Friðbert Þór Ólafsson

Verkefnastjóri

Sérsvið
  • Fjármögnunarsamningar (Bankaréttur og fjármögnun)
  • Persónuvernd
  • Fjártækni
  • Hugverka-og upplýsingatækniréttur
Menntun
  • Háskólinn í Reykjavík, M.L., 2019
  • Háskólinn í Kaupmannahöfn, skiptinám, 2018
Tungumál
Íslenska Enska
Nýleg Mál
Coloplast hefur fest kaup á öllu hlutafé í sprotafyrirtækinu Kerecis.

BBA//Fjeldco veitti danska stórfyrirtækinu Coloplast lagalega ráðgjöf við kaup þess á öllu hlutafé í Kerecis. Fyrirtækið var metið á allt að 1.3 milljarða Bandaríkjadala í kaupunum, sem gerir Kerecis að hinum fyrsta svokallaða "einhyrningi" Íslands og kaupin sömuleiðis með þeim stærstu í sögunni. Kerecis var stofnað á Ísafirði, þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru enn staðsettar, og hefur vaxið ört undanfarin ár. Það sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á lækningavörum úr þorskroði til meðhöndlunar á þrálátum sárum og brunasárum. Coloplast er leiðandi á alþjóðamarkaði í sölu og markaðssetningu á hjúkrunarvörum sem bæta og auka lífsgæði fólks með sértæka sjúkdóma. Sterk staða Kerecis á mörkuðum í Bandaríkjunum ásamt því að Coloplast er danskt fyrirtæki jók á flækjustig áreiðanleikakönnunar og samningagerðar en aðilar kaupanna nutu að sama skapi reynslu BBA//Fjeldco af gerð alþjóðlegra viðskiptasamninga.

Kaup og uppbygging Safír bygginga ehf. á Orkureitnum í Reykjavík.

BBA//Fjeldco var ráðgefandi er Safír byggingar ehf. keypti byggingarheimildir fyrir hinn svokallaða Orkureit við Ármúla í Reykjavík fyrir 5,1 billjón króna.  Orkureiturinn er nýtt vistvænt íbúðahverfi sem spannar yfir 40,000 m2 og þar munu verða 436 íbúðir ásamt rýmum fyrir verslanir og þjónustu. Stofan sá um áreiðanleikakannanir, samningaviðræður, strúktúr og víðtæka samningagerð. BBA//Fjeldco veitti einnig lögfræðilega ráðgjöf við fjármögnun kaupanna, sem fólu í sér bæði nýtt fjármagn frá fjárfestum og lántöku, og mun halda áfram að veita ráðgjöf við áframhaldandi uppbyggingu reitsins, t.a.m samningagerð varðandi starfsmanna- og skipulagsmál o.fl.

LANGISJÓR KAUPIR FREYJU

BBA//Fjeldco veitti Langasjó lögfræðilega ráðgjöf við kaup á Freyju, þ.m.t. við gerð lögfræðilegrar og skattalegrar áreiðanleikakönnunar og kaupsamningsgerð.

Fjölskyldufyrirtækið Freyja, sem var stofnað árið 1918, er elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi. Freyja framleiðir og markaðssetur ótal vel þekkt vörumerki fyrir sinn heimamarkað hér á Íslandi en einnig til útflutnings þar sem sælgætið frá Freyju er í stöðugri sókn. Langisjór er móðurfélag nokkurra fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum m.a. Mata hf., Matfugl ehf. og Síld og fiskur ehf.,fjárfestingarfélagsins Brimgarðar ehf. og Ölmu íbúðarfélags hf. sem er eitt stærsta fasteignafélag landsins.

 

Sjá frekari uppl.hér: https://www.vb.is/frettir/selur-freyju-til-langasjos/ og hér: https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2022/11/29/langisjor_kaupir_freyju_saelgaetisgerd/

BBA//Fjeldco ráðleggur Arion Banka við fjármögnun á kaupum á Origo.

BBA//Fjeldco ráðlagði Arion Banka í tengslum við fjármögnun yfirtöku AU22 ehf. (framtakssjóður í eigu Alfa Framtaks hf.) á öllu hlutafé Origo hf., tækniþjónustufyrirtæki sem er markaðsleiðandi á Norðurlöndunum og skráð á markað á Íslandi. Yfirtökutilboðið var sett fram í lok janúar 2023 og gilti til febrúarloka 2023. Viðskiptin voru sérstaklega flókin og krefjandi vegna tímarammans og eins regluverks í kringum yfirtökur á skráðum félögum. BBA//Fjeldco var einnig ráðgefandi þegar Arion Banki fjármagnaði kaup AU22 ehf. á hlutafé í Origo fyrir yfirtökutilboðið og fólst ráðgjöfin m.a. í samningaviðræðum, strúktúr og víðtækri samningagerð.

