Þorbjörg Ásta Leifsdóttir

Verkefnastjóri

Sérsvið
  • Samkeppnisréttur
  • Gjaldþrotaréttur
  • Samrunar og yfirtökur
Menntun
  • Lögmannsréttindi 2021
  • Háskólinn í Kaupmannahöfn, M.L., 2017
  • Háskólinn í Reykjavík, B.A., 2015
Tungumál
Íslenska Enska Danska Sænska Norska
Nýleg Mál
BBA//Fjeldco var meðal lögfræðilegra ráðgjafa Rapyd Financial Network (2016) Ltd. við kaup félagsins á Valitor hf.

BBA//Fjeldco var meðal lögfræðilegra ráðgjafa Rapyd Financial Network (2016) Ltd. við kaup félagsins á Valitor hf. Tilkynnt kaupverð er 100 milljónir bankaríkjadala eða um 12,3 milljarðar íslenskra króna. Gert er ráð fyrir að kaupin klárist í lok þessa árs en þau eru gerð með fyrirvara um samþykki eftirlitsaðila.

Alþjóðlega fjártæknifélagið Rapyd kom fyrst inn á íslenskan markað árið 2020 með kaupum á Korta (nú Rapyd Europe hf.)  Kaupin á Valitor munu auka vöruframboð Rapyd í Evrópu en Valitor er rótgróið greiðsluþjónustufyrirtæki sem hefur verið leiðandi í færsluhirðingu, bæði í netgreiðslum og posaviðskiptum, sem og í kortaútgáfu í Evrópu.

https://www.frettabladid.is/markadurinn/rapyd-kaupir-valitor-a-tolf-milljarda-af-arion-banka/

BBA//Fjeldco veitti Total Specific Solutions ráðgjöf vegna kaupa á öllu hlutafé í DK Hugbúnaði ehf.

Hollenska fyrirtækið Total Specific Solutions hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu DK Hugbúnaði ehf. BBA//Fjeldco gætti hagsmuna kaupanda í viðskiptunum. Lögmenn stofunnar framkvæmdu lögfræðilega áreiðanleikakönnun á DK Hugbúnaði og veittu kaupanda ráðgjöf varðandi kaupin. Auk þess unnu þeir náið með lögmönnum seljenda að skjalagerð og uppgjöri vegna kaupanna. Viðskiptin eru ein stærstu fyrirtækjaviðskipti ársins hér á landi og með stærri fjárfestingum erlendra aðila í íslensku fyrirtæki í lengri tíma.

Okkar fólk

IS

EN