Stefán Björn Stefánsson

Verkefnastjóri

Sérsvið
  • Félagaréttur
  • Fjármögnunarsamningar (Bankaréttur og fjármögnun)
  • Stjórnsýsluréttur
  • Evrópusambandsréttur


Menntun
  • Lögmannsréttindi 2018
  • Háskóli Íslands, Mag.jur., 2015
  • Háskóli Íslands, B.A., 2013


Tungumál
Íslenska Enska
Nýleg Mál
Endurskipulagning KEA hótela

BBA//Fjeldco var aðalráðgjafi KEA hótela og hluthafa þess í tengslum við endurskipulagningu félagsins. Verkefnið fól í sér að semja við landeigendur og lánardrottna félagsins og flókna skjalagerð tengdri endurskipulagningunni.

Um var að ræða fyrsta stærsta endurskipipulagningaverkefnið vegna COVID-19 faraldursins.

Lögfræðilegt teymi BBA//Fjeldco: Halldór Karl Halldórsson, Sigvaldi Fannar Jónsson og Stefán Björn Stefánsson

BBA//Fjeldco aðstoðar Noona vegna fjárfestingar Salt Pay í Noona

Sprotafyrirtækið Noona tryggði sér nýlega fjárfestingu frá Salt Pay uppá 1,2 milljónir evra eða um 190 milljónir íslenskra króna. Með fjárfestingunni eignaðist Salt Pay 20% hlut í félaginu. Noona sem rekur bæði þjónustumarkaðstorg og tímabókunarkerfi mun nýta fjármögnunina til að sækja á erlendan markað.

Lögmenn BBA//Fjeldco, þeir Þórir Júlíusson, Stefán Björn Stefánsson og Friðbert Þór Ólafsson veittu Noona ráðgjöf í tengslum við fjárfestingu Salt Pay í Noona.

Sjá frekari upplýsingar hér:
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2021/01/26/noona_saekir_190_milljonir_og_stefnir_

Endurskipulagning skulda Arctic Green Energy

BBA//Fjeldco veitti Arctic Green Energy lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við endurskipulagningu á skuldum félagsins og tengdra félaga. Útistandandi skuldir gagnvart Asian Development Bank voru þar með gerðar upp að fullu.

Viðskiptin féllu undir íslenska lögsögu ásamt lögsögu Singapúr og Hong Kong og fólu í sér endurfjármögnun skulda og gerð nýrra skulda- og tryggingarskjala.

Festi hf.

BBA//Fjeldco var lögfræðilegur ráðgjafi Festi hf. í tengslum við kaup á Kaupási ehf. og öðrum dótturfélögum Norvik hf. Þrátt fyrir að heildarvirði viðskiptanna sé trúnaðarmál er óhætt að segja að um eitt af stærstu innlendu samrunaverkefnum ársins var að ræða.

Eaton Vance

BBA//Fjeldco var lögfræðilegur ráðgjafi Eaton Vance í tengslum við endurfjármögnun eins af sjóðum Eaton á næststærsta leigufélagi á Íslandi, Almenna Leigufélaginu.

Kreissparkasse Köln

BBA//Fjeldco var lögfræðilegur ráðgjafi Kreissparkasse Köln varðandi deilu sem reis í tengslum við hrun eins af stóru viðskiptabönkunum á Íslandi, Landsbankans.

LÖGFRÆÐILEGUR RÁÐGJAFI MICROSOFT DENMARK

BBA//Fjeldco sér um almenna lögfræðilega ráðgjöf á Íslandi fyrir Microsoft Denmark.


Íslensk vatnsorka hf.

BBA//Fjeldco sá um lögfræðilega ráðgjöf fyrir Íslenska vatnsorku hf. í tengslum við undirbúning verkefna á íslandi á sviði orkuframleiðslu.

ÍSLENSK VATNSORKA

BBA//Fjeldco veitti Íslenskri Vatnsorku hf. lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við orkusölu. Virði viðskiptanna er metið á um 6 til 8 billjónir króna.

LÖGSÓKN GAMLA LANDSBANKANS OG GLITNIS GEGN NORSKUM BÖNKUM

BBA//Fjeldco veitti tveimur stærstu bönkum Noregs lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við dómsmál á sviði gjaldþrotaréttar sem þrotabú gamla Landsbankans og Glitnis banka höfðuðu gegn þeim.

Okkar fólk

IS

EN