Tómas Magnús Þórhallsson

Eigandi

Tölvupóstur
tomas@bbafjeldco.is
Sérsvið
  • Félagaréttur
  • Málflutningur
  • Stjórnsýsluréttur
  • Samrunar og Yfirtökur
Menntun
  • Lögmannsréttindi, 2012
  • Háskólinn í Reykjavík, Mag. jur., 2011


Tungumál
Íslenska Enska
Nýleg Mál
Alvotech gengur að 22,8 milljarða tilboði í hlutabréf í félaginu eftir að hafa fengið leyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu við Humira frá FDA í Bandaríkjunum

Þann 26. febrúar síðastliðinn, í kjölfar þess að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) veitti félaginu leyfi til sölu- og markaðssetningar á Simlandi, líftæknilyfjahliðstæðu við gigtarlyfið Humira, tilkynnti Alvotech að félagið hefði gengið að tilboði frá hópi fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila um sölu á hlutabréfum að verðmæti um 22,8 milljarða króna.

Alvotech er líftæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á líftæknihliðstæðulyfjum fyrir sjúklinga um allan heim og var fyrsta íslenska fyrirtækið sem var skráð á hlutabréfamarkað bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum.

BBA//Fjeldco veitti Alvotech lögfræðilega ráðgjöf vegna sölu á hlutabréfunum og óskar stjórnendum og starfsfólki til hamingju með þennan áfanga í vegferð félagsins í átt að auknu aðgengi sjúklinga um allan heim að hágæða líftæknilyfjum og við að koma líftæknilyfjahliðstæðum Alvotech á markaði á heimsvísu.

Horn IV slhf. hefur samið um kaup á 45% hlut í REA ehf.

Horn IV slhf., 15 milljarða framtakssjóður í rekstri Landsbréfa hf., hefur samið um kaup á 45% hlut í REA ehf., sem á íslensku flugafgreiðslufyrirtækin Airport Associates og SouthAir. Félögin gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi Keflavíkurflugvallar og með kaupunum verður Horn IV slhf. stærsti einstaki hluthafi REA ehf. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Alvotech selur hlutabréf fyrir 70 milljónir USD í lokuðu útboði.

BBA//Fjeldco veitti líftæknilyfjafélaginu Alvotech lagalega ráðgjöf í lokuðu hlutafjárútboði félagsins og útgáfu breytanlegra skuldabréfa að upphæð USD 70,000,000, en meðal þáttakenda voru íslenskir lífeyrissjóðir og aðrir stórir fagfjárfestar. Þetta voru flókin alþjóðleg viðskipti með aðkomu fjölmargra alþjóðlegra lögfræðifyrirtækja og þurfti að taka tillit til laga í Lúxemborg þar sem Alvotech er stofnað þar í landi.

Fjárfesting SÍA IV í Good Good.

BBA//Fjeldco veitti framtakssjóðnum SÍA IV lagalega ráðgjöf í tengslum við fjárfestingu sjóðsins í Good Good fyrirtækinu sem sérhæfir sig í sultum, smurvörum og próteinstykki með náttúrulegum sætuefnum sem hægt er að skipta út fyrir sykur. Sjóðurinn tók þátt í USD 20m fjármögnunarlotu Good Good og eignaðist 24% hlut í fyrirtækinu. BBA//Fjeldco framkvæmdi lögfræðilega og skattalega áreiðanleikakönnun ásamt því að veita aðstoð við samningaviðræður og skjalagerð.

Kaup Kaldalóns hf. á 13 eignum af SKEL fjárfestingarfélagi hf.

BBA//Fjeldco var ráðgefandi í kaupum Fasteignastýringu ehf., dótturfélags fasteignafélagsins Kaldalóns hf., á 13 eignum af SKEL fjárfestingarfélagi hf. BBA//Fjeldo veitti lagalega ráðgjöf í samningaviðræðum og skjalagerð í kaupunum, ásamt öðrum málefnum félagsins í tengslum við kaupin, þ.m.t. leigusamninga við dótturfélag SKEL (e. "sale lease-back"). Þetta var mikilvæg fjárfesting fyrir Kaldalón hf. þar sem hún gerði fyrirtækinu kleift að ná kjölfestu á markaði fyrir atvinnu- og geymsluhúsnæði í kjölfar fjárfestinga árin 2021-2022, og á meðan undirbúningur fyrir skráningu á almennan markað stendur yfir.

