Jóhann Magnús Jóhannsson

Eigandi

Tölvupóstur
johann@bbafjeldco.is
Sérsvið
  • Félagaréttur
  • Fjármögnun fyrirtækja
  • Fyrirtækjafjárfestingar
  • Regluverk á fjármálamarkaði
  • Fjárhagsleg endurskipulagning
  • Gjaldþrotaréttur
  • Veðréttur

Menntun
  • University College London, LLM í fyrirtækjalögfræði, 2011
  • Lögmannsréttindi 2009
  • Háskóli Íslands, Mag. Jur., 2008

Tungumál
Íslenska Enska Danska
Nýleg Mál
Coloplast hefur fest kaup á öllu hlutafé í sprotafyrirtækinu Kerecis.

BBA//Fjeldco veitti danska stórfyrirtækinu Coloplast lagalega ráðgjöf við kaup þess á öllu hlutafé í Kerecis. Fyrirtækið var metið á allt að 1.3 milljarða Bandaríkjadala í kaupunum, sem gerir Kerecis að hinum fyrsta svokallaða "einhyrningi" Íslands og kaupin sömuleiðis með þeim stærstu í sögunni. Kerecis var stofnað á Ísafirði, þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru enn staðsettar, og hefur vaxið ört undanfarin ár. Það sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á lækningavörum úr þorskroði til meðhöndlunar á þrálátum sárum og brunasárum. Coloplast er leiðandi á alþjóðamarkaði í sölu og markaðssetningu á hjúkrunarvörum sem bæta og auka lífsgæði fólks með sértæka sjúkdóma. Sterk staða Kerecis á mörkuðum í Bandaríkjunum ásamt því að Coloplast er danskt fyrirtæki jók á flækjustig áreiðanleikakönnunar og samningagerðar en aðilar kaupanna nutu að sama skapi reynslu BBA//Fjeldco af gerð alþjóðlegra viðskiptasamninga.

Okkar fólk

IS

EN