Reykjavíkurborg ber að bjóða út innkaup á raforku

Kærunefnd útboðsmála hefur úrskurðað að Reykjavíkurborg bjóði út innkaup á raforku, auk þess sem borginni var gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð kr. 8.000.000 í ríkissjóð.

Kærunefndin komst að þessari niðurstöðu í kjölfar þess að fyrirtækið Íslensk orkumiðlun ehf. kærði Reykjavíkurborg til nefndarinnar í ársbyrjun 2020 og krafðist þess að samningur borgarinnar og Orku náttúrunnaryrði gerður óvirkur, auk þess sem borginni yrði gert að bjóða innkaupin út.

BBA//Fjeldco hefur gætt hagsmuna Íslenskrar orkumiðlunar.

Sjá frekari upplýsingar hér

Langisjór ehf. kaupir allt hlutafé Ölmu íbúðarfélags hf.

BBA//Fjeldco veitti Langasjó ehf. lögfræðilega ráðgjöf við kaup á öllu hlutafé Ölmu íbúðafélags hf., þ.m.t. við gerð lögfræðilegrar og skattalegrar áreiðanleikakönnunar, kaupsamningsgerð og fjármögnun.

Alma íbúðafélag hf. er eitt stærsta fasteignafélag landsins sem á og rekur rúmlega 1100 íbúðir sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu og víðsvegar um landið. Langisjór ehf. er móðurfélag nokkurra fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum m.a. Mata hf., Matfugl ehf. og Síld og fiskur ehf., og fjárfestingarfélagsins Brimgarðar ehf.

BBA//Fjeldco veitti Securitas ráðgjöf í útboði Veitna

Í febrúar 2021 tóku Veitur tilboði Securitas í uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum hjá viðskiptavinum Veitna.

Með snjallmælunum fást betri upplýsingar og yfirsýn yfir veitukerfin og verður þannig framvegis hægt að senda mánaðarlega reikninga byggða á raunnotkun í stað áætlunarreikninga. Samningurinn er um 1.800 milljóna króna virði.

Lögmenn BBA//Fjeldco, þeir Þórir Júlíusson og Friðbert Þór Ólafsson aðstoðuðu Securitas í útboðsferlinu og veittu þeim ráðgjöf í tengslum við samningsgerðina.

Sjá frekari upplýsingar hér:
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2021/02/15/gera_samning_vid_securitas_upp_a_1_

BBA//Fjeldco aðstoðar Noona vegna fjárfestingar Salt Pay í Noona

Sprotafyrirtækið Noona tryggði sér nýlega fjárfestingu frá Salt Pay uppá 1,2 milljónir evra eða um 190 milljónir íslenskra króna. Með fjárfestingunni eignaðist Salt Pay 20% hlut í félaginu. Noona sem rekur bæði þjónustumarkaðstorg og tímabókunarkerfi mun nýta fjármögnunina til að sækja á erlendan markað.

Lögmenn BBA//Fjeldco, þeir Þórir Júlíusson, Stefán Björn Stefánsson og Friðbert Þór Ólafsson veittu Noona ráðgjöf í tengslum við fjárfestingu Salt Pay í Noona.

Sjá frekari upplýsingar hér:
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2021/01/26/noona_saekir_190_milljonir_og_stefnir_

Endurskipulagning Sinopec Green Energy

BBA//Fjeldco veitti Arctic Green lögfræðilega ráðgjöf við endurskipulagningu eigna Sinopec Green Energy.

Viðskiptin fólu m.a. í sér verðmat á eignum tengdum jarðvarma, sem síðan voru látnar renna inn í Sinopec Green Energy. Endurskipulagningin var áfangi í vinnu við að koma á fót stærsta jarðvarmafyrirtæki í heiminum. Fyrirtækið er leiðandi á kínverskum markaði og hefur náð miklum árangri í vinnu sinni með jarðvarma.

BBA//Fjeldco veitti Total Specific Solutions ráðgjöf vegna kaupa á öllu hlutafé í DK Hugbúnaði ehf.

Hollenska fyrirtækið Total Specific Solutions hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu DK Hugbúnaði ehf. BBA//Fjeldco gætti hagsmuna kaupanda í viðskiptunum. Lögmenn stofunnar framkvæmdu lögfræðilega áreiðanleikakönnun á DK Hugbúnaði og veittu kaupanda ráðgjöf varðandi kaupin. Auk þess unnu þeir náið með lögmönnum seljenda að skjalagerð og uppgjöri vegna kaupanna. Viðskiptin eru ein stærstu fyrirtækjaviðskipti ársins hér á landi og með stærri fjárfestingum erlendra aðila í íslensku fyrirtæki í lengri tíma.

Okkar fólk

IS

EN