Brynjar Freyr Garðarsson

Fulltrúi

Tölvupóstur
brynjar@bbafjeldco.is
Sérsvið
  • Félagaréttur
  • Kröfuréttur
Menntun
  • Háskólinn í Reykjavík, M.L., 2021
  • Háskólinn í Reykjavík, B.A., 2019
Tungumál
Íslenska Enska
Nýleg Mál
Coloplast hefur fest kaup á öllu hlutafé í sprotafyrirtækinu Kerecis.

BBA//Fjeldco veitti danska stórfyrirtækinu Coloplast lagalega ráðgjöf við kaup þess á öllu hlutafé í Kerecis. Fyrirtækið var metið á allt að 1.3 milljarða Bandaríkjadala í kaupunum, sem gerir Kerecis að hinum fyrsta svokallaða "einhyrningi" Íslands og kaupin sömuleiðis með þeim stærstu í sögunni. Kerecis var stofnað á Ísafirði, þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru enn staðsettar, og hefur vaxið ört undanfarin ár. Það sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á lækningavörum úr þorskroði til meðhöndlunar á þrálátum sárum og brunasárum. Coloplast er leiðandi á alþjóðamarkaði í sölu og markaðssetningu á hjúkrunarvörum sem bæta og auka lífsgæði fólks með sértæka sjúkdóma. Sterk staða Kerecis á mörkuðum í Bandaríkjunum ásamt því að Coloplast er danskt fyrirtæki jók á flækjustig áreiðanleikakönnunar og samningagerðar en aðilar kaupanna nutu að sama skapi reynslu BBA//Fjeldco af gerð alþjóðlegra viðskiptasamninga.

Sala á Menn&Mýs til Bluecat Networks.

BBA//Fjeldco ráðlagði MM Holdings ehf. (dótturfyrirtæki framtakssjóðsins SÍA III slhf.) og öðrum hluthöfum í íslenska tæknifyrirtækinu Men&Mice ehf. þegar fyrirtækið var selt kanadíska fyrirtækinu BlueCat Networks. Menn&Mýs sérhæfir sig í þróun og sölu hugbúnaðarlausna fyrir DNS-, DHCP- og IP-innviði (DDI) alþjóðlegra stórfyrirtækja og stofnana, s.s. Micetro, sem var hönnuð með það að markmiði að auka afköst og öryggi í samskiptum við skýjaþjónustur fyrir DNS og IPAM. Þetta er nýjasta fjárfesting Bluecat og er tilgangur hennar að styrkja stöðu fyrirtækisins enn frekar á alþjóðlegum mörkuðum. BBA//Fjeldco veitti seljendunum ráðgjöf í tengslum við samningagerð í söluferlinu, þ.m.t. kaup- og sölusamningum, nýtingu á hlutabréfaréttindum og sölu á valréttarhlutum.

LANGISJÓR KAUPIR FREYJU

BBA//Fjeldco veitti Langasjó lögfræðilega ráðgjöf við kaup á Freyju, þ.m.t. við gerð lögfræðilegrar og skattalegrar áreiðanleikakönnunar og kaupsamningsgerð.

Fjölskyldufyrirtækið Freyja, sem var stofnað árið 1918, er elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi. Freyja framleiðir og markaðssetur ótal vel þekkt vörumerki fyrir sinn heimamarkað hér á Íslandi en einnig til útflutnings þar sem sælgætið frá Freyju er í stöðugri sókn. Langisjór er móðurfélag nokkurra fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum m.a. Mata hf., Matfugl ehf. og Síld og fiskur ehf.,fjárfestingarfélagsins Brimgarðar ehf. og Ölmu íbúðarfélags hf. sem er eitt stærsta fasteignafélag landsins.

 

Sjá frekari uppl.hér: https://www.vb.is/frettir/selur-freyju-til-langasjos/ og hér: https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2022/11/29/langisjor_kaupir_freyju_saelgaetisgerd/

BBA//Fjeldco ráðleggur Arion Banka við fjármögnun á kaupum á Origo.

BBA//Fjeldco ráðlagði Arion Banka í tengslum við fjármögnun yfirtöku AU22 ehf. (framtakssjóður í eigu Alfa Framtaks hf.) á öllu hlutafé Origo hf., tækniþjónustufyrirtæki sem er markaðsleiðandi á Norðurlöndunum og skráð á markað á Íslandi. Yfirtökutilboðið var sett fram í lok janúar 2023 og gilti til febrúarloka 2023. Viðskiptin voru sérstaklega flókin og krefjandi vegna tímarammans og eins regluverks í kringum yfirtökur á skráðum félögum. BBA//Fjeldco var einnig ráðgefandi þegar Arion Banki fjármagnaði kaup AU22 ehf. á hlutafé í Origo fyrir yfirtökutilboðið og fólst ráðgjöfin m.a. í samningaviðræðum, strúktúr og víðtækri samningagerð.

BBA//Fjeldco veitti DineOut lögfræðiráðgjöf í tengslum við fjárfestingu SaltPay í félaginu

Hugbúnaðarfyrirtækið DineOut tryggði sér nýverið fjármögnun frá SaltPay og með fjárfestingunni varð SaltPay hluthafi í félaginu. DineOut býður upp á borðabókunarkerfi, matarpöntunarkerfi, kassakerfi, heimasíðugerð og sjálfvirkar greiðslur með QR-kóðum. DineOut hyggst nýta fjárfestinguna til að styrkja stöðu fyrirtækisins á Íslandi enn frekar ásamt því að sækja á erlenda markaði. 

Lögmenn BBA//Fjeldco, Ásgeir Á. Ragnarsson, Sigvaldi Fannar Jónsson, BrynjarFreyr Garðarsson og Ragnar Snær Kærnested veittu DineOut lögfræðiráðgjöf í tengslum við fjárfestingu SaltPay í DineOut.

BBA//Fjeldco veitti Vauban Infrastructure Partners lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við kaup á meirihluta hlutafjár í Borealies Data Center

BBA//Fjeldco veitti Vauban Infrastructure Partners lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við kaup á meirihluta hlutafjár í Borealis Data Center, áður þekkt sem Etix Everywhere Borealis. Ráðgjöf BBA//Fjeldco laut að greiningu á lagaumgjörð félagsins, framkvæmd lagalegrar áreiðanleikakönnunar og ráðgjöf í tengslum við skjalagerð viðskiptanna, út frá sjónarhóli íslenskrar löggjafar.

 

Vauban Infrastructure Partners er leiðandi eignastýringarfyrirtæki í Evrópu á sviði fjárfestingar í innviðum með skýra sýn í sjálfbærni og umhverfið. Borealis Data Center rekur tvö gagnaver hér á landi, eitt á Blönduósi og annað á Fitjum í Reykjanesbæ. Borealis leggur áherslu á rekstur sjálfbærra gagnavera með notkun endurnýjanlegrar, hreinnar og kolefnislausrar orku.

Okkar fólk

IS

EN