Þorbjörg Ásta Leifsdóttir
Sérsvið
- Samkeppnisréttur
- Gjaldþrotaréttur
- Samrunar og yfirtökur
Menntun
- Lögmannsréttindi 2021
- Háskólinn í Kaupmannahöfn, M.L., 2017
- Háskólinn í Reykjavík, B.A., 2015
Tungumál
Nýleg Mál
BBA//Fjeldco lagalegur ráðgjafi Haga hf. í kaupum á PF/SMS í Færeyjum
BBA//Fjeldco veitti Högum hf. lagalega ráðgjöf við kaup þeirra á færeyska verslunarfélaginu P/F SMS. Þessi millilandaviðskipti marka tímamót, en þau eru metin á um 6,3 milljarða íslenskra króna, og munu efla rekstur Haga á Norður-Atlantshafssvæðinu og styrkja stöðu þeirra sem leiðandi fyrirtæki í dagvöruverslun.
Þessi kaup eru lykilskref í samþættingu smásöluáætlana Haga og SMS, og auka rekstrarleg samlegðaráhrif milli fyrirtækjanna tveggja. BBA//Fjeldco veitti lagalega ráðgjöf um uppbyggingu viðskiptanna, auk þess að framkvæma ítarlega áreiðanleikakönnun, aðstoða við samningaviðræður, gerð viðskiptaskjala og leysa úr flóknum lagalegum áskorunum er snúa að millilandaviðskiptum.
Kaupin eru með áhugaverðari millilandaviðskiptum íslensks fyrirtækis og undirstrika viðskiptin enn frekar reynslu og sérfræðiþekkingu BBA//Fjeldco þegar kemur að samrunum og yfirtökum.
BBA//Fjeldco var meðal lögfræðilegra ráðgjafa Rapyd Financial Network (2016) Ltd. við kaup félagsins á Valitor hf.
BBA//Fjeldco var meðal lögfræðilegra ráðgjafa Rapyd Financial Network (2016) Ltd. við kaup félagsins á Valitor hf. Tilkynnt kaupverð er 100 milljónir bankaríkjadala eða um 12,3 milljarðar íslenskra króna. Gert er ráð fyrir að kaupin klárist í lok þessa árs en þau eru gerð með fyrirvara um samþykki eftirlitsaðila.
Alþjóðlega fjártæknifélagið Rapyd kom fyrst inn á íslenskan markað árið 2020 með kaupum á Korta (nú Rapyd Europe hf.) Kaupin á Valitor munu auka vöruframboð Rapyd í Evrópu en Valitor er rótgróið greiðsluþjónustufyrirtæki sem hefur verið leiðandi í færsluhirðingu, bæði í netgreiðslum og posaviðskiptum, sem og í kortaútgáfu í Evrópu.
https://www.frettabladid.is/markadurinn/rapyd-kaupir-valitor-a-tolf-milljarda-af-arion-banka/
BBA//Fjeldco veitti Total Specific Solutions ráðgjöf vegna kaupa á öllu hlutafé í DK Hugbúnaði ehf.
Hollenska fyrirtækið Total Specific Solutions hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu DK Hugbúnaði ehf. BBA//Fjeldco gætti hagsmuna kaupanda í viðskiptunum. Lögmenn stofunnar framkvæmdu lögfræðilega áreiðanleikakönnun á DK Hugbúnaði og veittu kaupanda ráðgjöf varðandi kaupin. Auk þess unnu þeir náið með lögmönnum seljenda að skjalagerð og uppgjöri vegna kaupanna. Viðskiptin eru ein stærstu fyrirtækjaviðskipti ársins hér á landi og með stærri fjárfestingum erlendra aðila í íslensku fyrirtæki í lengri tíma.