Bjarki H. Diego

Eigandi

Tölvupóstur
bjarki@bbafjeldco.is
Sérsvið
  • Félagaréttur
  • Veðréttur
  • Bankaréttur og fjármögnun
  • Samkeppnisréttur
  • Evrópuréttur
  • Samrunar og Yfirtökur
  • Endurskipulagning fyrirtækja


Menntun
  • University College London, LL.M., 1999
  • Háskóli Íslands, Cand.Jur., 1993


Tungumál
Íslenska Enska Danska
Nýleg Mál
Alvotech gengur að 22,8 milljarða tilboði í hlutabréf í félaginu eftir að hafa fengið leyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu við Humira frá FDA í Bandaríkjunum

Þann 26. febrúar síðastliðinn, í kjölfar þess að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) veitti félaginu leyfi til sölu- og markaðssetningar á Simlandi, líftæknilyfjahliðstæðu við gigtarlyfið Humira, tilkynnti Alvotech að félagið hefði gengið að tilboði frá hópi fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila um sölu á hlutabréfum að verðmæti um 22,8 milljarða króna.

Alvotech er líftæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á líftæknihliðstæðulyfjum fyrir sjúklinga um allan heim og var fyrsta íslenska fyrirtækið sem var skráð á hlutabréfamarkað bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum.

BBA//Fjeldco veitti Alvotech lögfræðilega ráðgjöf vegna sölu á hlutabréfunum og óskar stjórnendum og starfsfólki til hamingju með þennan áfanga í vegferð félagsins í átt að auknu aðgengi sjúklinga um allan heim að hágæða líftæknilyfjum og við að koma líftæknilyfjahliðstæðum Alvotech á markaði á heimsvísu.

Horn IV slhf. hefur samið um kaup á 45% hlut í REA ehf.

Horn IV slhf., 15 milljarða framtakssjóður í rekstri Landsbréfa hf., hefur samið um kaup á 45% hlut í REA ehf., sem á íslensku flugafgreiðslufyrirtækin Airport Associates og SouthAir. Félögin gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi Keflavíkurflugvallar og með kaupunum verður Horn IV slhf. stærsti einstaki hluthafi REA ehf. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Alvotech selur hlutabréf fyrir 70 milljónir USD í lokuðu útboði.

BBA//Fjeldco veitti líftæknilyfjafélaginu Alvotech lagalega ráðgjöf í lokuðu hlutafjárútboði félagsins og útgáfu breytanlegra skuldabréfa að upphæð USD 70,000,000, en meðal þáttakenda voru íslenskir lífeyrissjóðir og aðrir stórir fagfjárfestar. Þetta voru flókin alþjóðleg viðskipti með aðkomu fjölmargra alþjóðlegra lögfræðifyrirtækja og þurfti að taka tillit til laga í Lúxemborg þar sem Alvotech er stofnað þar í landi.

Alvotech skráð á almenna Nasdaq markaðinn á Íslandi.

BBA//Fjeldco var ráðgefandi er alþjóðlega líftæknilyfjafélagið Alvotech var skráð á almenna Nasdaq markaðinn á Íslandi, eftir vel heppnaða skráningu á Nasdaq First North Growth markaðinn fyrr á árinu en Alvotech er fyrsta íslenska fyrirtækið sem er skráð á bandarískan og íslenskan markað á sama tíma, ásamt því að vera lengi vel eina íslenska fyrirtækið sem er skráð á markað í Bandaríkjunum. Alvotech er einnig stærsta fyrirtækið á íslenska markaðinum, með USD 3,250,000,000 markaðsvirði. Þetta voru flókin alþjóðleg viðskipti og þurfti að taka tillit til laga á Íslandi og í Lúxemborg þar sem Alvotech er stofnað þar í landi.

Alvotech skráð á markað á Nasdaq í New York og á Nasdaq First Growth á Íslandi.

BBA//Fjeldco var ráðgefandi er alþjóðlega líftæknilyfjafélagið Alvotech var skráð á Nasdaq hlutabréfamarkaðinn í New York og á Nasdaq First Growth markaðinn á Íslandi á sama tíma, en þetta er fyrsta íslenska fyrirtækið sem er skráð á bandarískan og íslenskan markað á sama tíma, ásamt því að vera lengi vel eina íslenska fyrirtækið sem er skráð á markað í Bandaríkjunum. Þetta voru flókin alþjóðleg viðskipti og þurfti að taka tillit til laga í New York og á Íslandi, sem og í Lúxemborg þar sem Alvotech er stofnað þar í landi. BBA//Fjeldco veitti einnig lagalega ráðgjöf í tengslum við svokallaða PIPE fjármögnun, eða lokuðu hlutafjárútboð, sem var einkum beint að íslenskum fagfjárfestum í aðdraganda skráningarinnar.

Kaup Kaldalóns hf. á 13 eignum af SKEL fjárfestingarfélagi hf.

