Viktor Örn Ásgeirsson

Fulltrúi

Tölvupóstur
viktor@bbafjeldco.is
Sérsvið

• Viðskipta- og félagaréttur

• Samkeppnisréttur

• Orkulöggjöf

• Samrunar og yfirtökur

• Skipulagsréttur

Menntun
  • Háskóli Íslands, mag. jur., 2024
  • Háskóli Íslands, B.A., 2022

Tungumál
Íslenska Enska
Nýleg Mál
BBA//Fjeldco lögfræðilegur ráðgjafi við samruna Heimkaupa og Samkaupa og myndun nýrrar samstæðu

BBA//Fjeldco var lögfræðilegur ráðgjafi SKEL fjárfestingarfélags og dótturfélaga þess í einum af stærri fyrirtækjaviðskiptum ársins á íslenskum smásölumarkaði. Viðskiptin fólu í sér samruna Atlögu ehf. (áður Heimkaup) og Samkaupa hf., kaup Dranga hf. á ráðandi eignarhlut í hinu sameinaða félagi ásamt víðtækri endurskipulagningu á nýrri samstæðu.

Verkefnið fólst í samruna Atlögu ehf. og Samkaupa hf. á grundvelli samkomulags frá 20. febrúar 2025, en samruninn gekk formlega í gegn þann 18. júlí 2025 ásamt kaupum sem tryggðu Dröngum hf.  98,6% hlut í Samkaupum þar sem hluthafar fengu greitt með nýjum hlutum í Dröngum. Eignuðust fyrrum hluthafar Samkaupa þannig 28,7% hlut í Dröngum. Samhliða uppgjöri viðskiptanna tóku Drangar við hlutafé í Orkunni og Lyfjavali. Drangar verða því móðurfélag samstæðunnar.

Velta þeirra félaga sem nú mynda Dranga var um 75 milljarðar kr. árið 2024. Í viðskiptunum var lagt til grundvallar að virði hlutafjár (e. equity value) Dranga sé 19,3 milljarðar kr. og heildarvirði án leiguskuldbindinga (e. enterprise value) sé 27,3 milljarðar kr. Nýja samstæðan verður meðal stærstu fyrirtækja á sviði dagvöru-, lyfja- og sérvöruverslunar á Íslandi.

Okkar fólk

IS

EN