Brynjar Freyr Garðarsson

Verkefnastjóri

Tölvupóstur
brynjar@bbafjeldco.is
Sérsvið
  • Félagaréttur
  • Kröfuréttur
Menntun
  • Lögmannsréttindi 2024
  • Háskólinn í Reykjavík, M.L., 2021
  • Háskólinn í Reykjavík, B.A., 2019
Tungumál
Íslenska Enska
Nýleg Mál
BBA//Fjeldco lagalegur ráðgjafi Haga hf. í kaupum á PF/SMS í Færeyjum

BBA//Fjeldco veitti Högum hf. lagalega ráðgjöf við kaup þeirra á færeyska verslunarfélaginu P/F SMS. Þessi millilandaviðskipti marka tímamót, en þau eru metin á um 6,3 milljarða íslenskra króna, og munu efla rekstur Haga á Norður-Atlantshafssvæðinu og styrkja stöðu þeirra sem leiðandi fyrirtæki í dagvöruverslun.

Þessi kaup eru lykilskref í samþættingu smásöluáætlana Haga og SMS, og auka rekstrarleg samlegðaráhrif milli fyrirtækjanna tveggja. BBA//Fjeldco veitti lagalega ráðgjöf um uppbyggingu viðskiptanna, auk þess að framkvæma ítarlega áreiðanleikakönnun, aðstoða við samningaviðræður, gerð viðskiptaskjala og leysa úr flóknum lagalegum áskorunum er snúa að millilandaviðskiptum.

Kaupin eru með áhugaverðari millilandaviðskiptum íslensks fyrirtækis og undirstrika viðskiptin enn frekar reynslu og sérfræðiþekkingu BBA//Fjeldco þegar kemur að samrunum og yfirtökum.

Coloplast hefur fest kaup á öllu hlutafé í sprotafyrirtækinu Kerecis.

BBA//Fjeldco veitti danska stórfyrirtækinu Coloplast lagalega ráðgjöf við kaup þess á öllu hlutafé í Kerecis. Fyrirtækið var metið á allt að 1.3 milljarða Bandaríkjadala í kaupunum, sem gerir Kerecis að hinum fyrsta svokallaða "einhyrningi" Íslands og kaupin sömuleiðis með þeim stærstu í sögunni. Kerecis var stofnað á Ísafirði, þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru enn staðsettar, og hefur vaxið ört undanfarin ár. Það sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á lækningavörum úr þorskroði til meðhöndlunar á þrálátum sárum og brunasárum. Coloplast er leiðandi á alþjóðamarkaði í sölu og markaðssetningu á hjúkrunarvörum sem bæta og auka lífsgæði fólks með sértæka sjúkdóma. Sterk staða Kerecis á mörkuðum í Bandaríkjunum ásamt því að Coloplast er danskt fyrirtæki jók á flækjustig áreiðanleikakönnunar og samningagerðar en aðilar kaupanna nutu að sama skapi reynslu BBA//Fjeldco af gerð alþjóðlegra viðskiptasamninga.

Sala á Menn&Mýs til Bluecat Networks.

BBA//Fjeldco ráðlagði MM Holdings ehf. (dótturfyrirtæki framtakssjóðsins SÍA III slhf.) og öðrum hluthöfum í íslenska tæknifyrirtækinu Men&Mice ehf. þegar fyrirtækið var selt kanadíska fyrirtækinu BlueCat Networks. Menn&Mýs sérhæfir sig í þróun og sölu hugbúnaðarlausna fyrir DNS-, DHCP- og IP-innviði (DDI) alþjóðlegra stórfyrirtækja og stofnana, s.s. Micetro, sem var hönnuð með það að markmiði að auka afköst og öryggi í samskiptum við skýjaþjónustur fyrir DNS og IPAM. Þetta er nýjasta fjárfesting Bluecat og er tilgangur hennar að styrkja stöðu fyrirtækisins enn frekar á alþjóðlegum mörkuðum. BBA//Fjeldco veitti seljendunum ráðgjöf í tengslum við samningagerð í söluferlinu, þ.m.t. kaup- og sölusamningum, nýtingu á hlutabréfaréttindum og sölu á valréttarhlutum.

