Stefán Reykjalín

Eigandi

Tölvupóstur
stefan@bbafjeldco.is
Sérsvið
  • Bankaréttur og fjármögnun
  • Félagaréttur
  • Gjaldþrotaskiptaréttur
  • Verðbréfamarkaðsréttur
  • Samrunar og Yfirtökur


Menntun
  • Lögmannsréttindi 2011
  • Háskólinn í Reykjavík, M.L., 2010


Tungumál
Íslenska Enska
Nýleg Mál
Alvotech gengur að 22,8 milljarða tilboði í hlutabréf í félaginu eftir að hafa fengið leyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu við Humira frá FDA í Bandaríkjunum

Þann 26. febrúar síðastliðinn, í kjölfar þess að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) veitti félaginu leyfi til sölu- og markaðssetningar á Simlandi, líftæknilyfjahliðstæðu við gigtarlyfið Humira, tilkynnti Alvotech að félagið hefði gengið að tilboði frá hópi fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila um sölu á hlutabréfum að verðmæti um 22,8 milljarða króna.

Alvotech er líftæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á líftæknihliðstæðulyfjum fyrir sjúklinga um allan heim og var fyrsta íslenska fyrirtækið sem var skráð á hlutabréfamarkað bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum.

BBA//Fjeldco veitti Alvotech lögfræðilega ráðgjöf vegna sölu á hlutabréfunum og óskar stjórnendum og starfsfólki til hamingju með þennan áfanga í vegferð félagsins í átt að auknu aðgengi sjúklinga um allan heim að hágæða líftæknilyfjum og við að koma líftæknilyfjahliðstæðum Alvotech á markaði á heimsvísu.

Horn IV slhf. hefur samið um kaup á 45% hlut í REA ehf.

Horn IV slhf., 15 milljarða framtakssjóður í rekstri Landsbréfa hf., hefur samið um kaup á 45% hlut í REA ehf., sem á íslensku flugafgreiðslufyrirtækin Airport Associates og SouthAir. Félögin gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi Keflavíkurflugvallar og með kaupunum verður Horn IV slhf. stærsti einstaki hluthafi REA ehf. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Alvotech selur hlutabréf fyrir 70 milljónir USD í lokuðu útboði.

BBA//Fjeldco veitti líftæknilyfjafélaginu Alvotech lagalega ráðgjöf í lokuðu hlutafjárútboði félagsins og útgáfu breytanlegra skuldabréfa að upphæð USD 70,000,000, en meðal þáttakenda voru íslenskir lífeyrissjóðir og aðrir stórir fagfjárfestar. Þetta voru flókin alþjóðleg viðskipti með aðkomu fjölmargra alþjóðlegra lögfræðifyrirtækja og þurfti að taka tillit til laga í Lúxemborg þar sem Alvotech er stofnað þar í landi.

Alvotech skráð á almenna Nasdaq markaðinn á Íslandi.

BBA//Fjeldco var ráðgefandi er alþjóðlega líftæknilyfjafélagið Alvotech var skráð á almenna Nasdaq markaðinn á Íslandi, eftir vel heppnaða skráningu á Nasdaq First North Growth markaðinn fyrr á árinu en Alvotech er fyrsta íslenska fyrirtækið sem er skráð á bandarískan og íslenskan markað á sama tíma, ásamt því að vera lengi vel eina íslenska fyrirtækið sem er skráð á markað í Bandaríkjunum. Alvotech er einnig stærsta fyrirtækið á íslenska markaðinum, með USD 3,250,000,000 markaðsvirði. Þetta voru flókin alþjóðleg viðskipti og þurfti að taka tillit til laga á Íslandi og í Lúxemborg þar sem Alvotech er stofnað þar í landi.

Hampiðjan eignast Morenot AS.

BBA//Fjeldco ráðlagði Holding Cage AS in tengslum við kaup Hampiðjunnar á norska félaginu Morenot AS sem þjónustar og selur vörur til sjávarútvegsfyrirtækja, fiskeldi og olíuiðnaði. Hampiðjan er alþjóðlegt fyrirtæki og leiðandi á sviði framleiðslu neta og veiðarfæra sem nú starfar á 35 stöðum víðsvegar um heiminn frá Alaska til Nýja-Sjálands. Morenot AS styrkir markaðsstöðu samsteypu Hampiðjunnar enn frekar. Kaupin fólu í sér víðtækar áreiðanleikakannanir og voru háð samþykki samkeppnisyfirvalda á Íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi.

