Sigvaldi Fannar Jónsson

Verkefnastjóri

Sérsvið
  • Bankaréttur og fjármögnun
  • Félagaréttur
  • Samrunar og yfirtökur
  • Gjaldþrotaskiptaréttur
  • Verðbréfamarkaðsréttur
Menntun
  • Lögmannsréttindi 2019
  • Háskóli Íslands, Mag. Jur., 2017
  • Háskólinn við Columbia, 2016
  • Háskóli Íslands, B.A., 2014


Tungumál
Íslenska Enska Danska
Nýleg Mál
FJÁRHAGSLEG ENDURSKIPULAGNING A LÁNASAMNINGI PCC BAKKISILICON HF.

BBA//Fjeldco ráðlagði þýska fjármálafyrirtækinu KfW-IPEX Bank GmbH í fjárhagslegri endurskipulagningu á lánasamningi (allt að USD 194m) PCC BakkiSilicon hf. KfW-IPEX Bank GmbH sérhæfa sig í fjármögnun á þýskum og evrópskum mörkuðum, sérstaklega úflutningsfélaga,og eins fjármögnun verkefna. PCC BakkiSilicon hf. er hátækni kísilmálmverksmiðja á Íslandi sem gengur fyrir 100% endurnýjanlegri orku (vatnsafli og jarðvarma) og sér efnaiðnaði fyrir kísilmálmi ásamt því að framleiða sterkar álblöndur fyrir bílaiðnað. Fjármögnunin fól m.a. í sér að hluta af lánum kröfuhafar PCC BakkiSilion hf. yrði breytt í eignarhluti, en það var háð því að PCC BakkiSilicon hf. myndi leggja til meira fjármagn. Endurfjármögnunin var víðamikil og flókin, og mun KfW-IPEX Bank GmbH breyta hluta af forgangskröfum sínum í blönduð skuldabréf sem heyra undir íslensk lög og slíkt hefur ekki að okkur vitandi verið gert á Íslandi áður.

BBA//Fjeldco veitti DineOut lögfræðiráðgjöf í tengslum við fjárfestingu SaltPay í félaginu

Hugbúnaðarfyrirtækið DineOut tryggði sér nýverið fjármögnun frá SaltPay og með fjárfestingunni varð SaltPay hluthafi í félaginu. DineOut býður upp á borðabókunarkerfi, matarpöntunarkerfi, kassakerfi, heimasíðugerð og sjálfvirkar greiðslur með QR-kóðum. DineOut hyggst nýta fjárfestinguna til að styrkja stöðu fyrirtækisins á Íslandi enn frekar ásamt því að sækja á erlenda markaði. 

Lögmenn BBA//Fjeldco, Ásgeir Á. Ragnarsson, Sigvaldi Fannar Jónsson, BrynjarFreyr Garðarsson og Ragnar Snær Kærnested veittu DineOut lögfræðiráðgjöf í tengslum við fjárfestingu SaltPay í DineOut.

Viðskipti hafin með hlutabréf Íslandsbanka hf. eftir vel heppnað frumútboð

BBA//Fjeldco veitti Bankasýslu ríkisins og Íslandsbanka hf. lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við frumútboð Íslandsbanka, sem reyndist vera það stærsta í sögu Íslands og stærsta frumútboð á evrópskum banka frá árinu 2018.

Fyrir útboðið var Íslandsbanki í fullri eigu Bankasýslu ríkisins, fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands. Bankasýsla ríkisins mun áfram fara með 65% af heildarhlutafé í Íslandsbanka eftir útboðið, að því gefnu að valréttur verið að fullu nýttur.

Fjölmargir ráðgjafar, innlendir og erlendir, komu að verkefninu sem var yfirgripsmikið og margslungið.

Endurskipulagning KEA hótela

BBA//Fjeldco var aðalráðgjafi KEA hótela og hluthafa þess í tengslum við endurskipulagningu félagsins. Verkefnið fól í sér að semja við landeigendur og lánardrottna félagsins og flókna skjalagerð tengdri endurskipulagningunni.

Um var að ræða fyrsta stærsta endurskipipulagningaverkefnið vegna COVID-19 faraldursins.

Lögfræðilegt teymi BBA//Fjeldco: Halldór Karl Halldórsson, Sigvaldi Fannar Jónsson og Stefán Björn Stefánsson

Samruni TM hf., Lykils fjármögnunar hf. og Kviku banka hf.

BBA//Fjeldco annaðist alla þætti lögfræðiráðgjafar vegna samrunans, sem er einn stærsti samruni síðustu ára, þ.m.t. ráðgjöf um fyrirkomulag samrunans, gerð samrunaskjala, skattaráðgjöf og samskipti við eftirlitsaðila, þ.e. Samkeppniseftirlitið, Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og Kauphöll.

Langisjór ehf. kaupir allt hlutafé Ölmu íbúðarfélags hf.

BBA//Fjeldco veitti Langasjó ehf. lögfræðilega ráðgjöf við kaup á öllu hlutafé Ölmu íbúðafélags hf., þ.m.t. við gerð lögfræðilegrar og skattalegrar áreiðanleikakönnunar, kaupsamningsgerð og fjármögnun.

Alma íbúðafélag hf. er eitt stærsta fasteignafélag landsins sem á og rekur rúmlega 1100 íbúðir sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu og víðsvegar um landið. Langisjór ehf. er móðurfélag nokkurra fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum m.a. Mata hf., Matfugl ehf. og Síld og fiskur ehf., og fjárfestingarfélagsins Brimgarðar ehf.

BBA//Fjeldco provided View Software with legal advice in the acBBA//Fjeldco veitti View Software ráðgjöf við kaup á MainManagerquisition of MainManager

Í desember 2020 var íslenska félagið MainManager selt til norska félagsins View Software. MainManager hefur náð góðum árangri á erlendum mörkuðum með hugbúnaðarkerfi sín fyrir fasteignir. View Software er leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum á sviði rekstrar, iðnaðar og fasteigna. Með kaupunum styrkir View Software stöðu sína á markaðnum og er félagið nú með skrifstofur í átta löndum, þ.m.t. Reykjavík.

Lögmenn BBA//Fjeldco, þeir Halldór Karl Halldórsson, Tómas Magnús Þórhallsson og Sigvaldi Fannar Jónsson gættu hagsmuna View Software og veittu félaginu ráðgjöf við kaupin.

Nánari upplýsingar: https://www.vb.is/frettir/view-software-kaupir-mainmanager/165858/

Endurskipulagning skulda Arctic Green Energy

BBA//Fjeldco veitti Arctic Green Energy lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við endurskipulagningu á skuldum félagsins og tengdra félaga. Útistandandi skuldir gagnvart Asian Development Bank voru þar með gerðar upp að fullu.

Viðskiptin féllu undir íslenska lögsögu ásamt lögsögu Singapúr og Hong Kong og fólu í sér endurfjármögnun skulda og gerð nýrra skulda- og tryggingarskjala.

BBA//Fjeldco veitti ráðgjöf í tengslum við BREXIT

BBA//Fjeldco veitti Morgan Stanley, CitiBank, Lloyds Banking Group, HSBC, RW Baird Nasdaq, Shanghai International Exchange og fleirum lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við Brexit.

Kvika banki hf.

BBA//Fjeldco var lögfræðilegur ráðgjafi Kviku banka hf. í tengslum við kaup á öllu útgefnu hlutafé í GAMMA Capital Management hf., upp á rúmlega 2,4 milljarða íslenskra króna.

Okkar fólk

IS

EN