Jóhann Magnús Jóhannsson

Eigandi

Tölvupóstur
johann@bbafjeldco.is
Sérsvið
  • Félagaréttur
  • Fjármögnun fyrirtækja
  • Fyrirtækjafjárfestingar
  • Regluverk á fjármálamarkaði
  • Fjárhagsleg endurskipulagning
  • Gjaldþrotaréttur
  • Veðréttur

Menntun
  • University College London, LLM í fyrirtækjalögfræði, 2011
  • Lögmannsréttindi 2009
  • Háskóli Íslands, Mag. Jur., 2008

Tungumál
Íslenska Enska Danska
Nýleg Mál
BBA//Fjeldco veitti íslenska ríkinu ráðgjöf við sölu á 45,2% hlut í Íslandsbanka.

Almennt hlutafjárútboð á 20% hlut í Íslandsbanka hófst þann 13. maí síðastliðinn og lauk þann 15. maí 2025. Salan markaði lokastig einkavæðingar bankans og var söluverðið 90,5 milljarðar króna en heildareftirspurn nam 190 milljörðum króna.

Þátttaka almennings í útboðinu var fordæmalaus og var útboðið stækkað til að mæta eftirspurn. Rúmlega 31.000 almennir fjárfestar buðu samtals 88,2 milljarða króna í tilboðsbók A, sem var eingöngu ætluð einstaklingum. Þessir fjárfestar fengu forgangsúthlutun án skerðingar og stóðu fyrir um 97,4% af heildarvirði útboðsins. Einkavæðingin er sú stærsta í sögu Íslands og heildarsöluandvirði bankans nam 224,7 milljörðum króna þegar fyrri útboð á 35% hlut í júní 2021 fyrir 55,3 milljarða króna og 22,5% hlut í mars 2022 fyrir 52,7 milljarða króna eru tekin með.

BBA//Fjeldco veitti aðstoð við samningaviðræður við umsjónaraðila sölunnar ásamt gerð útboðslýsingar og annarra gagna og veitti aðra lögfræðiráðgjöf í útboðinu.

Stofan óskar fjármála- og efnahagsráðuneytinu til hamingju með vel heppnað og sögulegt útboð. Einnig þakkar BBA//Fjeldco ráðuneytinu, Íslandsbanka, Landsbankanum og Milbank LLP fyrir gott og árangursríkt samstarf.

Óskuldbindandi viljayfirlýsing frá John Bean Technologies Corporation um sameiningu við Marel hf.

BBA//Fjeldco eru lögfræðilegir ráðgjafar Marel hf., eins stærsta og verðmætasta fyrirtækis landsins sem skráð er á Nasdaq Iceland, í tengslum við móttöku félagsins á óskuldbindandi viljayfirlýsingu frá John Bean Technologies Corporation (JBT) um sameiningu félaganna tveggja síðla árs 2023. Í janúar 2024 var tilkynnt opinberlega að JBT hygðist gera valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé í Marel í samræmi við ákvæði laga um yfirtökur. Okkar hlutverk tók til skjalagerðar, auk ráðgjafar um upplýsingaskyldu og áhrif yfirvofandi tilboðs á skyldur félagsins og stjórnar þess. Um er að ræða sérstaklega flókin viðskipti þar sem alþjóðlegt eðli viðskiptanna skapaði ýmis nýstárleg álitamál, JBT og Marel eru keppinautar, Marel er skráð á Íslandi og er með stóran hluthafahóp á íslenskan mælikvarða, JBT er skráð í Bandaríkjunum og háð þeim kröfum sem gerðar eru þar, endurgjaldið sem JBT býður er blanda af JBT hlutabréfum og reiðufé. Þessi viðskipti eru eins umfangsmikil og flókin og þau gerast hér á landi og ef yfirtakan gengur eftir yrði um að ræða stærstu yfirtöku á Íslandi frá árinu 2007.

Coloplast hefur fest kaup á öllu hlutafé í sprotafyrirtækinu Kerecis.

BBA//Fjeldco veitti danska stórfyrirtækinu Coloplast lagalega ráðgjöf við kaup þess á öllu hlutafé í Kerecis. Fyrirtækið var metið á allt að 1.3 milljarða Bandaríkjadala í kaupunum, sem gerir Kerecis að hinum fyrsta svokallaða "einhyrningi" Íslands og kaupin sömuleiðis með þeim stærstu í sögunni. Kerecis var stofnað á Ísafirði, þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru enn staðsettar, og hefur vaxið ört undanfarin ár. Það sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á lækningavörum úr þorskroði til meðhöndlunar á þrálátum sárum og brunasárum. Coloplast er leiðandi á alþjóðamarkaði í sölu og markaðssetningu á hjúkrunarvörum sem bæta og auka lífsgæði fólks með sértæka sjúkdóma. Sterk staða Kerecis á mörkuðum í Bandaríkjunum ásamt því að Coloplast er danskt fyrirtæki jók á flækjustig áreiðanleikakönnunar og samningagerðar en aðilar kaupanna nutu að sama skapi reynslu BBA//Fjeldco af gerð alþjóðlegra viðskiptasamninga.

Okkar fólk

IS

EN