Sala Mandólín hf. á 70% eignarhluta í Reykjavik EDITION hóteli.

BBA//Fjeldco veitti framtakssjóðnum SÍA III lagalega ráðgjöf í sölu Mandólín hf., SPV sem var stofnað fyrir upphaflegu fjárfestinguna, á ca. 70% eignarhlut í Reykjavik EDITION hótelinu sem rekið er af Marriot keðjunni. Kaupandinn var ríkisrekna fjárfestingarfélagið ADQ frá Abu Dhabi.

Kaup Archer og Kaldbanks á Jarðborunum hf.

BBA//Fjeldco var ráðgefandi í sölu SF III slhf. og öðrum minni hluthöfum (stjórnendur ásamt núverandi og fyrrum starfsmönnum) á Jarðborunum hf. til norska félagsins Archer og íslenska fjárfestingarfélagsins Kaldbaks. SF III slhf. er fjárfestingarsjóður í umsjón Stefnis hf., sjóðsstýringarfyrirtækið með ca. ISK 230bn í virkri sjóðastýringu sem er í eigu Arion Banka hf. Kaldbakur var áður fjárfestir í SF II slhf. en nýtti eignarhlutinn til að fjármagna kaupin ásamt viðbótarfjárfestingu. BBA//Fjeldco veitti ráðgjöf í öllum atriðum varðandi söluna.

Alvotech skráð á markað á Nasdaq í New York og á Nasdaq First Growth á Íslandi.

BBA//Fjeldco var ráðgefandi er alþjóðlega líftæknilyfjafélagið Alvotech var skráð á Nasdaq hlutabréfamarkaðinn í New York og á Nasdaq First Growth markaðinn á Íslandi á sama tíma, en þetta er fyrsta íslenska fyrirtækið sem er skráð á bandarískan og íslenskan markað á sama tíma, ásamt því að vera lengi vel eina íslenska fyrirtækið sem er skráð á markað í Bandaríkjunum. Þetta voru flókin alþjóðleg viðskipti og þurfti að taka tillit til laga í New York og á Íslandi, sem og í Lúxemborg þar sem Alvotech er stofnað þar í landi. BBA//Fjeldco veitti einnig lagalega ráðgjöf í tengslum við svokallaða PIPE fjármögnun, eða lokuðu hlutafjárútboð, sem var einkum beint að íslenskum fagfjárfestum í aðdraganda skráningarinnar.

Fjárfesting SÍA IV í Good Good.

BBA//Fjeldco veitti framtakssjóðnum SÍA IV lagalega ráðgjöf í tengslum við fjárfestingu sjóðsins í Good Good fyrirtækinu sem sérhæfir sig í sultum, smurvörum og próteinstykki með náttúrulegum sætuefnum sem hægt er að skipta út fyrir sykur. Sjóðurinn tók þátt í USD 20m fjármögnunarlotu Good Good og eignaðist 24% hlut í fyrirtækinu. BBA//Fjeldco framkvæmdi lögfræðilega og skattalega áreiðanleikakönnun ásamt því að veita aðstoð við samningaviðræður og skjalagerð.

Kaup Kaldalóns hf. á 13 eignum af SKEL fjárfestingarfélagi hf.

BBA//Fjeldco var ráðgefandi í kaupum Fasteignastýringu ehf., dótturfélags fasteignafélagsins Kaldalóns hf., á 13 eignum af SKEL fjárfestingarfélagi hf. BBA//Fjeldo veitti lagalega ráðgjöf í samningaviðræðum og skjalagerð í kaupunum, ásamt öðrum málefnum félagsins í tengslum við kaupin, þ.m.t. leigusamninga við dótturfélag SKEL (e. "sale lease-back"). Þetta var mikilvæg fjárfesting fyrir Kaldalón hf. þar sem hún gerði fyrirtækinu kleift að ná kjölfestu á markaði fyrir atvinnu- og geymsluhúsnæði í kjölfar fjárfestinga árin 2021-2022, og á meðan undirbúningur fyrir skráningu á almennan markað stendur yfir.

Okkar fólk

IS

EN