti aðstoð við samningaviðræður við umsjónaraðila sölunnar ásamt gerð útboðslýsingar og annarra gagna og veitti aðra lögfræðiráðgjöf í útboðinu.

Stofan óskar fjármála- og efnahagsráðuneytinu til hamingju með vel heppnað og sögulegt útboð. Einnig þakkar BBA//Fjeldco ráðuneytinu, Íslandsbanka, Landsbankanum og Milbank LLP fyrir gott og árangursríkt samstarf.

Okkar fólk

IS

EN