LANGISJÓR KAUPIR FREYJU

BBA//Fjeldco veitti Langasjó lögfræðilega ráðgjöf við kaup á Freyju, þ.m.t. við gerð lögfræðilegrar og skattalegrar áreiðanleikakönnunar og kaupsamningsgerð.

Fjölskyldufyrirtækið Freyja, sem var stofnað árið 1918, er elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi. Freyja framleiðir og markaðssetur ótal vel þekkt vörumerki fyrir sinn heimamarkað hér á Íslandi en einnig til útflutnings þar sem sælgætið frá Freyju er í stöðugri sókn. Langisjór er móðurfélag nokkurra fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum m.a. Mata hf., Matfugl ehf. og Síld og fiskur ehf.,fjárfestingarfélagsins Brimgarðar ehf. og Ölmu íbúðarfélags hf. sem er eitt stærsta fasteignafélag landsins.

 

Sjá frekari uppl.hér: https://www.vb.is/frettir/selur-freyju-til-langasjos/ og hér: https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2022/11/29/langisjor_kaupir_freyju_saelgaetisgerd/

BBA//Fjeldco ráðleggur Arion Banka við fjármögnun á kaupum á Origo.

BBA//Fjeldco ráðlagði Arion Banka í tengslum við fjármögnun yfirtöku AU22 ehf. (framtakssjóður í eigu Alfa Framtaks hf.) á öllu hlutafé Origo hf., tækniþjónustufyrirtæki sem er markaðsleiðandi á Norðurlöndunum og skráð á markað á Íslandi. Yfirtökutilboðið var sett fram í lok janúar 2023 og gilti til febrúarloka 2023. Viðskiptin voru sérstaklega flókin og krefjandi vegna tímarammans og eins regluverks í kringum yfirtökur á skráðum félögum. BBA//Fjeldco var einnig ráðgefandi þegar Arion Banki fjármagnaði kaup AU22 ehf. á hlutafé í Origo fyrir yfirtökutilboðið og fólst ráðgjöfin m.a. í samningaviðræðum, strúktúr og víðtækri samningagerð.

BBA//Fjeldco veitti DineOut lögfræðiráðgjöf í tengslum við fjárfestingu SaltPay í félaginu

Hugbúnaðarfyrirtækið DineOut tryggði sér nýverið fjármögnun frá SaltPay og með fjárfestingunni varð SaltPay hluthafi í félaginu. DineOut býður upp á borðabókunarkerfi, matarpöntunarkerfi, kassakerfi, heimasíðugerð og sjálfvirkar greiðslur með QR-kóðum. DineOut hyggst nýta fjárfestinguna til að styrkja stöðu fyrirtækisins á Íslandi enn frekar ásamt því að sækja á erlenda markaði. 

Lögmenn BBA//Fjeldco, Ásgeir Á. Ragnarsson, Sigvaldi Fannar Jónsson, BrynjarFreyr Garðarsson og Ragnar Snær Kærnested veittu DineOut lögfræðiráðgjöf í tengslum við fjárfestingu SaltPay í DineOut.

BBA//Fjeldco veitti Vauban Infrastructure Partners lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við kaup á meirihluta hlutafjár í Borealies Data Center

BBA//Fjeldco veitti Vauban Infrastructure Partners lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við kaup á meirihluta hlutafjár í Borealis Data Center, áður þekkt sem Etix Everywhere Borealis. Ráðgjöf BBA//Fjeldco laut að greiningu á lagaumgjörð félagsins, framkvæmd lagalegrar áreiðanleikakönnunar og ráðgjöf í tengslum við skjalagerð viðskiptanna, út frá sjónarhóli íslenskrar löggjafar.

 

Vauban Infrastructure Partners er leiðandi eignastýringarfyrirtæki í Evrópu á sviði fjárfestingar í innviðum með skýra sýn í sjálfbærni og umhverfið. Borealis Data Center rekur tvö gagnaver hér á landi, eitt á Blönduósi og annað á Fitjum í Reykjanesbæ. Borealis leggur áherslu á rekstur sjálfbærra gagnavera með notkun endurnýjanlegrar, hreinnar og kolefnislausrar orku.

Okkar fólk

IS

EN