Hagar fjárfesta í Klasa ehf.

BBA//Fjeldco var meðal ráðgjafa Haga þegar félagið undirritaði samning um áskrift að hlutafé í fasteignaþróunarfélaginu Klasa ehf. Klasi er þekkingarfyrirtæki á sviði fasteignaþróunar og hefur frá árinu 2004 sérhæft sig í þróun, stýringu og rekstri fasteignaverkefna, frá hugmynd aðsölu, með hámörkun virði verkefna að leiðarljósi. Markmið Haga með fjárfestingunni er að koma þróunareignum félagsins í skilgreindan farveg þarsem úrvinnsla þeirra fær óskipta athygli fagfólks með mikla reynslu á sviði fasteignaþróunar.

 

Framlag Haga í viðskiptunum er metið á rúmlega 3,9 ma. kr.og verður eignarhlutur Haga í Klasa 1/3 af útgefnu hlutafé, líkt og eignarhlutur Regins og KLS eignarhaldsfélags sem skrifuðu samhliða undir áskriftarsamning að hlutafé.

Framkvæmdir Reykjavík DC í tengslum við byggingu á nýju hátæknigagnaveri

BBA//Fjeldco veitti Reykjavík DC lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við nýtt hátæknigagnaver félagsins. Ráðgjöfin laut að i) samningi um hönnun og byggingu versins við ICT room Company B.V.; ii) gerð fjármögnunarsamnings við Íslandsbanka; iii) samningi við Landsnet um raforkudreifingu; og iv) gerð samnings við Landsvirkjun um kaup á raforku fyrir verið.

BBA//Fjeldco veitti Kviku banka hf. lögfræðilega ráðgjöf við kaup á öllu hlutafé í Aur app ehf.

BBA//Fjeldco veitti Kviku banka hf. lögfræðilega ráðgjöf við kaup á öllu hlutafé í Aur app ehf., þar sem gerðir voru kaupsamningar við alla fyrrum hluthafa félagsins um kaup á hlutum í félaginu. Aur var stofnað árið 2015 sem einföld og fljótleg leið til að millifæra peninga og hefur á skömmum tíma byggt upp stóran hóp viðskiptavina, en um síðustu mánaðamót voru virkir notendur Aur appsins um 90 þúsund. Félagið hefur verið leiðandi í fjártækni á Íslandi með farsímagreiðslulausnir og nýja nálgun á neytendalánamarkaði.

Kaupin á Aur er mikilvægt skref í þeirri vegferð Kviku að nýta tæknilausnir til þess að nútímavæða fjármálaþjónustu. Gert er ráð fyrir því að Aur, ásamt Netgíró, sem Kvika eignaðist 100% hlut í fyrr á árinu og þar sem BBA//Fjeldco veitti einnig lögfræðilega ráðgjöf, og fjártækniþjónustunni Auði muni gegna lykilhlutverki í stafrænni fjármálaþjónustu bankans í framtíðinni.  

BBA//Fjeldco provided View Software with legal advice in the acBBA//Fjeldco veitti View Software ráðgjöf við kaup á MainManagerquisition of MainManager

Í desember 2020 var íslenska félagið MainManager selt til norska félagsins View Software. MainManager hefur náð góðum árangri á erlendum mörkuðum með hugbúnaðarkerfi sín fyrir fasteignir. View Software er leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum á sviði rekstrar, iðnaðar og fasteigna. Með kaupunum styrkir View Software stöðu sína á markaðnum og er félagið nú með skrifstofur í átta löndum, þ.m.t. Reykjavík.

Lögmenn BBA//Fjeldco, þeir Halldór Karl Halldórsson, Tómas Magnús Þórhallsson og Sigvaldi Fannar Jónsson gættu hagsmuna View Software og veittu félaginu ráðgjöf við kaupin.

Nánari upplýsingar: https://www.vb.is/frettir/view-software-kaupir-mainmanager/165858/

Endurskipulagning skulda Arctic Green Energy

BBA//Fjeldco veitti Arctic Green Energy lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við endurskipulagningu á skuldum félagsins og tengdra félaga. Útistandandi skuldir gagnvart Asian Development Bank voru þar með gerðar upp að fullu.

Viðskiptin féllu undir íslenska lögsögu ásamt lögsögu Singapúr og Hong Kong og fólu í sér endurfjármögnun skulda og gerð nýrra skulda- og tryggingarskjala.

Okkar fólk

IS

EN