BBA//Fjeldco var ráðgefandi í kaupum Fasteignastýringu ehf., dótturfélags fasteignafélagsins Kaldalóns hf., á 13 eignum af SKEL fjárfestingarfélagi hf. BBA//Fjeldo veitti lagalega ráðgjöf í samningaviðræðum og skjalagerð í kaupunum, ásamt öðrum málefnum félagsins í tengslum við kaupin, þ.m.t. leigusamninga við dótturfélag SKEL (e. "sale lease-back"). Þetta var mikilvæg fjárfesting fyrir Kaldalón hf. þar sem hún gerði fyrirtækinu kleift að ná kjölfestu á markaði fyrir atvinnu- og geymsluhúsnæði í kjölfar fjárfestinga árin 2021-2022, og á meðan undirbúningur fyrir skráningu á almennan markað stendur yfir.

BBA//Fjeldco veitti EpiEndo Pharmaceuticals ehf. lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við gerð lánssamnings, með breytirétti í hluti, að fjárhæð 2,7 milljónir evra, ásamt því að veita ráðgjöf vegna fjármögnunar að fjárhæð 20 milljónir evra.

BBA//Fjeldco veitti lögfræðilega ráðgjöf til líftæknifyrirtækisins EpiEndo Pharmaceutical ehf. (EpiEndo).

 

Ráðgjöf BBA//Fjeldco laut að gerð lánssamnings með breytirétti í hluti, að fjárhæð 2,7 milljónir evra, milli EpiEndo og European Innovation Council (EIC) Fund, sem undirritaður var í apríl 2021. EIC Fund er sjóður sem stofnaður var af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins árið 2020 með það að markmiði að fjárfesta með beinu eiginfjárframlagi í framsæknum nýsköpunarfyrirtækjum sem og að veita einkafjárfestum tækifæri til að meðfjárfesta í slíkum fyrirtækjum.

 

BBA//Fjeldco veitti EpiEndo einnig lögfræðilegaráðgjöf vegna 20 milljóna evra fjármögnunar sem félagið tryggði sér í ágúst 2021. Flerie Invest og Iðunni framtakssjóður voru leiðandi við fjármögnunina, ásamt ABCVenture Fund, sem áður hafði fjárfest í félaginu, en EIC Fund var einnig meðal þátttakenda. Fjármögnunin tryggir EpiEndo fjármagn til að vinna að klínískri þróun leiðandi efnasambands félagins, EP395.

https://www.epiendo.com/post/epiendo-pharma-announces-2-7-million-investment-by-the-european-innovation-fund-eic

https://www.epiendo.com/post/epiendo-secures-20-million-series-a-funding

Framkvæmdir Reykjavík DC í tengslum við byggingu á nýju hátæknigagnaveri

BBA//Fjeldco veitti Reykjavík DC lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við nýtt hátæknigagnaver félagsins. Ráðgjöfin laut að i) samningi um hönnun og byggingu versins við ICT room Company B.V.; ii) gerð fjármögnunarsamnings við Íslandsbanka; iii) samningi við Landsnet um raforkudreifingu; og iv) gerð samnings við Landsvirkjun um kaup á raforku fyrir verið.

Samruni TM hf., Lykils fjármögnunar hf. og Kviku banka hf.

BBA//Fjeldco annaðist alla þætti lögfræðiráðgjafar vegna samrunans, sem er einn stærsti samruni síðustu ára, þ.m.t. ráðgjöf um fyrirkomulag samrunans, gerð samrunaskjala, skattaráðgjöf og samskipti við eftirlitsaðila, þ.e. Samkeppniseftirlitið, Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og Kauphöll.

BBA//Fjeldco veitti Kviku banka hf. lögfræðilega ráðgjöf við kaup á öllu hlutafé í Aur app ehf.

BBA//Fjeldco veitti Kviku banka hf. lögfræðilega ráðgjöf við kaup á öllu hlutafé í Aur app ehf., þar sem gerðir voru kaupsamningar við alla fyrrum hluthafa félagsins um kaup á hlutum í félaginu. Aur var stofnað árið 2015 sem einföld og fljótleg leið til að millifæra peninga og hefur á skömmum tíma byggt upp stóran hóp viðskiptavina, en um síðustu mánaðamót voru virkir notendur Aur appsins um 90 þúsund. Félagið hefur verið leiðandi í fjártækni á Íslandi með farsímagreiðslulausnir og nýja nálgun á neytendalánamarkaði.

Kaupin á Aur er mikilvægt skref í þeirri vegferð Kviku að nýta tæknilausnir til þess að nútímavæða fjármálaþjónustu. Gert er ráð fyrir því að Aur, ásamt Netgíró, sem Kvika eignaðist 100% hlut í fyrr á árinu og þar sem BBA//Fjeldco veitti einnig lögfræðilega ráðgjöf, og fjártækniþjónustunni Auði muni gegna lykilhlutverki í stafrænni fjármálaþjónustu bankans í framtíðinni.  

Okkar fólk

IS

EN