Þórir Júlíusson

Eigandi

Tölvupóstur
[email protected]
Sérsvið
  • Málflutningur
  • Félagaréttur
  • Fyrirtækjafjárfestingar
  • Fjárhagsleg endurskipulagning
  • Gjaldþrotaréttur
  • Samningaréttur
  • Veðréttur
Menntun
  • Hæstaréttarlögmaður, 2018
  • Landsréttarlögmaður, 2018
  • Héraðsdómslögmaður, 2008
  • Háskóli Íslands, Mag. Jur., 2007
  • The Commercial College of Iceland, 2002
Tungumál
Íslenska Enska
Nýleg Mál
Kaup og uppbygging Safír bygginga ehf. á Orkureitnum í Reykjavík.

BBA//Fjeldco var ráðgefandi er Safír byggingar ehf. keypti byggingarheimildir fyrir hinn svokallaða Orkureit við Ármúla í Reykjavík fyrir 5,1 billjón króna.  Orkureiturinn er nýtt vistvænt íbúðahverfi sem spannar yfir 40,000 m2 og þar munu verða 436 íbúðir ásamt rýmum fyrir verslanir og þjónustu. Stofan sá um áreiðanleikakannanir, samningaviðræður, strúktúr og víðtæka samningagerð. BBA//Fjeldco veitti einnig lögfræðilega ráðgjöf við fjármögnun kaupanna, sem fólu í sér bæði nýtt fjármagn frá fjárfestum og lántöku, og mun halda áfram að veita ráðgjöf við áframhaldandi uppbyggingu reitsins, t.a.m samningagerð varðandi starfsmanna- og skipulagsmál o.fl.

BBA//Fjeldco ráðleggur Hörpu tónlistar- og ráðstefnu húsi ehf. í fordæmisgefandi máli gegn ÍAV ehf.

BBA//Fjeldco veitti Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi lagalega ráðgjöf í deilu við ÍAV hf. varðandi viðurkenningu á skaðabótaskyldu og er þetta í fyrsta sinn sem íslenskir dómstólar þurfa að ákveða hvort fara eigi eftir fordæmum eða nýrri löggjöf sem var ekki í gildi þegar samningar voru gerðir.

Endurskipulagning Icelandair Group hf.

BBA//Fjeldco veitti tilteknum lánveitendum og kröfuhöfum Icelandair Group hf. lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við endurskipulagningu félagsins þar sem allir hlutaðeigandi tóku þátt auk íslenska ríkisins. Endurskipulagning var gerð til að mæta breyttu rekstrarumhverfi í miðjum heimsfaraldri.

Reykjavíkurborg ber að bjóða út innkaup á raforku

Kærunefnd útboðsmála hefur úrskurðað að Reykjavíkurborg bjóði út innkaup á raforku, auk þess sem borginni var gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð kr. 8.000.000 í ríkissjóð.

Kærunefndin komst að þessari niðurstöðu í kjölfar þess að fyrirtækið Íslensk orkumiðlun ehf. kærði Reykjavíkurborg til nefndarinnar í ársbyrjun 2020 og krafðist þess að samningur borgarinnar og Orku náttúrunnaryrði gerður óvirkur, auk þess sem borginni yrði gert að bjóða innkaupin út.

BBA//Fjeldco hefur gætt hagsmuna Íslenskrar orkumiðlunar.

Sjá frekari upplýsingar hér

Geymslur sýknað í Hæstarétti

Fyrirtækið Geymslur sem rak samnefnt geymsluhúsnæði að Miðhrauni í Garðabæ er ekki bótaskylt vegna tjóns sem varð í eldsvoða í apríl 2018 samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands.

BBA//Fjeldco annaðist málsvörn Geymslna á öllum dómstigum,en félagið var sýknað í héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti.

Sjá frekari upplýsingar hér

BBA//Fjeldco veitti Securitas ráðgjöf í útboði Veitna

Í febrúar 2021 tóku Veitur tilboði Securitas í uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum hjá viðskiptavinum Veitna.

Með snjallmælunum fást betri upplýsingar og yfirsýn yfir veitukerfin og verður þannig framvegis hægt að senda mánaðarlega reikninga byggða á raunnotkun í stað áætlunarreikninga. Samningurinn er um 1.800 milljóna króna virði.

Lögmenn BBA//Fjeldco, þeir Þórir Júlíusson og Friðbert Þór Ólafsson aðstoðuðu Securitas í útboðsferlinu og veittu þeim ráðgjöf í tengslum við samningsgerðina.

Sjá frekari upplýsingar hér:
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2021/02/15/gera_samning_vid_securitas_upp_a_1_

BBA//Fjeldco aðstoðar Noona vegna fjárfestingar Salt Pay í Noona

Sprotafyrirtækið Noona tryggði sér nýlega fjárfestingu frá Salt Pay uppá 1,2 milljónir evra eða um 190 milljónir íslenskra króna. Með fjárfestingunni eignaðist Salt Pay 20% hlut í félaginu. Noona sem rekur bæði þjónustumarkaðstorg og tímabókunarkerfi mun nýta fjármögnunina til að sækja á erlendan markað.

Lögmenn BBA//Fjeldco, þeir Þórir Júlíusson, Stefán Björn Stefánsson og Friðbert Þór Ólafsson veittu Noona ráðgjöf í tengslum við fjárfestingu Salt Pay í Noona.

Sjá frekari upplýsingar hér:
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2021/01/26/noona_saekir_190_milljonir_og_stefnir_

BBA//FJELDCO VEITTI CIT BANK RÁÐGJÖF Í TENGSLUM VIÐ ENDURFJÁRMÖGNUN ICELANDAIR UPP Á 65 MILLJÓNIR BANDARÍKJADALA

Í desember 2019 tryggði CIT Bank Icelandair Group 30 og 35 milljóna Bandaríkjadala fjármögnun. Verkefnið var hluti af endurskipulagningarferli Icelandair í kjölfar innlausn á skuldabréfum útgefnum af félaginu fyrr á árinu.

SKAÐABÓTAKRÖFUR LBI EHF. Í ÞREMUR AÐSKILDUM DÓMSMÁLUM

BBA//Fjeldco kemur fram fyrir hönd LBI ehf. í þremur aðskildum skaðabótamálum þar sem sameinuð bótakrafa nemur 50 milljörðum íslenskra króna.

EINKAVÆÐING ARION BANKA

BBA//Fjeldco var lögfræðilegur ráðgjafi kaupenda við einkavæðingu Arion banka, við kaup á öllum hlutum bankans frá dótturfélagi Kaupþings, Kaupskilum ehf.

Okkar fólk

IS

EN